Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 137

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 137
137 SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU ____________ Fyrri umfjöllun um söguna Kristian Kålund ferðaðist um þessar slóðir um mánaðamótin ágúst-sept- ember 1874, til að kynna sér sögustaði fornritanna. Hann mun ekki hafa komið að Sviðningi, en gæti hafa séð Sviðningshólana úr fjarska á leið frá Hólum að Heljardalsheiði. Hann segir í riti sínu um Íslenska sögustaði: Af bæjunum fyrir norðan Kolbeins- dal[sá] má nefna hinn fjórða að austan, en það er Sviðningur, því að hann stendur á Sviðgrímshólum, sem eru þekktir úr Þórðar sögu hreðu. Sagan segir að Þórður hafi dag einn, er hann dvaldist á bæ þar fyrir vestan, farið með nokkrum mönnum út í Svið- grímshóla – „út“ er víst ekki hér á réttum stað – til að líta á hest sinn; fer hann upp í hlíðina til að leita að hon- um. Þá koma óvinirnir að honum, og hann reynir að ná Skeggjahamri, og þaðan lætur hann sig renna á spjóti sínu eftir fönninni niður á hólana, og þar verður bardagi. Skeggjahamar er sennilega Hreðuklettur fyrir ofan Svið grímshóla, en annars vilja menn gizka á, að Þórður hafi rennt sér á spjótinu jafnvel yfir ísi lagða ána og það hafi fyrst verið á Hreðuhólum í „tungunni“ sem bardaginn hafi stað- ið. (Kristian Kålund 1986:63–64, þýðing leiðrétt: Kolbeinsdal > Kol- beins dal[sá]). Í síðustu Skagfirðingabók birtist ágæt grein eftir Jón Árna Friðjónsson um Þórðar sögu hreðu, þar sem m.a. er fjallað um örnefnin Hreðuklett og Hreðuhóla í Kolbeinsdal.1 Sam kvæmt sögunni felldi Þórður Össur Arngrímsson frá Þverá í Sviðgrímshólum, og er almennt litið svo á að átt sé við Sviðningshóla í Kolbeinsdal. Þó hefur gengið illa að koma lýsingum sögunnar heim við staðhætti þar, og hefur því verið sagt að staðþekking sögu- ritara í Skagafirði virðist að ýmsu leyti gloppótt. Hefur trúverðugleiki sögunnar að nokkr u liðið fyrir það. Í þessari grein verður skyggnst yfir sviðið, og athugað hvort aðrar ástæður geti verið fyrir því að staðfræði sögunnar gengur illa upp. 1 Jón Árni Friðjónsson: Þórður hreða í Kolbeinsdal. Um Þórðarsögu, Þórðarrímur og örnefni. Skagfirðingabók 31, Rvík 2008:121–135.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.