Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Side 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Side 11
Hér á eftir ætla ég að fjalla um FAS og hvernig koma má í veg fyrir það bæði á hinum ýmsu deildum sjúkra- húsa svo og hvernig sé hugsanlega bezt að miðla þeirri þekkingu sem fyrir hendi er um þetta alvarlega mál til almennings. A meðgöngudeild Þar tel ég að geðhjúkrunarfræðing- ur eigi mikilvægt erindi hvað varðar stuðning og ráðgjöf. Hann getur gert það með því að bjóða upp á viðtöl þar sem konan fengi svör við þeim ótal spurningum sem alltaf koma upp þegar von er á barni. Samkvæmt eigin reynslu og annarra tel ég þennan þátt geysilega þýð- ingarmikinn. Það að geta talað við öruggan aðila með alhliða þekk- ingu og að fá að tjá sig um það sem manni liggur á hjarta er mjög mikil- vægt. Ef einhvers staðar er hægt að tala um samspil á milli sálar og líkama þá er það einmitt í með- göngu. í sambandi við FAS á með- göngudeild getur geðhjúkrunar- fræðingur útbúið almennan spurn- ingalista þar sem leitast væri við að fá svör hvað áfengisneyzlu varðar. Síðan væri hægt að skrá nákvæma drykkjusögu. Einnig getur geð- hjúkrunarfræðingur sem þekkingu hefur á þessu sviði séð heilmikið með almennri athugun og eftirliti (observation). Þegar um mikla áfengisdrykkju er að ræða koma ýmis einkenni fram, t. d. andlitið verður þrútið og uppbólgið, svo- kallað „froðuandlit". Oftast er einnig áberandi handskjálfti (tremor manus) og eirðarleysi. Þetta sjáum við strax og getum nýtt okkur til góðs fyrir skjólstæðinginn. Þarna er mikil nauðsyn á fræðslu um hættuna sem er samfara áfeng- isneyzlunni og á því að kynna FAS. Það er áríðandi að gera bækling um FAS. Hann þarf að vera lítill en auðlæsilegur. Ef til vill í þrí- eða fjórbroti og með mynd af nýfæddu barni með FAS og öðru eldra þar sem einkennin koma skýrt fram. Jafnframt þessu þarf að vera mynd af nýfæddu heilbrigðu barni til sam- anburðar. I bæklingnum þarf að vísa til niðurstaðna úr rannsóknum og tilraunum og geta um helstu atriðin sem þar hafa komið fram í sambandi við þá vanskapandi þætti sem drykkjan getur valdið. Þá væri hugsanlegt að koma á sér- stakri stuðnings- og upplýsinga- deild þar sem verðandi mæður og feður gætu leitað til fyrir og eftir fæðingu barnsins. Viðtöl við einstaklinga og þá er ég sérstaklega að tala um stuðnings- viðtöl eru mjög mikilvæg. Drykkju- vandamál eru alltaf erfið viður- eignar ekki hvað síst um tilhneig- ingu til þess að fela drykkjusiði en það er áríðandi að fá sem nákvæm- asta frásögn og upplýsingar sem fyrst til þess að hægt sé að veita hjálp og stuðning. I viðtali þar sem hið „læknandi við- mót“5 er haft að leiðarljósi getum við geðhjúkrunarfræðingar með þekkingu okkar og reynslu orðið góðir meðferðaraðilar. Með því að verða góður meðferðaraðili er nauðsynlegt að vera sífellt vakandi fyrir sjálfum sér og hafa alltaf í huga sjálfskönnun, sjálfsaga og sjálfsgagnrýni. Við eigum að vinna hlutverk okkar í anda hinna lækn- anlegu samskipta.24 Hópviðtöl (grúppur) með öðrum sem eiga við sömu vandamál að stríða geta verið mjög gagnleg. Þarna kæmi fólk saman, gæti tjáð sig um sín vandamál og hlustað á vandamál og hlustað á vandamál hinna. í hópnum þyrfti að vera góð- ur leiðbeinandi, t. d. geðhjúkrunar- fræðingur sem bæði væri fræðandi og styðjandi. Síðan gæti hópurinn haldið áfram að hittast eftir fæð- ingu barnanna með leiðbeinanda og haldið áfram að veita hvert öðru stuðning. Sumar konur geta alls ekki dregið úr áfengisneyzlu sinni án beinnar hjálpar. Þessum konum þarf að vísa á sérhæfðar meðferðar- deildir. A áfengisdeildum Þar á ég við allar deildirnar, þ. e. göngudeild, afvötnunardeild og eftirmeðferðardeild. Þarna er mjög þýðingarmikið að kynna FAS. Það þarf að gera með góðri og mikilli fræðslu sem höfðar til ábyrgðar einstaklingsins sjálfs og eru geðhjúkrunarfræðingar í þýð- ingarmikilli aðstöðu þarna vegna sinnar víðtæku þekkingar á lyfjum og öðrum vímuefnum. Kynna þarf niðurstöður rannsókna og tilrauna og segja frá öllu því sem kunnugt er í þessum efnum. Benda þarf drykkjusjúkum konum í meðferð á áhættuþætti FAS og að þær geri ráðstafanir til þess að verða ekki ófrískar fyrr en að meðferð lokinni. Einnig þarf að hafa í huga að benda hinni drykkjusjúku konu á það að geti hún stöðvað áfengisneyzluna þegar hún verður ófrísk er hægt að fullvissa hana um að fóstrið verði ekki fyrir skaða eins og fyrr hefur verið sagt í fangelsisrannsókn Sulli- vans.25 Egó — styrk hinnar ófrísku konu ætti að vera hægt að meta eftir því hvernig hún ræður við þunglyndi og kvíða, hæfileika hennar til þess að viðhalda sambandi við fjölskyldu og vini og úrræðahæfni hennar á erfiðum tímum. Hvetja þarf til sam- bands við fjölskyldu og vini. Einnig að sækja fundi hjá A.A. og annað það sem gæti stutt konuna og hjálp- að henni til þess að vera ódrukkin. A áfengisdeildum er góð aðstaða til þess að ná til þeirra aðila sem þetta snertir einna helst og eigum við sem vinnum þar og almennt innan heil- brigðiskerfisins alls ekki að láta okkur sjást yfir þennan þýðingar- mikla þátt. Við eigum að byrja strax að vinna á hinum óplægða akri og miðla fræðslu og þekkingu okkar til þeirra sem raunverulega eru í þörf fyrir hana. Hina viðteknu svartsýni í meðferð áfengissjúklinga verður að kveða niður, sér í lagi með tilliti til þessa áhœttuhóps. HJÚKRUN 7« - 60. árgangur 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.