Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 43
MYND 1. MYND 2. 100 — 75 — SKIPTING ÞEIRRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA SEM FARIÐ HAFA 1 SÉRNÁM (ÞAÐ NÁM SEM FÆRRI EN 3% HAFA STUNDAÐ EKKI TEKIÐ MEÐ) H L U T F A L L (%)50 — SKURÐHJÚKRUN 5.9% 5.8% 4.9% 4.9% Jj i i K S Hl HEILSUGÆSLA- ffl GEDHJÚKRUN FÉLAGSHJÚKRUN E2 AUKA BÆÐI VERKL. OG BÓKL. NÁM HlDRAGA BÆDl ÚR VERKL. OG BÓKL. NÁMI £2 SVÆFINGA- 0 RONTGEN £0 HAND- HJÚKRUN OG LYFLIKNINGAR 0HJÚKRUNARKENNSLA H GJORGfSLA legra. Þannig telja 82% að námið sé ekki nógu fræði- legt (sjá Töflu 5). En hvað eiga hjúkrunarfræðingar við þegar þeir vilja meira fræðilegt nám? Eru það sömu einstaklingarnir sem vilja fá meira bóklegt nám og þeir sem vilja fá fræðilegt nám? Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að það er nokkur fylgni á milli áherslu á fræðilegt og bóklegt nám. Af þeim 189 einstaklingum sem leggja mesta áherslu á að bóknám verði aukið eru 168 eða 88.9% sem vilja gera námið fræðilegra. 11.1% þessa sama hóps, þ. e. afgangurinn, telja að námið sé þegar orðið of fræðilegt. Tæplega 58% svarenda telja hjúkrunarnámið hag- nýtt en aðeins 3.1% telja námið óhagnýtt (sjá Töflu 6). í þessu sambandi má geta þess að sá litli hópur hjúkr- unarfræðinga, sem telur að námið í Hjúkrunarskóla ís- lands sé óhagnýtt, vill auka bæði bóklegt og verklegt nám. í ljósi þeirra takmörkuðu upplýsinga sem við höf- um er ekki auðvelt að túlka þessar niðurstöður á einn eða annan veg, en það liggur þó beinast við að álykta að þarna sé um óánægða nemendur að ræða, sem ekki telja sig hafa fengið nóg út úr námi sínu í Hjúkrunar- skóla íslands yfirleitt, hvorki því bóklega né verklega. Rúmlega 35% hjúkrunarfræðinga hafa lagt stund á framhaldsnám í einhverjum af hinum mörgu sérgrein- um hjúkrunarfræðinnar. Mynd 2 sýnir á hvaða sviðum hjúkrunarfræðingarnir hafa einkum sérhæft sig. Mynd- >n sýnir að hlutfallslega flestir hafa lokið sérnámi í skurðhjúkrun eða 20.4%. 17.4% hafa lokið sérnámi í heilsugæslu og félagshjúkrun, en því næst kemur geð- hjúkrun (16.5%). En hjúkrunarfræðingar hafa einnig lagt stund á ýmsar námsgreinar sem ekki tengjast hjúkrunarfræðinni bein- h'nis. 43 einstaklingar, eða 13.2%, hafa lagt stund á nám af því tagi eftir að þeir luku hjúkrunarprófi. Kennir þar ýmissa grasa. Þá hlýtur það að vekja nokkra Tafla 5. Fræóilegt gildi hjúkrunarnáms Fjöldi % Leiórétt hlutfallstala (%) Allt of fræóilegt 2 0,6 0,7 Of fræóilegt 10 3,1 3,6 Frekar of fræóilegt 38 11,7 13,6 Frekar litió fræóilegt 78 24,0 28,0 Of litió fræóilegt 92 28,3 33,0 Allt of litió fræóilegt 59 18,2 21,1 Taka ekki afstöóu 46 14,2 Samtals: 325 100 100 Tafla 6. Hagnýtt gildi hjúkrunarnáms Fjöldi % Leiórétt hlutfallstala (%) Mjög hagnýtt 80 24,6 27,7 Hagnýtt 87 26,8 30,1 Frekar hagnýtt 77 23,7 26,6 Frekar óhagnýtt 36 11,1 12,5 óhagnýtt 8 2,5 2,8 Mjög óhagnýtt 1 0,3 0,3 Taka ekki afstöóu 36 11,1 Samtals: 325 100 100 athygli að 19 af þessum 43 einstaklingum eða 44% hafa lokið stúdentsprófi frá öldungadeild eftir að þeir öðluðust hjúkrunarréttindi. Þessar niðurstöður koma reyndar heim og saman við niðurstöður okkar hér að HJÚKRUN ‘/m - 60. árgangur 37

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.