Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 39
María Finnsdóttir fræðslustjóri Nýting hjúkrunarrannsókna Þetta var aðalumræðuefni síðasta fundar WENR, vinnuhóps hjúkr- unarfræðinga í Evrópu sem stunda hjúkrunarrannsóknir, haldinn í Genf dagana 5.-7. september sl. Hvers vegna notum við ekki niður- stöður hjúkrunarrannsókna? Þess- ari spurningu reyndu fyrirlesarar að svara. Yfirmaður hjúkrunarvísindadeildar WHO, dr. Marigay Marglacas, tel- ur ástæðuna fyrir því að hjúkrunar- rannsóknir eru svo lítið notaðar í starfi sem raun ber vitni um, vera að rannsóknirnar eru birtar á máli sem er framandi starfandi hjúkrun- arfræðinga og í öðru lagi að þær séu ekki í tengslum við starfið. Til þess að bæta úr þessu þurfa sjúkra- húsin að setja upp stöður þar sem samræmt sé starf og rannsóknir, rannsóknir séu hluti af náminu og niðurstöður þeirra séu birtar í hjúkrunartímaritum á aðgengilegu uiáli. Hjúkrunarrannsóknir eru niikilvægar. Þær þurfa að ná yfir fyrirbyggjandi starf og þá þætti sem niega verða til að bæta heilsufars- legt ástand í samfélaginu. Á þessu sviði geta hjúkrunarfræðingar gert nieir en aðrir. Jennifer Hunt, sem stjórnar rannsóknardeild við Royal Marsden Hospital, London, telur aö augu hjúkrunarfræðinga séu niikið að opnast fyrir gildi rann- sókna og fyrir því að starf þeirra sé grundvallað á vísindum og að lok- um að rannsóknir og hjúkrunar- starfið sé samræmt. Umræðurnar stóðu í byrjun um þörfina á rann- sóknum, síðan úm þörfina á að mennta hjúkrunarfræðinga til að gera rannsóknir, svo að afla fjár til starfsins og nú síðast um að nýta rannsóknirnar í starfi. Jennifer Hunt varpar einnig fram spurningunni: Eru þær nýttar? Rannsóknir á þessu sviði sýna nei- kvæðar niðurstöður. Af hverju ekki? Hún nefnir 5 mikilvægar ástæður. • Hjúkrunarfræðingar vita ekki um þær. • Hjúkrunarfræðingar skilja þær ekki. • Hjúkrunarfræðingar trúa þeim ekki. • Hjúkrunarfræðingar vita ekki hvernig á að nota þær. • Hjúkrunarfræðingar mega ekki nota þær. Augljóst er að niðurstöður rann- sókna eru ekki notaðar í starfi, þar er ekki við neinn sérstakan hóp að sakast, segir Jennifer, heldur koma þar til margir samtvinnaðir þættir. Samt sem áður ef hjúkrun á að verða grundvölluð á rannsóknum verður að nota niðurstöður þeirra í hjúkrunarstarfinu. í Royal Marsden Hospital hefur verið reynt að nýta niðurstöður rannsókna í hjúkruninni. Var það gert gegnum Hjúkrunarráð (Nurs- ing Practice Committee). Nefnd vann að því að koma á reglum og hjúkrunaraðgerðum sem grundvall- aðar voru á rannsóknum. M. a. áttu sæti í nefndinni deildarstjórar, hjúkrunarsérfræðingar (clinical specialists) og kennarar. Þetta er frumraun sem verið er að þróa. Á þennan árlega fund WENR sendu 14 lönd fulltrúa er fluttu skýrslur um þróun rannsókna í sínu heimalandi. Fyrirlestrar og skýrslur birtast í riti sem gefið er út að fund- inum loknum. Daginn eftir vinnufundinn stóð svissneska hjúkrunarfélagið fyrir fræðslufundi í Bern sem stóð allan daginn. Þar voru mættir 600 hjúkr- unarfræðingar víðs vegar að úr landinu og urðu margir frá að hverfa. Næsti vinnufundur verður í London í apríl nk. og í framhaldi af honum dagana 11—13. apríl alþjóðleg opin ráðstefna um hjúkrunarrannsóknir, önnur í röðinni á vegum WENR. Vonandi sjá íslenskir hjúkrunar- fræðingar sér fært að fara og kom- ast í snertingu við hjúkrunarrann- sóknir á þennan hátt. □ Er ég var við kennslu í Reykjavík á ^runum 1945-1948 kynntist ég fyrst þessari dulu og hlédrægu Eænku minni. Mér þótti gaman að rökræða við hana um lífið og til- veruna. Við vorum yfirleitt ósam- ^ála. Kannski var það skemmtileg- ast við Björgu að hún var aldrei sammála þeim er hún ræddi við bara til þess að vera sammála. Umræður við hana kröfðust hugs- unar og raka fyrir þeim orðum er sett voru fram. Oft var mér orð- vant, en ég reyndi, lærði og safnaði reynslu og þekkingu mér eldri og vitrari konu. Ég kveð Björgu með virðingu og þakklæti í huga - þakklæti fyrir óeigingjörn störf við hjúkrun og ekki síður fyrir hjálpsemi við þá mörgu er minna máttu sín í lífinu. Systur hennar Margréti, er býr á Akranesi, og ein lifir þeirra systk- ina, sendi ég hlýjar kveðjur. Þegar vinahópurinn þynnist hér fjölgar á fjarlægri strönd. Blessuð sé minning Bjargar Péturs- dóttur Bachmann. Ingibjörg R. Magnúsdóttir HJÚKRUN 7m - 60. árgangur 33

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.