Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 154
154
SKAGFIRÐINGABÓK
Eiríksson] til í legstað Þórðar hreðu,
og fann þar steinlagða gröf, almenni-
lega lánga, og fáein stykki af manna-
beinum. Herðarblað var þar mest
heilt. Þar var og að finna hér um
spann arlángan spotta af gagnryðguðu
járni, er ei varð lengra en almennur
duggarabandsprjónn, þá af var skafið
ryðið, en í því var eitt hið besta stál.
Þessi uppgröftur var hér um Anno
1730. Menn þykjast til vissu vita að
Þórður hreða, sem sagan er um, og
fyrr bjó á Stóra-Ósi í Miðfirði, og
síðan á nefndum Miklabæ, hafi legið
þar jarðaður. Þórður dó í heiðni, eitt-
hvað hér um Anno 934 eður 940 til
að geta.
Á spássíu stendur: Legstaður Þórðar
hreðu. Séra Gissur Eiríksson (um
1682–1750) var dæmdur frá prestskap
1720, og bjó embættislaus á Krossi í
Óslandshlíð og á Sleitustöðum fram
undir 1732. Kona hans, Guðfinna
Bergþórsdóttir, var frá Þverá í Blöndu-
hlíð. Gissur var sagður skarpgáfaður,
en hirðulaus um embætti sitt.
Hliðstæður texti um haug Þórðar
hreðu er í bók Páls Vídalíns, Skýringar
yfir fornyrði lögbókar (Rvík 1846–
1854:43), og er hann tekinn upp í
grein Jóns Árna Friðjónssonar: „Þórður
hreða í Kolbeinsdal“, í Skagfirðingabók
31, s. 130. Þar kemur fram að grafið
hafi verið í hauginn 1723 eða 1724.
Kristian Kålund endursegir efni þess-
ara texta í riti sínu Íslenskir sögustaðir
III (Rvík 1986:64), neðanmáls, en
ekki er vitað til að frásögn Grunna-
víkur-Jóns hafi birst orðrétt áður.
Kaflinn um Skagafjarðarsýslu
Í þessu riti Jóns er stuttur kafli um
hauga í Skagafjarðarsýslu. Fyrri hlut-
inn fjallar um hauga við Skagfirðinga-
veg, þ.e. við veginn yfir Stórasand og
Arnarvatnsheiði, og eru þeir því utan
héraðs. Kaflinn hljóðar svo:
Á Sand-vegi, sem liggur hjá Arnar-
vatni ofan að Spjaldhaga2, vestanfram
í Skagafirði, er fram undan Svartár-
drögum, fram við jökla, hæð nokkur
sem kölluð er Heketilshaugur3. Á
hon um veit eg öngva grein að gjöra.
Dysin eftir tvo feðga í brekku einni,
sunnan til áður en kemur að Atlalæk,
er sögð vera eftir tvo feðga, er dóu í
verferð.4 Og fyrir sunnan Syðri-Sand-
fellskvísl, við Dauðsmannskvísl, er
dys.5 Segja menn bóndinn í Víðidals-
tungu einhver forðum hafi þar drepið
sauðamann sinn með klaufhamri.
Á sömu Arnarvatnsheiði er skammt
fyrir sunnan Leggjabrjót, fyrr en kem-
ur í Hvannamóa, á vinstri hönd þá
suður er farið, hæð ein sem kallast
2 Spjaldhagi er forn þingstaður við Grund í Eyjafirði. Líklega er hér átt við Gilhaga á Fremri-
byggð í Skagafirði.
3 Í handriti og í Antiqvariske annaler (II:176) stendur ‘Heketilshaugur’, en það hlýtur að vera
mislestur fyrir ‘Véketilshaugur’. Getið er um Vékelshauga í Landnámu, sóknalýsingum og
víðar. Þeir eru á Eyvindarstaðaheiði, við Kjalveg skammt norðan við Haugakvísl, og eru því
ekki fram við jökla. Haugarnir eru tveir, með nokkur hundruð metra millibili. Haugakvísl
dregur nafn af þeim.
4 Atlalækur rennur í Arnarvatn stóra á Arnarvatnsheiði.
5 Dauðsmannskvísl er efsti hluti Víðidalsár. Norðan við hana er Suðurmannasandfell, sem Syðri-
Sandfellskvísl er kennd við.