Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 145

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 145
145 HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU Ósland var upphaflega mjög stór jörð, en á síðari öldum hefur þremur jörðum verið skipt úr henni, þ.e. Brekku koti, Undhóli og síðast Mel- stað. Óvíst er hvort Tumabrekka (Brekka) var í öndverðu hluti af Ós- landi. Hins vegar er nokkuð ljóst, ef litið er á landamerkjakort, að Mið- húsum hefur verið skipt út úr Tuma- brekku fyrir ævalöngu. Í sögunni kemur fram, að Ketill bónd i, sem gaf Þórði hestinn Sviðgrím, „bjó inn frá Óslandi“. Líklega hefur hann búið nær Óslandi en Miklabæ, fyrst svo er tekið til orða. Og átthagar hestsins Sviðgríms hafa þá væntanlega verið í grennd við Ósland. Bústaður Össurar er í sögunni oftast nefndur Þverá, en einu sinni Grund, hefur það verið nefnt sem dæmi um rugling á örnefnum. Við Þverá í Blöndu hlíð er eyðibýlið Ysta-Grund, sem í heimildum frá 1340 og 1388 er kölluð Þverárgrund.8 Kristian Kålund segir að munnmæli í Skagafirði tengi Össur við Ystu-Grund: þar er Össurarlögrétta, ferhyrnd tóft, um 12 faðmar á hvern veg, og Össur- arhóll. Talið er að Grund og Þverá hafi upphaflega verið ein jörð, og öruggt má heita, að Þverá hafi fyrst síðar runnið milli bæjanna; upphaf- lega hefur hún beygt til suðurs milli Grundar og næsta bæjar fyrir austan, Frostastaða. Þetta hefur vakað fyrir söguritara og valdið því sem virðist mótsögn í frásögunni um bústað Öss- urar, ef til vill hefur aðalbærinn verið fluttur snemma frá Grund til Þverár. (Kristian Kålund 1986:57).9 Allir sem um Þórðar sögu hafa fjallað í seinni tíð, líta svo á að Sviðgríms- hólar séu gamalt nafn á Sviðnings- hólum. En hvað fær menn til að draga slíka ályktun, annað en viss líkindi með nöfnunum? Þórðar saga hreðu er talin rituð um miðja 14. öld (um 1350), og má búast við að hún sé heimild um þau örnefni sem þá tíðk- uðust. Elsta dæmi um bæjarnafnið Sviðning er í ráðsmannsreikningum á Hólum í Hjaltadal 1388, þ.e. um 30– 40 árum eftir að sagan er rituð. Þar segir: „af Suidninghi“, þ.e. af Sviðn- ingi.10 Fyrst jörðin hét Sviðningur á þeim tíma, verður að teljast afar líklegt að hólarnir hafi þá heitið Sviðnings- hólar, ekki Sviðgrímshólar. Því hlýtur það að koma til alvarlegrar athugunar að Sviðgrímshólar séu ekki innan við Sviðning, heldur á allt öðrum stað. Raunar viðurkennir Jón Árni Friðjóns- son það, þegar hann segir: „Í rauninni er fátt í frásögn sögunnar sem stað- festir að raunverulega sé átt við Sviðn- ingshóla, en um það hefur mönnum þó ekki blandast hugur“.11 Þarna á hann við síðari tíma munnmæli og umfjöllun fræðimanna. Þegar þeir Þórður fara frá Miklabæ í 8 Hjalti Pálsson (2007:90, 97–98 og 110–111). 9 E.t.v. ber það vott um staðþekkingu höfundar að Össur sé bæði talinn búa á Þverá og Grund. Eins og fram kemur hjá Hjalta Pálssyni (2007: 97–103), fór Þveráin að sverfa úr Lögréttunni eftir 1990, og er nú tæpur helmingur hennar eftir. Að sögn Hjalta kannast heimamenn ekki við að hún sé kennd við Össur, og eiga alþýðufræðimenn 19. aldar e.t.v. hugmyndina að því. Össurarhóll mun vera glatað örnefni. 10 Íslenzkt fornbréfasafn (III:410). 11 Jón Árni Friðjónsson (2008:129).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.