Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 141

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 141
141 HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU 4 Garðshvammur er glatað örnefni, og er sérstakt rannsóknarefni hvar hann er. 5 Af sögubrotinu má ráða að Eyvindur hafi verið Kálfsson, og þá líklega sonur Kálfs á Kálfs- stöðum. Sagan segir að hann hafi verið mágur Þórðar, og hefur Ólöf þá líklega verið systir Eyvindar og þá Kálfsdóttir, en ekki Hrolleifsdóttir eins og segir í heilu sögunni. situr fyrir Þórði við 19. mann, þegar hann kemur frá veislunni. Fyrirsátin var „þar sem heitir Garðshvammur, skammt frá bænum í Viðvík.“ 4 Níu menn létust af Össuri, en fimm af fylgd armönnum Þórðar. Össur varð óvígur af sárum, en varð græddur af Þorgrími bónda í Ási. Þórður fór heim með Þórhalli og tókst húsfreyju að græða sár hans. Um vorið fór Þórður til skálasmíði í Flatatungu, „það er ofarlega í Skagafirði.“ Össur á Þverá fór þá enn að honum, en án árangurs. Þórður lauk við skálasmíðina, og fékk fylgd að „Miklabæ í Óslandshlíð; tekur Þórhallur vel við Þórði, en hús- freyja betur.“ Nú dregur enn til tíð- inda. Það var einn morgun fyrir jól, að Þórður vildi fara að sjá hest sinn Sviðgrím. Hann stóð með fjórum hrossum. Þórhallur bað Þórð bíða og fara þremur nóttum síðar, – „því að eg vilda áður færa hey mín úr stakk- görðum.“ Þórður bað hann ráða, – „en ekki kemur mér á óvart, að vér mun- um mönnum eiga að mæta.“ … Við tal þeirra var staddur einn umrenning- ur. Hann kastar fótum undir sig og kemur um kveldið til Þverár. Össur spurði hann tíðinda eða hvaðan hann væri að kominn. Hann kveðst engin kunna tíðindi að segja, – „en á Mikla­ bæ í Óslandshlíð var eg í nótt.“ Öss- ur segir: „Hvað hafðist Þórður hreða að, kappinn?“ Sveinninn segir: „Víst máttu það til segja, að hann sé kappi, svo sneypilega sem þú hefir fyrir hon- um farið; en ekki sá [eg] hann gera, utan hann hnauð hugró [hnoðaði efra hjalt] á sverði sínu. En það heyrða eg Þórhall segja, að þeir mundi færa hey úr görðum innan þriggja nátta.“ Öss- ur segir: „Hversu margmennir mund u þeir vera?“ Sveinninn svarar: „Eigi fleiri en Þórður og Eyvindur og Þór- hallur.“ „Vel segir þú, sveinn,“ segir Össur. Síðan kvaddi hann til ferðar með sér tólf menn og reið út í Ós- landshlíð. Þennan sama morgun ríða þeir Þórður heiman og Eyvindur5 og Þór- hallur. Þórður bað Eyvind hafa vopn sín, kvað því ekki ofaukið. Hann gerði svo. Þeir ríða út í Sviðgríms­ hóla. Þá mælti Þórður: „Það vil eg, Þórhallur, að þú sért hér eftir, en við Eyvindur skulum leita hrossanna upp í hálsinn.“ Þórhallur bað hann ráða. Þeir gengu upp í hlíðina. Snjór var í hlíðinni og harðfenni víða. Össur kem ur að garðinum og þeir tólf sam- an og slá hring um Þórhall og brugðu vopnum sínum og báðu mannfýluna segja til Þórðar. Þórhallur varð ógur- lega hræddur og heyktist niður undir garðinn og kvað Þórð genginn upp í hlíðina við annan mann. Össur mælti: „Illt er að eiga þræl að einkavin,“ og laust hann öxarhamarshögg, svo að hann lá í svíma. Síðan runnu þeir upp í hlíðina. Þá mælti Þórður við Eyvind: „Menn koma neðan í hlíðina, og kenn i eg þá gerla; þar er Össur kom- inn og vill enn hafa minn fund. Nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.