Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 7
þætti og hefur þannig um leið áhrif á fóstrið. Það er þess vegna afar mikilvægt að safna öllum hugsanlegum upplýs- ingum um drykkju og drykkjusiði kvenna, hvar og hvernig sem þær standa í þjóðfélagsstiganum, svo að hin sérstöku áhrif áfengis á barnið sé hægt að aðskilja frá hinni félags- •egu og umhverfislegu mótun sem barnið elst upp í. Það er hins vegar alltaf erfitt að fá glöggar upplýsingar um drykkju á nieðgöngutímanum. Stafar það fyrst og fremst af því að byggja verður á frásögn mæðranna en þær hafa tilhneigingu til að leyna drykkjusiðum sínum og kemur þar h'klega helst til að þær eru ekki nógu vel upplýstar eða gera sér hreinlega ekki grein fyrir hversu mikil hætta fylgir drykkju þeirra. Menn hafa velt því fyrir sér hversu mikið þurfi að drekka og á hvaða tímabili meðgöngu, til þess að hætta stafi af. Það er a.m.k. vitað að enginn tími meðgöngunnar er hættulaus. Áfengið sem móðirin neytir fer mjög auðveldlega í gegn- nm fylgjuna en fóstrið getur ekki nnnið úr áfenginu á sama hátt og hún þar sem lifrin er ekki full- þroskuð og þær frumur sem eru að myndast, jafnt heilafrumur sem aðrar, deyja. Þetta á sér stað fyrstu 6 vikur meðgöngutímans. Það hef- ur verið sannað að hættulegt sé fyrir hina verðandi móður að neyta úfengis svo að það er hennar sjálfr- nr að velja eða hafna. Aðalatriðið hlýtur alltaf að vera það að eignast heilbrigt barn. býratilraunir Tilraunir á dýrum hafa aukið þekk- mguna á áhrifum áfengis á fóstur og skal nú skýrt frá niðurstöðum nokkurra veigamikilla rannsókna á því sviði. • tilraun sem Kronick12 gerði á músum dældi hann 25% upplausn af vínanda í ísotonisku saltvatni inn í kviðarhol þeirra í 0.03 ml/g lík- amsþyngdar. Síðan fékk saman- burðarhópur upplausn af ísoton- isku saltvatni í sama magni. Þetta var gert á mismunandi tímum með- göngunnar. Einum hópnum var gefið á 8. og 9. degi meðgöngu, annar hópurinn fékk inngjöf á 10. og 11. degi í meðgöngu og þriðji hópurinn fékk annað hvort vínanda eða saltvatn aðeins einn dag í með- göngu frá 7.-12. dags. Músunum var slátrað á 18. degi meðgöngu. Legið var fjarlægt og fjöldi og stað- setning á lifandi fóstrum, dauðum fóstrum og frásogið inn í fóstrið (þ. e. hversu mikið af vínanda komst inn í fóstrið) var skráð. Hlut- fall fósturdauða hafði aukist veru- lega þegar vínandi var gefinn á 9,—12. degi í meðgöngu. Fósturvan- skapnaður var áberandi meiri sam- fara vínandameðferð sem gefin var aðeins á 8., 9. og 10. degi. Það virt- ist yfirleitt um talsverða fylgni að ræða eftir því hve mikið og hversu lengi vínandi var gefinn annars vegar og á vanskapnaði í fæðingu hins vegar. Augnskemmdir sáust oftast á dýrum sem höfðu fengið inngjöf á 10. degi. Hættuleg tímabil hvað varðaði annars konar van- skapnað komu ekki fram við þessa rannsókn. Randall o. fl.20 gáfu einnig músum fljótandi fæði þar sem 25% fæð- unnar var vínandi en gáfu það að- eins frá 5. til 10. dags í meðgöngu. Vínandamagn í blóði var á bilinu 70—120 mg/dl. Samanburðarhópur var meðhöndlaður eins nema að sama hitaeiningamagn af sykri var gefið í stað vínanda. Ófrískum músum var slátrað á 19. degi með- göngu. Eftir kerfisbundnar ytri rannsóknir á fóstrunum var haldið áfram að rannsaka innri vanskapn- að í krufningasmásjá. í hópnum sem fékk vínanda festust fleiri egg en helmingi meira var þar um fóst- ur sem urðu að engu en í saman- burðarhópnum. Þessi auknu fóstur- lát minnkuðu afkvæmahópinn svo að meðalfjöldi fóstra og þyngd þeirra var svipuð í báðum hópun- um. Af þessum 16 afkvæmahópum höfðu 15 a. m. k. einn vanskapnað en í samanburðarhópnum var að- eins um vanskapnað að ræða í 5 af 29 afkvæmahópum. Í bæði vín- anda- og sykurhópnum var mark- tækur munur á þyngd hinna gölluðu fóstra annars vegar og hinna eðli- legu hins vegar. f hópnum sem fékk vínanda komu gallarnir fram á út- limum þar sem annaðhvort var um samruna á tám að ræða eða þá að þær vantaði alveg, en í samanburð- arhópnum fundust engir útlima- gallar. Af hjarta- og æðagöllum var um að ræða galla allt frá göllum í meginæð til galla í stóru bláæðun- um. Einnig fundust gallar í hjartanu sjálfu, svo sem þrenging á mitralopi og op í skilveggnum á milli hægri og vinstri slegils. Gallar á þvagfærum voru í formi útvíkkaðra nýrnaskála og/eða útvíkkaðra þvagleiðara. Meiri háttar vanskapnaður á höfði var sá að höfuðbein voru ekki vaxin saman og heilinn því jafnvel að nokkru leyti utan höfuðkúpu. Sum fóstrin voru með vatnshöfuð eða vansköpuð augu. Ellis og Pick4 gerðu sérstakar til- raunir á hundum þar sem þeir rann- sökuðu viðbrigðin milli skammta og svörunar þegar þeim var gefið áfengi um magasondu allan með- göngutímann. Við daglegan skammt á 5.66 g/kg átti sér stað frjóvgun og eggið festist, en engin fósturmyndun átti sér stað. Við daglegan skammt á 4.71 g/kg varð annaðhvort skyndilegt fósturlát eða að legið hélt eftir óþroskuðu fóstri. Tíkur sem fengu daglega 4.2 g/kg fæddu 49 lifandi afkvæmi með alvarlegar vaxtarseinkanir. í viðbót vantaði annað nýrað í 3 afkvæmi, eitt var með afbrigðilega þroskuð þvagfæri, þ. e. þvagopin voru opin inn í kviðarholið, 4 voru með klof- inn góm og 7 með afbrigðileg skott eins og klippt væri á þau þvert. HJÚKRUN’/m - 60. árgangur 5

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.