Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 131

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 131
131 SILLA Á ÞÖNGLABAKKA Vissulega voru þær stundir á búðar­ balanum mun einmanalegri, þegar Sillu vantaði. Þær voru þá tíðum lang­ ar og tilbreytingarlausar. Það eina sem gerðist var hamagangur kríunnar við að hirða upp afbeiturnar, sem maður kastaði frá sér niður á moldarbrekkuna sem lá frá kambinum niður í grýtta bátavörina jafnóðum og þær komu fyrir á önglunum. Þessar beituleifar voru auðvitað feiknmikil búbót fyrir kríusamfélagið, sem þær þökkuðu stundum með svolítið frekjulegri ná­ vist sinni, en þokka og aðdáunarverðri flugfimi, sem er öllum í fuglaríkinu fremri. En hún átti í stríði við kjóann, rakinn, illskeyttan fjandfugl, sem beið þess að hún hæfi sig til flugs með feng sinn. Þá flaug hann í skyndi í veg fyrir hana, sló hana með væng sínum svo hún missti feng sinn. Þá brá hann sér snögglega á fluginu undir hana og greip bitann, sem nú varð hans. Þessi frekja og óréttlæti kjóans ergði mig feiknlega og smám saman var ég orðinn fjandmaður kjóans og banda­ maður kríunnar, sem gekk svo langt að ég lagði á ráðin og lét til verklegrar skarar skríða, en frá þeim hernaðar­ aðgerðum verður ekki greint hér. Silla var meðalkona á hæð, breikkaði niður um sig og lengra frá séð fannst mér hún líkjast indíánatjaldi, sem tveir fætur tifuðu undir. Hún hafði feiknstórar, krepptar hendur, allir fing ur eins og gildir þumalfingur. Hún var með heldur fínlegt konu­ andlit, en fegrunarsmyrsl hefur hún naumast þekkt, jafnvel ekki af afspurn. Hún gekk alltaf með skýluklút sem myndaði þríhyrning upp af enninu. Augnaráðið var hvasst, ákveðið en stundum hlýlegt. Til fótanna var hún alltaf í mórauðum ullarsokkum, sem gjarnan lágu í fellingum ofan á skinn­ skónum. Voru þeir áratugum sam an heimagerðir úr sauðskinni eða stund­ um úr nautshúð, sem entist lengur, en oftast ekki fáanleg í þá tíð. Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar komu heima gerðir gúmmískór til sögunnar. Urðu þeir þá hversdagsskófatnaður hennar, svo sem flestra annarra. Stundum var Silla ræðin, ef hún var meðal kunnugra, og hafði þá jafnvel frá einhverju að segja. En aldrei kastaði hún steini að nokkrum manni. Kostir annarra voru henni heldur ekki hug­ leikið umhugsunarefni. Það stafaði ekki af því að hún væri ekki inn við Íbúðarhúsið á Þönglabakka. Eigandi ljósmyndar: Garðar Jónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.