Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 147
147
HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU
landamerki Miðhúsa og Grafar og ætti
þessi klettur þá að heita Syðstiklettur,
skv. örnefnalýsingum. Þriðji klettur-
inn er um 140 m sunnan við Syðsta-
klett, en hann er lítilfjörlegur og
brekka niður í Grófina báðum megin
við hann. Skammt sunnan við hann er
í Grófinni melhryggur, um 40 m
lang ur, sem heitir Snorrabæli. Þar á að
vera heygður einhver Snorri og skipi
hvolft yfir hann.13 Um Háaklett má
segja, að þar sé hin mesta mannhætta
ofan að fara.
Næst er að svipast um eftir Svið
gríms hólum. Austan við Grófina er
hólasvæði neðst í Stafshólsöxlinni mill i
Miðhúsa og Stafshóls. Þessir melar eru
að mestu í Tumabrekkulandi, en ná
einnig inn í land Grafar. Stærsti mel-
urinn heitir Hastur og er í ungum
söguþætti kenndur við Þóri hast land-
námsmann í Gröf, sem á að vera
heygður þar.14 Hastur er neðan við
veginn, sem liggur yfir öxlina frá
Miðhúsum að Stafshóli í Deildardal.
Kringum hann eru nokkrir melkollar,
flestir nafnlausir, nema Efri-Grófar-
melur sem er við landamerki Grafar,
við Grófina. Væntanlega er Neðri-
Grófarmelur þar fyrir neðan. Nyrst á
Hasti er toppmyndaður hóll með
vörðu efst, sem stendur hjá stórum
Hólasvæðið norðan í Stafshólsöxlinni, Hastur fyrir miðju, Grófin í forgrunni.
Ljósm.: Sigurjón Páll Ísaksson, 2008.
13 Snorrabæli er nú stundum kallað Skipið, að sögn Jóhannesar Sigmundssonar. Spurning er hvort
í örnefninu Snorrabæli lifi vísbending um forna dys á þessum slóðum. Snorri getur merkt „hinn
ófriðsami“. Snorrabælið virðist vera hrein náttúrusmíð.
14 Þóris þáttur hasts og Bárðar birtu (1947:357), þar segir: „Sumir segja hann liggja í hól þeim,
er við hann er kenndur og kallaður er Hastur, en nú Hestur.“ Þátturinn er talinn eftir Jón Þor-
láks son (1644–1712), son Þorláks Skúlasonar Hólabiskups, en Gröf var á 17. öld í eigu þeirrar
fjölskyldu. E.t.v. hefur Jón byggt þáttinn á gömlum munnmælum eða þjóðsögum frá Gröf.