Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 170

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 170
170 SKAGFIRÐINGABÓK öll hin mannvænlegustu. Helgi gat sér orð fyrir uppgötvanir.57 Árið 1926 skildu hjónin. Sigurður stundaði … nám í raddþjálfun, hljómfræði og tónskáldskap, bæði hjá prívat kennurum og síðar við „Poly­ technic Institute of Los Angeles, Cal.“ Hann tók kennarapróf og heldur kenn araleyfi í Washington ríkinu.58 Sigurður virðist hafa verið allreikull í ráði framan af ævi. Trúlega má kenna það málarastarfinu að nokkru, því að hann varð oft að leita sér vinnu langt að. Og söngmálin tóku drjúgan tíma. Þar reyndist hann alltaf við sama hey­ garðshorn. Stephan G. víkur aftur að Sigurði í bréfi í júní 1911: Hér er nú Sigurður Helgason söng­ skáld. Má nú bráðum messa með „fögr um söng og salteríum“, þarf ekki að láta hvítvoðung skæla í org­ elið, eins og þú manst kannske eft­ ir.59 Sumarið 1911 þornaði varla á strái dögum saman „og rosahvasst á milli – reglulegt september veður“, ritar Stephan G. konu sinni síðast í júlí 1911. Og skáldið bætir við: „Sigurður Helgason var við og við að mála skólahúsið með strák sínum. Þeir borða hér og hafa gist eina nótt“.60 Hinn 1. nóvember 1911 er Sigurður farinn úr sveitinni. Málningarvinna hans hefur verið stopul vegna tíðar­ fars.61 Stephan skrifar þá Jónasi Hall: Heyrðu, Jónas minn, – mig langar að spyrja þig – þú veizt margt um söng­ kennslu þarna eystra, eða getur vitað. Ég held önnur eldri telpan mín hafi nokkra rödd. Væri svo, ætti hún að fá einhverja tilsögn, ef ég gæti. Hér er það ómögulegt, því ég meina munn­ legan söng. Sigurður Helgason gekk hér úr vistinni fljótt. Ég ætlaði að reyna að nota hann. Er nokkur vegur eystra, annar en afar­dýr, svo þú vitir? Viltu hugleiða það fyrir mig og senda mér línu um það við hentugleika og í hljóði?62 Hinn 1. janúar 1912 skrifar Stephan Jónasi aftur: Það getur tæplega orðið, að telpan mín komi austur þennan vetur. Marg t bagar. Svo er hálf­von á Sig. Helga­ syni hingað í vetur, líklega þó bara hringlandi. En ég er að hugsa um þetta með framtíðinni, ef ég réði við horf og hagi. Þakka þér kærlega fyrir þitt til­lag í þessu. Satt að segja heyri ég lélega látið af söngkennslu í Wpg., sögð vera kennd með „franska laginu“ aflagaða, sem átti að vera vísindi, en var heimska, sem sé að „belja skjálf­ raddað“. Víst er það, að hér er íslenzk stelpa, auðvitað ósöng­skóla­gengin, en árs vinnukona í Winnipeg, og nú dinglum­raddar hún svona. Ég hefi bölvun af því.63 Þegar hér er komið sögu, hefur Sig­ urður samið sitt fyrsta – og kunnasta – lag: Skagafjörður, við kvæði Matthí­ asar, sem áður er fjallað um. Þrátt fyrir mikla viðleitni greinarhöfundar, hefur honum ekki tekizt að leysa gátuna um, hvaða ár lagið var samið. Hann veit ekki til, að síra Matthías hafi nokk urn tíma minnzt á það á prenti né heldur Stephan G., þó er vissa fyrir því, að Sigurður hafði samið lagið um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.