Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 25

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 25
Fulltrúafundur HFÍ1984 Fulltrúafundur HFÍ 1984 verður haldinn í fundarsal BSRB, Grettis- götu 89, Reykjavík, 9. og 10. maí nk. og hefst kl. 9 árdegis. Samkvæmt 9. gr. laga félagsins er kjörtímabil framkvæmdastjórnar annarra en formanns, eitt ár, þ.e. milli fulltrúafunda. Formaður félagsins, Sigþrúður Ingi- mundardóttir, var kosin á fulltrúa- fundi 1982 til þriggja ára. Á fulltrúafundi HFÍ 1983 voru eftirtaldir félagsmenn kosnir í fram- kvæmdastjórn félagsins til eins árs. Sigríður Guðmundsd. varaform. Pálína Sigurjónsdóttir, ritari, Steinunn Einarsdóttir, gjaldkeri, Kolbrún Ágústsd. varagjaldk. Hólmfríður G. Jónsd. vararitari. Kolbrún Ágústsdóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Oddný M. Ragnarsdóttir gefur kost á sér í stöðu varagjaldkera. Hún er fædd árið 1941, brautskráð frá Hjúkrunarskóla íslands 1962. Lauk sérfræðimenntun í svæfingum í Danmörku 1969. Oddný er nú kennari við Nýja hjúkrunarskólann. Rétt til setu á fulltrúafundi með at- kvæðisrétti hafa: 1. Félagsstjórn. 2. Kjörnir fulltrúar svæðisdeilda. Hversvæðisdeild skal hafa 1 full- trúa og síðan 1 fulltrúa fyrir hverja 50 félaga. 3. Einn fulltrúi hjúkrunarnema. Öðrum félögum er heimil þátt- taka án ákvæðisréttar. Félagsstjórn skipa: framkvæmda- stjórn og formenn svæðisdeilda. Varaformenn svæðisdeilda eru varamenn viðkomandi formanns í félagsstjórn. Til fulltrúafundar verður boðað með bréfi til hvers fulltrúa fjórum vikum fyrir fulltrúafund. Félagsmenn HFÍ eru hvattir til að sækja fulltrúafund félagsins. Samkvæmt félagaskrá HFÍ 1. janúar 1984 er félagafjöldi svæðisdeilda og fulltrúar á fulltrúafund HFÍ 1984 eftirfarandi: Fél. Fltr. Reykjavíkurdeild Vesturlandsdeild Vestfjarðadeild Norðurlandsdeild vestri Norðurlandsdeild eystri Austurlandsdeild Suðurlandsdeild Vestmannaeyjadeild Suðurnesjadeild 1.331 27 63 2 38 1 45 1 155 4 34 1 50 1 22 1 28 1 1.766 39 í HFÍ eru skráðir 1973 félagar um ára- mót 1983/1984 þar af 207 erlendis. Aðalkjarasamningur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs gera með sér svofelldan aðalkjara- samning fyrir tímabilið 1. mars 1984 til 31. mars 1985. !• gr. Síðast gildandi aðalkjarasamningur aðila ásamt bókunum framlengist með þeim breytingum, sem í samn- ingi þessum greinir. 2- gr- Frá 1. mars 1984 hækka laun í launaflokkum skv. gr. 1.1.1. í aðal- kjarasamningi BSRB um 5% frá síðast gildandi launum. Þessi laun skulu aftur hækka um 2% hinn 1. júní 1984, um 3% hinn 1. septem- ber 1984 og um 3% hinn 1. janúar 1985, enda hafi launaliðum samn- ings ekki verið sagt lausum skv. heimildarákvæðum 4. greinar. 3. gr. Lágmarkstekjur fyrir fulla dag- vinnu skulu frá 1. mars 1984 vera sem hér segir: Kr. 11.509 fyrir starfsmenn 16 ára og eldri. Kr. 12.660 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri, aðra en afleysingafólk með skemmri starfsaldur en 6 mánuði. Framangreindar fjárhæðir taka breytingum skv. 2. gr. 1. júní og 1. sept. 1984 svo og 1. janúar 1985. Þegar metið er hvort starfsmaður á rétt á greiðslum vegna þessa ákvæðis, skal telja með dagvinnu- tekjum allar launagreiðslur aðrar en greiðslur vegna yfirvinnu, vakta- vinnu eða kostnaðargreiðslna. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til unglinga innan 16 ára aldurs né þeirra, sem eru á nemalaunum. 4. gr. Samningur þessi gildir til 31. mars 1985, en heimilt er samningsaðilum að segja upp launaliðum samnings- ins með mánaðar fyrirvara þannig að þeir verði lausir 1. september 1984 og 1. janúar 1985. Reykjavík, 29. febrúar 1984. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra Kristján Thorlacius formaður BSRB Fyrir hönd HFÍ undirrituðu samn- inginn Sigþrúður Ingimundardóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Ólöf Björg Einarsdóttir. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki félags- manna í allsherjaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan verður skrifleg og atkvæðaseðlar sendir félags- mönnum BSRB á vinnustaði.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.