Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 183
183
um hvar við værum staddir þegar
þarn a var komið, en er við komum út
úr dalnum sáum við til sjávar og héld
um um stund að við værum staddir í
Gljúfurárdalnum á milli Ásgeirs
brekku og Hofstaðasels. Þarna var far
ið að birta af tungli en grimmdarfrost
og náðum við fljótlega áttum og tók
um stefnuna á Hjaltastaði.
Í hólunum hérna utan við Hvamm
valt ég útaf í snjóinn og ætlaði varla að
hafa mig á fætur svo þreyttur var ég.
En hugsunin um að sýna það og sanna
að þetta ferðalag væri ekkert mál,
ásamt lönguninni að komast heim, rak
mig á fætur og í Hjaltastaði komum
við um kvöldmatarleytið.
Eins og ég gat um höfðu aðrir skóla
piltar, m.a. Sigurður Jónsson á Reyni
stað, sagt frá fyrirætlunum okkar er
þeir komu til síns heima, og var búið
að hringja út boð um að fara að leita, á
þá bæi sem sími var á, en þá var kom
inn sími í Réttarholt í ÚtBlönduhlíð
inni. Þetta fréttum við á Hjaltastöðum
og dvöldum því stutt við þar, en hröð
uðum okkur í Réttarholt til að stöðva
leitina. Þar sögðum við af ferðum okk
ar, þáðum mjólk í hressingu en skund
uðum af stað síðasta áfangann því nú
var mjög farið að líða að háttatíma og
við Pétur eftir að fara yfir Vötnin.
Fram an við Dalsána á móts við Mikley
skildu leiðir okkar við Hólmstein, sem
hélt áfram í Þorleifsstaði. Ekkert höfð
um við nú almennilegt í hendi til að
prófa fyrir okkur ísinn á Vötnunum
sem á voru vakir hér og þar. Þó höfðum
við fundið kassafjöl neðan við Syðstu
Grund, og með og á henni komumst
við heilu og höldnu yfir.
Það var komið langt fram yfir hátta
tíma þegar við komum heim í Stokk
hólma eftir þetta ferðalag, sem
mörgu m þótti lítt ígrundað hjá ung
ling unum. Okkur sjálfum fannst á
hinn bóginn ekkert mikið til þess
koma og vorum alla tíð vissir um að
við kæmumst alla leið, enda vanir
slarki og léttir á okkur. Eitt er þó við
þetta ferðalag sem ég hef aldrei gleymt
og man ennþá, jafnvel núna, þrátt fyrir
að öll þessi ár séu liðin. Er við gengum
inn bæjargöngin í torfbænum í Stokk
hólma tók á móti okkur kunnugleg
moldarlyktin og henni gleymi ég
aldrei, lyktinni heima!!
Því er svo við þessa frásögn að bæta, að
að afloknu jólafríi vildu þeir bræður
fara sömu leið til baka að Hólum svo
öll um mætti vera ljóst að engin áhætta
fælist í þesskonar ferðalagi. Voru þeir
þess fullvissir að gerðu þeir það og
gengju síðan beint á fund Kristjáns
skólastjóra, þá fengju þeir fulla fyrir
gefningu á að fara af staðnum í leyfis
leysi. Hólmsteinn slóst aftur í för með
þeim bræðrum og þar sem þeir höfðu
mikinn farangur meðferðis þá fylgdi
faðir Steina og Péturs, Sigurður í
Stokk hólma, þeim fram Ranghalann
og upp á fjallið þar sem leiðir skildu.
Gerðu þeir piltar síðan eins og um var
rætt, gengu beint að finna Kristján
skólastjóra sem tók þeim vel og þótti
mikið til ferðalags drengjanna koma,
enda var hann sjálfur kappsmaður til
allra hluta og hefur sjálfsagt skilið
löngum þeirra að komast sem fyrst
heim.
Nokkrum árum síðar fóru þeir bræður
sömu leið frá Stokkhólma og á þorra
blót á Hólum. Vildi þá ekki betur til
er þeir koma fram á brún Hvamms
HEIM Í JÓLAFRÍ 1935