Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 19
oft í gegnum svipuð stig og hinn deyjandi. Öll fræðsla til foreldra og oft annarra aðstandenda um með- ferðina og annan gang mála er lík- leg til að auðvelda þeim að dvelja hjá barninu undir lokin. Barninu þarf að skapa rólegt umhverfi og öll hlýja og snerting er styrkur fyrir það. Sjá þarf til þess að barnið þjá- ist sem minnst af verkjum. Fram- koma starfsfólksins þarf að vera einlæg og það þarf að sýna þolin- mæði og hlýju. Á slíkum stundum er æskilegt að takmarka sem mest þann fjölda starfsfólks sem annast barnið. Það er einnig okkar hlut- verk að styðja syrgjandi aðstand- endur. Umfram allt þarf þó að skapa hinu deyjandi barni sem frið- sælastan dauðdaga og draga úr allri ógn eftir föngum. Útskrift Gott er fyrir barnið að útskriftin sé því tilhlökkunarefni. Hægt er að ræða um heimkomuna við barnið (ef unnt er og heimferð fyrirsjáan- leg) þannig að það styrkist í trúnni á að komast heim aftur og finni að þess sé vænst með tilhlökkun heima fyrir. Útskriftin þarf að vera vel undirbúin og ef um eftirmeðferð er að ræða þarf hún að vera ákveðin og skipulögð. Foreldrar þurfa einn- ig aðstoð og því sjálfsagt að þeir fái viðtal við lækni og hjúkrunarfræð- ing varðandi allar nauðsynlegar upplýsingar, t. d. um eftirmeðferð og meðhöndlun heima fyrst í stað (og e. t. v. lengur). Ef vel er að út- skriftinni staðið ætti það að auka öryggiskennd foreldra sem koma heim með barn eftir veikindi, jafn- framt því sem öryggi barnsins eykst. Kennsla og fræðsla til for- eldra um þau eftiráhrif sem oft koma fram eftir heimkomuna eru ómissandi liðir í útskrift. Skapgerð margra barna breytist eftir heim- komuna. T. d. verða mörg þeirra mun kröfuharðari og ýmis atferlis- vandamál geta komið fram sem stafa af ótta og öryggisleysi. Þá brýst sorgin og reiðin, sem börnin hafa bælt á spítalanum, gjarnan út. Mörg börn sýna afturför í þroska t. d. á þann hátt að væta sig og hegða sér barnalegar en áður. Árásargirni getur komið fram sem afleiðing hræðslu og særinda. Svefntruflanir og martraðir eru al- gengar. Algengastar og alvarlegast- ar eru þessar afleiðingar hjá börn- um undir 5 ára aldri. Ef foreldrar eru ekki undirbúnir og þekkja ekki þessi viðbrögð er hætta á að þau í örvæntingu sinni bregðist við á rangan hátt. Umvandanir og skammir auka enn á öryggisleysi og ótta barnsins. Við þessar aðstæður er þörf barnsins fyrir hlýju og skiln- ing margföld. Bjóða ætti foreldrum að hafa samband við deildina, sem barnið lá á, ef eitthvað kemur upp á og veita þeim upplýsingar ef hægt er (7 [50-52] 1 [23-24]). Lokaorð Að gera efninu „Börn á sjúkrahús- um" skil virðist kannski í fljótu bragði létt verk og löðurmannlegt. Fljótlega urðu þó ljón á vegi mínum og má segja að fyrst hafi það verið takmörkun á blaðsíðufjölda. Þá varð að velja frá hvaða sjónarhorni efnið skyldi tekið fyrir innan þeirra marka sem blaðsíðufjöldinn setti. Ég ákvað að leggja mesta áherslu á áhættuhópinn innan 4 ára aldurs og þá aðallega með tilliti til þess hvernig mætti fyrirbyggja geð- tengslarof og andlegar truflanir af völdum sjúkrahúsvistar. Þrátt fyrir þessa afmörkun á efninu reyndist frekari niðurskurður nauðsynlegur og þegar kaflaskiptin voru orðin nokkuð ljós hefði hæglega mátt fjalla um hvern kafla á 15 blaðsíð- um. Útkoman varð því yfirborðsleg yfirferð þar sem reynt var að koma sem víðast við til að vekja athygli á efninu. Ég hef lítið gert af því að fjalla um sérstakar rannsóknir og þáttur hjúkrunarferlisins varð alveg útundan þótt mikilvægi hans sé augljóst í meðferð barna. Ég hef oft velt fyrir mér nauðsyn á samvinnu milli starfsfólks á sjúkra- húsum og foreldra vegna þess að ég tel að hún sé ein af aðalforsendum fyrir velferð barnsins á stofnuninni. Þrátt fyrir óvísindalega ritgerðar- smíð hef ég lesið talsvert um þessi mál og vonandi dýpkað skilning minn og þekkingu á meðferð barna að einhverju marki. Ég ætla að enda þessi skrif á orðum úr bókinni „Listin að elska“ eftir Erich Fromm: „/ augum flestra barna fyrir átta og hálfs- til tíu ára aldurs felast vanda- mál ástarinnar næstum einvörðungu í því að vera elskuð - að vera elskuð eins og þau eru. Ást barnsins segir: Ég elska þig af því að ég þarfnast þín“ (3 [44]). Verkefni úr NHS 1983. HEIMILDASKRÁ 1 Atli Dagbjartsson: Parfir foreldru, álagog aðlögun, Geövernd 1. tbl. 1981. 2 Feldman, Wulf: Hospitalspsykologi, Munksgárd 1979. 3 Fromm, Erich: Listin að elska. Jón Gunn- arsson þýddi, Mál og menning 1974. 4 Helga Hannesdóttir: Parfir sjúkra barna, grein afhent á blaðamannafundi 22. maí 1980. 5 Hendin, David: Death as a Fact of Life, Warner Paperback Library, New York 1979. 6 Kringler, Einar: Psykiatri, Universitets- forlaget, Oslo 1980, 3. útgáfa. 7 María Finnsdóttir: Börn á sjúkrahúsi, út- gefið af höfundi í Reykjavík 1979. 8 Robertson, James: Smábarn pá Sykehus, Universitetsforlaget, Oslo 1967. 9 Sigríður Björnsdóttir: Almennt rabb um creative therapy á barnasjúkrahúsum, grein afhent á námskeiði fyrir starfsfólk á sjúkrahúsum í art theraphy vorið 1980. 10 Símon Jóhann Ágústsson: Móðurvernd og föðurhandleiðsla, Geðvernd 1. tbl. 1979. Ýtarefni: Kúbler Ross, Elisabeth: On Death and Dying, Tavistock Publication Ltd. London 1976. Freiberg H., Selma: De magiske árene, Gyldendal Norsk Forlag, 5. útgáfa, Oslo 1973. HJÚKRUN '/m - 60. árgangur 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.