Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 141
141
HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU
4 Garðshvammur er glatað örnefni, og er sérstakt rannsóknarefni hvar hann er.
5 Af sögubrotinu má ráða að Eyvindur hafi verið Kálfsson, og þá líklega sonur Kálfs á Kálfs-
stöðum. Sagan segir að hann hafi verið mágur Þórðar, og hefur Ólöf þá líklega verið systir
Eyvindar og þá Kálfsdóttir, en ekki Hrolleifsdóttir eins og segir í heilu sögunni.
situr fyrir Þórði við 19. mann, þegar
hann kemur frá veislunni. Fyrirsátin
var „þar sem heitir Garðshvammur,
skammt frá bænum í Viðvík.“ 4 Níu
menn létust af Össuri, en fimm af
fylgd armönnum Þórðar. Össur varð
óvígur af sárum, en varð græddur af
Þorgrími bónda í Ási. Þórður fór heim
með Þórhalli og tókst húsfreyju að
græða sár hans. Um vorið fór Þórður
til skálasmíði í Flatatungu, „það er
ofarlega í Skagafirði.“ Össur á Þverá
fór þá enn að honum, en án árangurs.
Þórður lauk við skálasmíðina, og fékk
fylgd að „Miklabæ í Óslandshlíð;
tekur Þórhallur vel við Þórði, en hús-
freyja betur.“ Nú dregur enn til tíð-
inda.
Það var einn morgun fyrir jól, að
Þórður vildi fara að sjá hest sinn
Sviðgrím. Hann stóð með fjórum
hrossum. Þórhallur bað Þórð bíða og
fara þremur nóttum síðar, – „því að
eg vilda áður færa hey mín úr stakk-
görðum.“ Þórður bað hann ráða, – „en
ekki kemur mér á óvart, að vér mun-
um mönnum eiga að mæta.“ … Við
tal þeirra var staddur einn umrenning-
ur. Hann kastar fótum undir sig og
kemur um kveldið til Þverár. Össur
spurði hann tíðinda eða hvaðan hann
væri að kominn. Hann kveðst engin
kunna tíðindi að segja, – „en á Mikla
bæ í Óslandshlíð var eg í nótt.“ Öss-
ur segir: „Hvað hafðist Þórður hreða
að, kappinn?“ Sveinninn segir: „Víst
máttu það til segja, að hann sé kappi,
svo sneypilega sem þú hefir fyrir hon-
um farið; en ekki sá [eg] hann gera,
utan hann hnauð hugró [hnoðaði efra
hjalt] á sverði sínu. En það heyrða eg
Þórhall segja, að þeir mundi færa hey
úr görðum innan þriggja nátta.“ Öss-
ur segir: „Hversu margmennir mund u
þeir vera?“ Sveinninn svarar: „Eigi
fleiri en Þórður og Eyvindur og Þór-
hallur.“ „Vel segir þú, sveinn,“ segir
Össur. Síðan kvaddi hann til ferðar
með sér tólf menn og reið út í Ós-
landshlíð.
Þennan sama morgun ríða þeir
Þórður heiman og Eyvindur5 og Þór-
hallur. Þórður bað Eyvind hafa vopn
sín, kvað því ekki ofaukið. Hann
gerði svo. Þeir ríða út í Sviðgríms
hóla. Þá mælti Þórður: „Það vil eg,
Þórhallur, að þú sért hér eftir, en við
Eyvindur skulum leita hrossanna upp
í hálsinn.“ Þórhallur bað hann ráða.
Þeir gengu upp í hlíðina. Snjór var í
hlíðinni og harðfenni víða. Össur
kem ur að garðinum og þeir tólf sam-
an og slá hring um Þórhall og brugðu
vopnum sínum og báðu mannfýluna
segja til Þórðar. Þórhallur varð ógur-
lega hræddur og heyktist niður undir
garðinn og kvað Þórð genginn upp í
hlíðina við annan mann. Össur mælti:
„Illt er að eiga þræl að einkavin,“ og
laust hann öxarhamarshögg, svo að
hann lá í svíma. Síðan runnu þeir upp
í hlíðina. Þá mælti Þórður við Eyvind:
„Menn koma neðan í hlíðina, og
kenn i eg þá gerla; þar er Össur kom-
inn og vill enn hafa minn fund. Nú