Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 22
urinn sé ekki sá að barninu líði neitt betur á eftir, heldur er það orðið tilfinningaiega og líkamlega van- megna (Travelbee 1979). Annað einkenni þeirra viðbragða sem Maclntosh rannsakaði er að barnið gefur merki um hvers konar hjálp það þarfnist og hvernig hjálpin verði veitt. Með samvinnu nær barnið betri stjórn á því sem er að gerast í lífi þess. í hinum við- brögðunum sjáum við vörn gegn og flótta frá hinu illa. Nokkur atriði sem geta verkað á skynjun sársauka hjá börnum Það er oft margt sem kemur til greina og hefur áhrif á hvernig barni finnst sársaukafull hjúkrunar- aðgerð vera. Ekki hvað síst á það við um mikilvægi þess og þann skilning sem barnið leggur í það sem gert er. Ég ætla að líta nánar á atriði eins og hugsun og skilningur, þörf, reynsla og áhöld sem nota þarf. Börn vita yfirleitt lítið um líf- færin og hlutverk þeirra. Þau yngstu hafa ekki hugmynd um það sem er undir húðinni. Þau sem verið hafa á sjúkrahúsi áður eða eiga dýr heima hjá sér vita oft svo- lítið meira. Fjögurra ára drengur spurði mig alvar- legur á svip eftir blóðsýnatöku hvort hann yrði nú veikur. Það hefði verið tekið svo mikið blóð úr honum. Dreng- urinn hélt að blóðið væri í stórum poka sem nú væri komið gat á eftir stunguna. Stungan var slæm en hann barðist fyrir að „missa ekki blóðið sitt“. Svo var það líka reiður sex ára snáði sem ég hitti á deildinni eftir að hann vaknaði af svæfingunni. Hann hafði verið skorinn upp við kviðsliti. Ég hafði ekki sagt honum að hann fengi sár á magann. Læknirinn ætlaði bara að lag- færa kúluna á maganum en svo hefði hann gert skurð (búið til sár). Pétur sagðist vera hræddur fyrir upp- skurðinn (epifyselösning). Ég bað Pétur að teikna beinið og hvernig hann héldi að það liti út eftir aðgerðina. Hann færðist undan í fyrstu og sagðist ekki hafa lært það enn í skólanum. Teikning- in sýndi samt sem áður góðan skilning á lærbeininu og mjaðmargrindinni. En á miöju lærbeininu hafði hann komið fyrir „stykki" á stærð við mjaðmar- grindina. Sally R. Miller hefur gert yfirlit um það sem börn eru hræddust við og þar á meðal álit þeirra á líkamleg- um skaða. Hjá börnum 4 til 8 ára er skaði á líkama lítill gaumur gefinn. Aftur á móti eru börn á aldrinum 9 til 12 ára mjög hrædd við líkamleg- an skaða, eða næst á eftir draugum, sem þau eru hræddust við (Miller 1979). Þetta getur líka staðið í sam- bandi við það að eldri börn eru oftar upptekin af að vera lík hvert öðru, þótt undantekningar finnist að sjálfsögðu. Fjögurra ára drengur kom daglega á spítalann í blóðsýnatöku og honum voru einnig gefnar hormónasprautur. Á hverjum degi birtist hann brosandi, grét smávegis þegar hann fékk sprautu, en sagði að það væri víst til að eistun færu á sinn stað. Foreldrarnir bentu honum oft á þetta. Sjö ára telpa sem hafði gengist undir margar aðgerðir á ytri eyrum þegar leiðir okkar lágu saman. Þegar hún lá með umbúðir á eyranu sagði hún mér að nú væri eyrað orðið jafnfínt og á hinum stelpunum, og þá gerði upp- skurðurinn ekki svo ntikið til. Öðruvísi var farið með 8 ára stúlku sem var lögð inn á „cytostatikakúr" (lyfja- gjöf við krabbameini). Hún grét og sagði að það væri svo vont að fá æða- legg því að þá dytti hárið af. Hún vildi svo gjarnan hafa sítt hár. Fjórtán ára stúlka sagði að sársauki hefði ennþá minni þýðingu en spurn- ingin um það hvort hún seinna gæti eignast barn. Tilhugsunin um að verða fullorðinn fær smám saman yfirhöndina og þá skiptir augnablikssársauki litlu máli samanborið við afleiðingarnar síðar meir. Vegna tímaskyns barna á 6. ári getur sprottið misskilningur eins og hjá Óla. Önnur börn eru oft tor- tryggin þegar eitthvað sem átti að taka andartak virðist að þeirra hyggju taka „heila eilífð“. Lítil börn hafa rótgróna siðferðiskennd. Ef einhverju hefur verið lofað verður að standa við það. Ein stunga er aðeins ein og þar með búið. Ef sagt er að eitthvað sé ekki sárt þá á það heldur ekki að vera sárt. Sé sagt að eitthvað sé sárt verður lýsingin á því að vera í sam- ræmi við það. Börn ala oft með sér fjarstæðu- kenndar hugmyndir sem fara minnkandi þegar þau fara að ganga í skóla. Þótt þau geti komið lagi á hugarflug sitt verður sú ekki ávallt raunin, einkum ef þau verða fyrir miklum áföllum. Pétur var alveg viss um hvað var veruleiki og hvað hugarburður, þar til hann þurfti að gangast undir uppskurð í annað sinn. í fyrra sinnið skildi hann að uppskurðurinn var nauðsynlegur og tók því sem fylgdi með þolinmæði. Þegar hann átti að fara í aðgerð í anriað sinn fannst honum það vera hegning. Með hliðsjón af því sem smábörn segja er ástæða til að ætla að þau setji sársauka í samband við það sem er hættulegt, og það sem er hættulegt er vont. S. R. Miller komst að því að börn 4 til 12 ára voru oft hrædd við vondar mann- eskjur (Miller 1979). Það þarf kannski ekki að furða sig á því að hjúkrunarfræðingur er siæmur þegar hann á að gefa sprautu eða skipta á sári o. s. frv. Börn sýna augljósa þörf á að þeirra sé gætt og þau vernduð þegar þau eru á spítala. Foreldrar vernda barnið heima, en á sjúkrahúsi getur börnum fundist að foreldrar bregð- ist þeim. Ef börn sjá hjúkrunar- fræðing sjaldan, kannski bara þegar á að fara gera eitthvað sárt, er ekki undarlegt þótt þau vilji komast hjá allri umhyggju þeirra. Óttinn við hvítu sloppana er alkunnur. Spurn- ingin er hvort það séu slopparnir sem þau eru hrædd við. Börn óska eftir að kynnast starfsfólki á spítal- anum, en það getur verið erfitt þegar svo margir eru líkir. Sissel var meðal þeirra sem tönnlaðist á nöfnum okkar og reyndi að muna þau. Fyrst var það hún með gleraugun, sú 20 HJÚKRUN '/m - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.