Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 137
137
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI
ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU
____________
Fyrri umfjöllun um söguna
Kristian Kålund ferðaðist um þessar
slóðir um mánaðamótin ágúst-sept-
ember 1874, til að kynna sér sögustaði
fornritanna. Hann mun ekki hafa
komið að Sviðningi, en gæti hafa séð
Sviðningshólana úr fjarska á leið frá
Hólum að Heljardalsheiði. Hann segir
í riti sínu um Íslenska sögustaði:
Af bæjunum fyrir norðan Kolbeins-
dal[sá] má nefna hinn fjórða að austan,
en það er Sviðningur, því að hann
stendur á Sviðgrímshólum, sem eru
þekktir úr Þórðar sögu hreðu. Sagan
segir að Þórður hafi dag einn, er hann
dvaldist á bæ þar fyrir vestan, farið
með nokkrum mönnum út í Svið-
grímshóla – „út“ er víst ekki hér á
réttum stað – til að líta á hest sinn; fer
hann upp í hlíðina til að leita að hon-
um. Þá koma óvinirnir að honum, og
hann reynir að ná Skeggjahamri, og
þaðan lætur hann sig renna á spjóti
sínu eftir fönninni niður á hólana, og
þar verður bardagi. Skeggjahamar er
sennilega Hreðuklettur fyrir ofan
Svið grímshóla, en annars vilja menn
gizka á, að Þórður hafi rennt sér á
spjótinu jafnvel yfir ísi lagða ána og
það hafi fyrst verið á Hreðuhólum í
„tungunni“ sem bardaginn hafi stað-
ið. (Kristian Kålund 1986:63–64,
þýðing leiðrétt: Kolbeinsdal > Kol-
beins dal[sá]).
Í síðustu Skagfirðingabók birtist ágæt grein eftir Jón Árna Friðjónsson um Þórðar sögu
hreðu, þar sem m.a. er fjallað um örnefnin Hreðuklett og Hreðuhóla í Kolbeinsdal.1
Sam kvæmt sögunni felldi Þórður Össur Arngrímsson frá Þverá í Sviðgrímshólum, og er
almennt litið svo á að átt sé við Sviðningshóla í Kolbeinsdal. Þó hefur gengið illa að koma
lýsingum sögunnar heim við staðhætti þar, og hefur því verið sagt að staðþekking sögu-
ritara í Skagafirði virðist að ýmsu leyti gloppótt. Hefur trúverðugleiki sögunnar að
nokkr u liðið fyrir það. Í þessari grein verður skyggnst yfir sviðið, og athugað hvort aðrar
ástæður geti verið fyrir því að staðfræði sögunnar gengur illa upp.
1 Jón Árni Friðjónsson: Þórður hreða í Kolbeinsdal. Um Þórðarsögu, Þórðarrímur og örnefni.
Skagfirðingabók 31, Rvík 2008:121–135.