Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 5
aukning varð á fæðingum veik- burða og skaddaðra barna að því er þeirra tíma fróðir menn töldu. Á þessum sama tíma voru þó önnur lífsskilyrði tiltölulega góð og lítið um farsóttir. Á 19. öldinni kemur fram í skýrsl- um að athuganir, sem gerðar voru á börnum drykkjusjúkra kvenna, sýndu aukna tíðni flogaveiki, and- vana fæðinga og ungbarnadauða. Þessar niðurstöður nýttu síðan kirkjunnar menn sér óspart til sönnunar því að syndir feðranna bitnuðu á börnunum um ókomin ár. Árið 1899birtirW. Sullivan,25geð- læknir í fangelsi í Liverpool, niður- stöður nákvæmra rannsókna sem hann gerði á 600 börnum 120 drykkjusjúkra kvenna. Til saman- burðar tók hann 28 konur sem ekki neyttu áfengis en voru ættmenni hinna. Niðurstöður Sullivans voru þær að tala andvana fæddra barna var 2,5 sinnum hærri hjá þeim drykkjusjúku. í niðurstöðum Sulli- vans kom það einnig fram að drykkjusjúkar konur, sem áður höfðu fætt sködduð börn andlega og/eða líkamlega, eignuðust síðar heilbrigð börn ef þær dvöldu allan meðgöngutímann í yernduðu um- hverfi fangelsisins þar sem þeim var haldið frá víni. Það virðist sem rannsóknir Sullivans hafi ekki vakið tilskilda athygli þegar þæf birtust og var málið því ekki rann- sakað frekar á þeim tíma. Rannsóknir á áfengisáhrifum á fóstur manna Hvaða áhrif hefur áfengisdrykkja móður á meðgöngutíma á fóstrið? Menn hafa velt þessari spurningu fyrir sér lengi. Það er þó ekki fyrr en allra síðustu ár að markvissar rannsóknir hafa verið gerðar víða um heim. í tímaritinu Lancet 1973" er í fyrsta sinn sett fram og skilgreind sjúkdómsgreiningin FáS. Börn framtíðarinnar eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að þeirri mikilvœgu vitneskju sem fyrir hendi er nú þegar sé ekki komið á framfœri til verðandi foreldra. Þannig verða þeir og allir aðrir sem þetta mál varðar fcerari um að búa börnunum sem bezta framtíð. 1. Vaxtarseinkun. 2. Truflanir á starfsemi miðtauga- kerfis. 3. Óeðlilegt svipmót og andlits- bygging ásamt meðfæddum líf- færagöllum. Vaxtarseinkanir koma fram bæði á fósturskeiði og hjá ungabarninu. Truflanir á miðtaugakerfi koma aðallega fram í formi óróleika, slappleika í vöðvum, skjálfta (tremor), seinkaðs andlegs og lík- amlegs þroska, lélegrar samhæfing- ar vöðva og skorts á einbeitingu. Andlitsbygging og höfuðlag er óeðlilegt. Augnrifur eru þröngar og augnlokin slapandi. Enni er mjótt. Miðandlit er vanþroska, nefið stutt og uppbrett. Efri vörin er þunn vegna vanþroska á efri kjálka og neðri kjálkinn og hakan eru lítil. Meðfæddir líffæragallar koma fram í augum, eyrum og munni. Hjarta- gallar eru mjög algengir. Einnig koma fram gallar í þvag- og kyn- færum. Æðaflækjur í húð og gallar í vöðvum og stoðkerfi koma einnig fram (sjá myndir bls. 7). í Cleveland, Ohio, árið 1980 gerðu R. J. Sokol o. fl.23 umfangsmikla rannsókn þar sem athugaðir voru drykkjusiðir 12.127 þungaðra kvenna. Þar kom fram að 204 konur neyttu svo mikils áfengis að þær fengu sjúkdómsgreininguna alkohólistar. Þessar drykkjukonur voru ekkert frábrugðnar öðrum konuni hvað varðaði litarhátt og uppeldi. Hjá þessum konum fannst marktæk aukning á fósturlátum, vansköpun og of léttum nýburum. í fæðingu var meiri hætta á fylgjulosi og sýkingu. Fimm af þessum ný- burum höfðu FAS einkenni sam- kvæmt skilgreiningu rannsakenda. Önnur rannsókn var gerð í maí 1974 við Boston City Hospital (sjá töflu). T. Quelletto E. M. o. fl.19 rannsökuðu 633 ófrískar konur. Sjúklingunum var skipt í 3 hópa. Ofdrykkjukonur töldust þær sem drukku 5-6 glös a. m. k. einu sinni í mánuði og lágmarksdrykkja á dag var 172 glas. Hófdrykkjukonur töldust allar þær konur sem drukku oftar en einu sinni í mánuði en náðu ekki mælikvarðanum of- drykkjukonur. Þriðji hópurinn voru konur sem notuðu áfengi sjaldnar en einu sinni í mánuði og drukku aldrei 5-6 glös í einu. Eftir að þessar konur fæddu, gerðu læknar mjög nákvæmar rannsóknir á 322 nýburum þeirra án þess þó að hafa neina vitneskju um drykkju- sögu kvennanna á meðgöngutíma. Af þessum mæðrum voru: HJÚKRUN ■/.. - 60. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.