Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 34
Upplýsingar um heimilisdýrin ,, Það er brádnauðsynlegt að athuga tennurnar í hundunum," segir Helga Finnsdóttir dýraicekn- ir. „Pœr skemmast oft og sumir hundar eru orðnir tannlausir löngu fyrir aldur fram.“ Bœði börn og fullorðnir hafa mikla ánœgju af samskiptum við dýr. Ritstjórn leitaði upplýsinga um meðferð algengustu heimilisdýra hjá Helgu Finns- dóttur, dýralœkni. Það verður æ algengara að fólk hafi heimilisdýr, sér og sínum oftast til mikillar ánægju, og eru hundar og kettir þar vafalaust í meirihluta, þó margir láti sér nægja að eiga fugl í búri eða naggrís í kassa. Sem betur fer lifa flest þessara dýra góðu og kvillalausu lífi, en þó kem- ur fyrir að dýrið veikist eða annað það komi upp sem veldur eigand- anum áhyggjum. En hver eru einkenni þess að eitt- hvað sé að, og hvernig skal þá við brugðist? Líkamshiti hunda og katta er held- ur hærri en mannsins, eða um 38.5—39.0°C, og fer hann dálítið eftir stærð og aldri dýrsins. Sé hundur eða köttur með hita, verður hann oftast lystarlaus og vill halda kyrru fyrir. Hiti fylgir oft sé um ígerðir að ræða, hálsbólgu, niður- gang eða uppköst. Umgangspestir okkar mannanna, svo sem flensu eða kvef, eru þau blessunarlega laus við. Smærri gæludýr, svo sem fugla og naggrísi, getur verið erfitt að lækna, en sé um veika búrfugla að ræða, er umfram allt nauðsynlegt að hafa þá í góðum hita, allt að 30-35°C. Leiki grunur á að heimilisdýrið sé veikt, skal ævinlega strax vitja dýra- læknis, sem þá finnur orsök kvillans 28 HJÚKRUN '/m - 60. árgangur og meðhöndlar hann á viðeigandb hátt. Ætíð skal hafa samráð við dýralækni við lyfjameðferð, því verkun lyfja getur verið breytileg frá einni dýrategund til annarrar. Ævilengd dýra er misjöfn eftir teg- undum, en segja má að meðalaldur hunda sé 8-14 ár, katta 10-12 ár, páfagauka 8-10 ár og naggrísa 4-6 ár, en vissulega eru til dæmi þess að dýr hafi náð mun hærri aldri en meðalaldur segir til um. Kynþroskaaldur fer einnig eftir teg- undunt; tíkur og hundar verða kyn- þroska u. þ. b. 8-12 mánaða, en læður og fresskettir ná kynþroska- aldri mun fyrr, eða frá 6 mánaða aldri. Tíkurnar lóða með 5-6 mán- aða millibili, en læðurnar breima með 5-6 vikna millibili eða oftar, og mest þá er daginn fer að lengja. Lengd meðgöngu tíka og læða er u. þ. b. 60-65 dagar, og naggrísa 68 dagar, en til gamans má geta að gullhamstrar og mýs hafa stystan meðgöngutíma spendýra, eða að- eins 16 daga, og getur viðkoman því orðið ævintýraleg hjá þessum dýrum, sé ekkert að gert. Lengd meðgöngu í vikum Níu kötturinn. Tíu tíkin. Tuttugu ærin. Fjörtíu konan/kýrin, en kapallinn dregur lengst í vír- inn (50-52). Þeir sem vilja hafa hemil á viðkomu gæludýra sinna, geta í samráði við dýralækninn gert viðeigandi ráð- stafanir til að koma í veg fyrir of- fjölgun. Venjulegast eru tíkur annað hvort

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.