Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 153
153
JÓN ÓLAFSSON ÚR GRUNNAVÍK
UM FORNMANNAHAUGA
OG UM FORNMANNAFÉ
____________
Jón ólafsson (1705–1779) Grunn-
víkingur skrifaði margt um dagana,
m.a. tók hann saman rit sem hann
kall aði: Um fornmanna hauga nokkra,
kumla og dysjar á Íslandi og í Norvegi.
Efninu er að mestu skipt eftir hér-
uðum. Íslenska gerðin virðist aldrei
hafa verið prent uð, en meginhluti rits-
ins, í danskri þýðingu Jóns, var birtur
í Antiqvar iske Annaler II (Kbh. 1815:
159–192). Jón Helgason prófessor
fjallar um þetta rit í bók sinni um Jón
Ólafsson, og sýnir fram á að það sé
samið um 1753.1
Þessi samantekt Grunnavíkur-Jóns
er varðveitt í nokkrum handritum,
m.a. AM 434 fol., BUH Additamenta
44 fol. og JS 90 4to, og er hið síðast-
nefnda uppskrift frá því um 1875,
með nokkrum lagfæringum á efnis-
skipun. Uppskriftin var gerð fyrir Jón
Sigurðsson forseta og að hluta af hon-
um sjálfum, líklega með útgáfu í
huga, en ekkert varð af útgáfunni. Í
síðutitlum stendur: Um fornmanna
hauga og um fornmannafé, og er sú yfir-
skrift notuð hér sem fyrirsögn.
Jón Ólafsson var að mestu alinn upp
í Húnavatnssýslu. Hann kom með
móður sinni til Miðfjarðar fjögurra ára
gamall, 1709, fór síðan í fóstur til Páls
lögmanns Vídalíns í Víðidalstungu
1712 og var þar að mestu til 1726, að
hann fór til Kaupmannahafnar. Hann
var aftur á Íslandi 1743–1751, lengst
af skrifari hjá Bjarna Halldórssyni
sýslu manni á Þingeyrum. Jón var í
Hólaskóla 1720–1722, og kom þar
síðar, og hefur því haft nokkur kynni
af Skagafjarðarsýslu. Hins vegar er
ljóst að hann hefur verið kunn ugri í
Húnaþingi, enda eyðir hann mun
meira rúmi í sagnir af því svæði.
Legstaður Þórðar hreðu
Í kaflanum um Húnavatnssýslu er
minnisgrein um haug Þórðar hreðu,
sem bjó um tíma á Stóra-Ósi í Mið-
firði. Greinin ætti þó frekar heima
und ir Skagafjarðarsýslu, enda er haug-
urinn þar. Minnisgreinin hljóðar svo:
Á Miklabæ í Óslandshlíð, hér um
1730, gróf maður nokkur [síra Gissur
1 Jón Helgason: Jón Ólafsson frá Grunnavík, Kmh.1926:264–267.