Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 154

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 154
154 SKAGFIRÐINGABÓK Eiríksson] til í legstað Þórðar hreðu, og fann þar steinlagða gröf, almenni- lega lánga, og fáein stykki af manna- beinum. Herðarblað var þar mest heilt. Þar var og að finna hér um spann arlángan spotta af gagnryðguðu járni, er ei varð lengra en almennur duggarabandsprjónn, þá af var skafið ryðið, en í því var eitt hið besta stál. Þessi uppgröftur var hér um Anno 1730. Menn þykjast til vissu vita að Þórður hreða, sem sagan er um, og fyrr bjó á Stóra-Ósi í Miðfirði, og síðan á nefndum Miklabæ, hafi legið þar jarðaður. Þórður dó í heiðni, eitt- hvað hér um Anno 934 eður 940 til að geta. Á spássíu stendur: Legstaður Þórðar hreðu. Séra Gissur Eiríksson (um 1682–1750) var dæmdur frá prestskap 1720, og bjó embættislaus á Krossi í Óslandshlíð og á Sleitustöðum fram undir 1732. Kona hans, Guðfinna Bergþórsdóttir, var frá Þverá í Blöndu- hlíð. Gissur var sagður skarpgáfaður, en hirðulaus um embætti sitt. Hliðstæður texti um haug Þórðar hreðu er í bók Páls Vídalíns, Skýringar yfir fornyrði lögbókar (Rvík 1846– 1854:43), og er hann tekinn upp í grein Jóns Árna Friðjónssonar: „Þórður hreða í Kolbeinsdal“, í Skagfirðingabók 31, s. 130. Þar kemur fram að grafið hafi verið í hauginn 1723 eða 1724. Kristian Kålund endursegir efni þess- ara texta í riti sínu Íslenskir sögustaðir III (Rvík 1986:64), neðanmáls, en ekki er vitað til að frásögn Grunna- víkur-Jóns hafi birst orðrétt áður. Kaflinn um Skagafjarðarsýslu Í þessu riti Jóns er stuttur kafli um hauga í Skagafjarðarsýslu. Fyrri hlut- inn fjallar um hauga við Skagfirðinga- veg, þ.e. við veginn yfir Stórasand og Arnarvatnsheiði, og eru þeir því utan héraðs. Kaflinn hljóðar svo: Á Sand-vegi, sem liggur hjá Arnar- vatni ofan að Spjaldhaga2, vestanfram í Skagafirði, er fram undan Svartár- drögum, fram við jökla, hæð nokkur sem kölluð er Heketilshaugur3. Á hon um veit eg öngva grein að gjöra. Dysin eftir tvo feðga í brekku einni, sunnan til áður en kemur að Atlalæk, er sögð vera eftir tvo feðga, er dóu í verferð.4 Og fyrir sunnan Syðri-Sand- fellskvísl, við Dauðsmannskvísl, er dys.5 Segja menn bóndinn í Víðidals- tungu einhver forðum hafi þar drepið sauðamann sinn með klaufhamri. Á sömu Arnarvatnsheiði er skammt fyrir sunnan Leggjabrjót, fyrr en kem- ur í Hvannamóa, á vinstri hönd þá suður er farið, hæð ein sem kallast 2 Spjaldhagi er forn þingstaður við Grund í Eyjafirði. Líklega er hér átt við Gilhaga á Fremri- byggð í Skagafirði. 3 Í handriti og í Antiqvariske annaler (II:176) stendur ‘Heketilshaugur’, en það hlýtur að vera mislestur fyrir ‘Véketilshaugur’. Getið er um Vékelshauga í Landnámu, sóknalýsingum og víðar. Þeir eru á Eyvindarstaðaheiði, við Kjalveg skammt norðan við Haugakvísl, og eru því ekki fram við jökla. Haugarnir eru tveir, með nokkur hundruð metra millibili. Haugakvísl dregur nafn af þeim. 4 Atlalækur rennur í Arnarvatn stóra á Arnarvatnsheiði. 5 Dauðsmannskvísl er efsti hluti Víðidalsár. Norðan við hana er Suðurmannasandfell, sem Syðri- Sandfellskvísl er kennd við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.