Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 169
169
SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR
1838), sem nokkur saga er af. Bjarni
var söngmaður góður. Þeir bræður
áttu til kunnra söngmanna að telja í
ættir aftur. Líkt má segja um konu
BorgarBjarna, Guðrúnu Þorsteins
dóttur (1798–1874). Út af þeim hjón
um, Bjarna og Guðrúnu, er komið
margt tónlistarmanna. Hér skulu að
eins nefnd tónskáldin Pétur Sigurðs
son (1899–1931), Eyþór Stefánsson
(1901–1999) og Stefán Islandi (1907–
1994) óperusöngvari.51
Ungu hjónin bjuggu fjögur fyrstu
hjúskaparárin í Winnipeg við lítil
efni, en nokkra ómegð. Þaðan fluttust
þau í Akrabyggð í NorðurDakota.
Stephan G. Stephansson ritar Eggerti
Jóhannssyni ritstjóra í febrúarbyrjun
1909. Stephan fór í upplestrarferð um
byggðir Íslendinga og var vel fagnað:
Svo var mér fagnað með veizlum,
ræðuhöldum og á Wynyard með nýju
lagi við eitt kvæði mitt, sem Helgi
Helgason hafði ort.52
Hér er trúlega átt við Sigurð Helga
son, en ekki föður hans, sem einnig
var vestra á þessum árum, og að því er
hiklaust látið liggja í skýringum við
Bréf og ritgerðir, að átt sé við Sigurð
(Helga Sigurð) Helgason, og umrætt
kvæði sé Jón Sigurðsson, en vissa er
fyrir, að Sigurður Helgason gerði lag
við það kvæði. Lag Sigurðar við kvæði
Stephans mun fyrst hafa verið flutt
opinberlega á samkomu í Wynyard.
Stephani hefur því vart verið nýnæmi
að heyra „nýja lagið“, tveim árum síð
ar.53 Stephan ritar Helgu konu sinn i
svo 19. júlí 1911:
Á sunnudaginn vorum við öll á Mark
erville. Fanney til að syngja, ég til að
heyra nýja lagið Sigurðar við „Jón
Sigurðsson“ minn. Helgason mæltist
til, að ég hlustaði á það, þegar við
sáumst í Innisfail, daginn sem þú
fórst. Ekki hef ég vit á fegurð lagsins,
en mér fannst hann breyta vel um
hljóm eftir efni, og ekki er það létt
meðfarið, þó það stökkvi hvorki til
takanlega hátt né lágt, né skjálfi um
samrunnar nótur. Það er gert fyrir
karlmannaraddir, og allar vísurnar
fjórar sungnar í kviðusöng, fyrr er
lagið ekki á enda.54
Stephan skrifar Eggerti Jóhannssyni
11. maí 1911:
Já, Sig. Helgason tók hér land. Jónas
á Markerville Jónsson læknis Jónas
sonar læknis á Syðravatni er mágur
hans og réð þessu. Sigurður mun fé
lítill. Mun ekki hafa bragðað vín í 2
til 3 ár samt. Hann kemur með lúðra
frá Winnipeg fyrir flokk hér, og ég
verð feginn, því baul er betri skemmt
un en sumir dansar.55
Af ummælum Stephans má marka, að
Sigurður hafi um skeið verið hneigður
til öls, hvað sem síðar kann að hafa
verið.
Sigurður var vörpulegur maður, sem
var glaður á góðri stund og hafði lag á
að hrífa aðra með sér, gerðist þá hrókur
alls fagnaðar. Á efri árum varð hann
„silfurhvítur fyrir hærum, bjartur yfir
litum og virðulegur“.56
Sigurður Helgason og Ingibjörg Jóns
dóttir eignuðust sex börn, þrjá sonu
og þrjár dætur. Tvær dætranna misstu
þau á barnsaldri. Börnin, sem upp
kom ust, hétu: Helgi, Josephine Alice,
Jónas Sigurður og Leo Jón. Þau þóttu