Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 136
136
SKAGFIRÐINGABÓK
á ystu skaga og nes, og síðar á fjöllin
innar í landinu, gefur tilefni til að
drag a þá ályktun að neðanjarðarhreyf
ingin frá upptökum skjálftans, sem
væntanlega hefur verið í austri eða
suðaustri, hljóti að hafa farið sjóveg
norður um, úr austri meðfram strönd
inni. Þess vegna hlutu jarðhræring
arnar að þröngva sér gegnum ystu nes
og múla, áður en þær gátu náð til innr i
hluta landsins. Menn urðu enn sann
færðari um þetta, þegar yfir lagðist
hin undarlega rykþoka, sem Íslending
ar kalla mistur, sem strax 18. septem
ber, um kl. 10 árdegis, fór að koma í
ljós, því að hún kom einnig úr austri,
fyrst yfir hafflötinn, þaðan sem hún
barst til vesturs meðfram ströndinni,
og breiddist með þvílíkum hraða inn
um alla firði, að hún var fyrir kvöldið
orðin jafnhá hæstu fjallatindum.8 Hún
hafði fölrauðan blæ og bar með sér
mjög fíngert, snarpt ryk, sem menn
fundu fyrir á andliti og í augum. Að
sönnu kemur slíkt mistur stundum á
Íslandi, en aðeins þegar óvenju hvasst
er. Í þetta skipti var loftið hins vegar
svo hreint, að ef maður [stóð] á háum
fjöllum ofan við mistrið, sást í heiðan
himin, og svo kyrrt var veðrið þar, að
vart mátti greina neinn umtalsverðan
andvara. Af þessu ályktuðu menn enn
fremur, að þetta mistur eða rykþoka,
hlyti annaðhvort að stafa af land
skjálfta eða einhverjum umbrotum,
sem hann hefði haft í för með sér. Og
því til frekari stuðnings er, að menn
hafa veitt því athygli hér á landi að
jarðeldur og mistur fylgja gjarnan
öflugum og tíðum jarðskjálftum.
Síðar kom í ljós að slík ályktun var
ekki úr lausu lofti gripin, heldur væru
þessir landskjálftar miklu fremur nátt
úrulegir fyrirboðar jarðeldsins, sem
kom upp skömmu síðar [úr Kötlugjá].
Það er einkum athyglisvert að út
breiðslustefna skjálftanna sem komu
við upphaf eldsumbrotanna, var til
norð urs, allt austur til Skjálfandaflóa9,
án þess þó að snerta fjallið Kröflu eða
nágrenni þess, sem brann fyrir u.þ.b.
30 árum og er aðeins fjórum dönskum
mílum austan við umrædd mörk.
Sömu skjálftar hafa aftur á móti skekið
allt Norðurland þar vestan við, sem er
e.t.v. merki um að berggrunnur lands
ins á því svæði sé hreyfanlegri.
8 Í Ferðabókinni segir að mistrið hafi verið mest í Eyjafjarðar og Skagafjarðarsýslum.
9 Í danska textanum stendur: Skialfandafiord.