Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 35
sprautaðar reglulega 5.-6. hvern mánuð með hormónalyfi, eða gerð- ar varanlega ófrjóar með skurðað- gerð, þar sem eggjastokkar og jafn- vel leg er fjarlægt. Á seinni árum er orðið æ algengara að gera læður varanlega ófrjóar með skurðaðgerð á svipaðan hátt og tíkur, en læðum má einnig gefa ,,pilluna“, en það skal þá ávallt gert vikulega á sama vikudegi; varanleg ófrjósemisaðgerð léttir því af katt- areigandanum þeim áhyggjum að gleyma ekki pillunni. Ráðlegt er að gelda fressketti frá 6 mánaða aldri. Við flutning á köttum, sem að öllu jöfnu eru afar bílhræddir, er heppi- legast að búa um þá í tösku eða kassa; sé um flutning um langan veg má í samráði við dýralækninn gefa þeim róandi pillur. Ýmsir sjúkdómar dýra geta borist í menn, og skal þar fyrst nefna hundaæði - Rabies. Hundaæðis hefur ekki orðið vart á íslandi svo óyggjandi sé, síðan á 18. öld, og með lögum um innflutning lifandi dýra og afurða dýra, er reynt að sporna við því að sjúkdómur þessi, sem og aðrir sjúkdómar berist hing- að. Samkvæmt lögum um sulla- veikivarnir skal árlega að lokinni sauðfjárslátrun, hreinsa hunda af bandormum. En skynsamlegt er einnig að hreinsa hunda og ketti af spóluormum 1-2 sinnum árlega. Gæludýr geta sýkst af Salmonella, sem síðan getur borist í fólk, og geta gæludýr verið smitberar án þess að þau beri merki um sjúk- dóm. Nefna má fleiri sjúkdóma sem bor- ist geta í fólk, svo sem Toxoplas- mosis og Leptospirosis, þó það sé afar fátítt. Á landinu öllu eru nú starfandi dýralæknar sem veita dýraeigend- um upplýsingar og þjónustu um jafnt gæludýr sem önnur dýr. Skyn- samlegt er því ætíð að ráðfæra sig strax við dýralækninn steðji veik- indi eða slys að dýrum. Smáfískar í búrum Við leituðum jafnframt til Jóns Sverríssonar sem rekur verslunina Dýraríkið á Hverfisgötu, varðandi með- ferð smáfiska í búrum og búnað tengdum þeim. Hitastig í fiskabúrum fer eftir þeim tegundum sem í því eiga að vera. Algengasta hitastigið er á bilinu 20-24 gráður. Nauðsynlegt er að athuga hvaða tegundir fiska geta verið saman og óráðlegt er að vera með of marga fiska í sama búri. Til viðmiðunar má segja: 1 cm fisk- lengd á hvern lítra vatns. Algengur búnaður v/fiskabúr er: loftdæla, hreinsari, ljós, hitamælir, hitari. Líta þarf vel eftir öllum búnaði, helst að yfirfara hann viku- lega. Halda þarf búrinu hreinu með notkun hreinsibúnaðar. Góð regla er að skipta reglulega um hluta af vatninu, t. d. helming á V2 mánaðar fresti. Nýja vatnið þarf að hafa sama hitastig og það sem fyrir var. Sniglar hjálpa til við að halda búr- inu hreinu. Fylgjast þarf vel með útliti og hegðun fiskanna, og gera viðeig- andi ráðstafanir ef á þarf að halda, því upp geta komið t. d.: sníkjudýr, bakteríusjúkdómar, sveppasjúk- dómar, meiðsli og innvortis sjúk- dómar. Ráðlegt er að gefa mismunandi gerðir fóðurs. Æskilegt er að fóðra oft, ca. 4 sinnum á dag, en lítið í senn, ekki meira en þeir torga á ca. 5 mínútum. Fóður getur safnast fyrir og mengað búrið. Mjög gott er að hafa lifandi gróður í búrinu. Hann stuðlar að hreinlæti og fegrar búrið. BÆKUR UM GÆLUDÝR Ýmsar bækur um gæiudýr eru á markaönum hér, fást þær í bókabúðum og gæludýraversl- unum. Sem dæmi má nefna aö hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar fást eftirtaldar bækur: Guide to the Dogs of the World. Published 1983 by Exeter Books. Verö kr. 230.00. Guide to the Cats of the World. 1983 Exeter Books. Verð kr. 230.00. Hunde i farver. Politikens Forlag, 5. útg. 1977. Verö kr. 230.00. Hjá Bókaverslun Snæbjarnar voru einnig til ýmsar bækur, þar á meðal: What’s Wrong with Your Pet? How to ldentify Your Ani- mal’s Illness, eftir Hugo Kerr. Verð kr. 85.00. HJllKRUN */« - 60. árgangur 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.