Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 24
veruleg stoð og til hjálpar barni sínu ef þeim er hjálpað til að gegna foreldrahlutverki sínu. Travelbee imprar á annarri skoðun: „Sumir hjúkrunarfræðingar gefa að- standendum sökina á að koma af stað vandamálum. Sjúklingurinn kvartar ekki fyrr en konan kemur í heimsókn, og þá fer hann fram á allt mögulegt, þ. e. aðstandendur sjúklingsins eru vandamál... (Travelbee 1979). Þegar um börn er að ræða heyrist stundum sagt: „Það er svo auðvelt að skipta á umbúðum þegar for- eldrarnir eru ekki viðstaddir, en um leið og annað hvort þeirra birtist byrja lætin.“ Þá vakna spurningin: Á barnið betra með að tjá sig þegar foreldrarnir eru viðstaddir? Kannski sjá þau á foreldrunum að þeir eru hræddir og halda sjálfir að þetta sé hættulegt? í upphafi vék ég að því að foreldrar geta átt í innri baráttu, þegar þeim verður það ljóst að barn þeirra þarf að gangast undir eitthvað sársauka- fullt. Einnig er þeir sjá að barninu líður illa og vita ekki hvernig þeir geta hjálpað því. Foreldrar geta verið þreyttir eftir alla spennuna á undan og eftir sjúkrahúsdvölina. Hér vil ég víkja að því, að margir foreldrar sem ég hef hitt neituðu því að þeir væru þreyttir fyrstu dag- ana, en svo þyrmdi yfir þá eftir tvo til þrjá daga. Ein athugasemd sem oftast kom fram var að á skorti að þeir fengju nægar upplýsingar. Ekki var ætíð samræmi á upplýsingum sem veittar voru eða þeir misskildu oft það sem sagt var. „Ég var svo yfirkomin af þreytu og þjáningum að ég man lítið eftir því sem sagt var við mig fyrstu dagana,“ sagði ein móðirin. Það er alltaf erfiðast í byrjun þar til foreldrarnir eru orðnir kunnugir á deildinni. Sumir þjást af sektartilfinningu, aðrir af einmanakennd. Oft er þess getið hve kraftarnir ná skammt. Þegar þannig er ástatt ber starfsfólkinu að annast barnið. Mörg okkar sem vinnum meðal barna höfum oft 22 HJÚKRUN Vm - 60. árgangur Pessi teikning af spruutum, sem 12 ára dreng- ur gerdi, sýnir að börn hafa sínar eigin hug- myndir í þessum efnum. (Sprautan er jafnstór og handleggurinn). fengið að finna fyrir ótta foreldra. Stundum er eins og foreldrar geri barnið hrætt þegar á að taka sýni, gefa sprautu o. s. frv. Fyrstu dag- ana finnst mörgum að þeir séu hjálparvana og standi einir og yfir- gefnir. Þeim sem finnst þeir nái sambandi við starfsfólkið og fá hjálp að koma sér fyrir, láta oft í ljós að allt sé með felldu og vilja gjarnan gera eins mikið fyrir barnið og mögulegt er. Margir eru því andvígir að foreldrar eigi að halda barninu föstu þegar eitthvað er gert sem veldur sárs- auka. Röksemdin fyrir því er að mamma eða pabbi eigi að vera barninu til halds og trausts. Ef móðir heldur barninu getur barnið skilið það þannig að mamma sé gengin í lið með starfsfólkinu á móti barninu, sem finnst sér vera hegnt að ástæðulausu. Hér er dæmi um sex mánaða dreng sem á að bólusetja. Móðirin segist vera hrædd og ekki vilja horfa upp á að barnið sitt verði að þola sársauka. Hjúkrunarfræðingurinn út- skýrði fyrir móðurinni hvernig bólu- setning fer fram og hvernig móðirin geti hjálpað drengnum sínum með því að standa við höfðalag hans þannig að hann sjái hana allan tímann. Hún er hvött til að hjala við hann meðan á bólusetningu stendur og leiða þannig athygli hans frá henni. Annar hjúkrun- arfræðingur. sem hefur talað svolítið við drenginn, tekur hann í fangið og heldur handleggnum kyrrum á meðan bólusett er. Um leið og þetta er afstaðið fær móðirin barnið og huggar það. Sumir foreldrar kjósa frekar að fara út á meðan aðgerðin fer fram sín vegna eða barnsins. Móðirin í dæm- inu hérna á undan hélt að hún gæti ekki haldið handlegg barnsins kyrr- um og fyndi hvernig það veitti við- nám. En þegar hún fékk að vita hvernig hún gæti aðstoðað barnið sitt með nærveru sinni einni saman kaus hún það í staðinn fyrir að fara út. Allir foreldrar líta málið ekki sömu augum. Faðir 3 ára drengs vildi sjálfur halda honum. Hann sagði: „Þegar ég held Þorbirni er hann öruggur af því að hann veit að ég leyfi engum að meiða hann. Honurn finnst það ekki eins vont ef ég held honum, því að hann veit að ég hef gefið ykkur leyfi til að bólusetja hann og hann treystir mér.“ í aðstæðum sem þessum ber okkur að taka tillit til þess sem foreldrar vilja en sjá til þess að þeir viti hvernig halda á barninu þannig að ónauðsynlegum sársauka verði af- stýrt. Ef handleggnum er ekki hald- ið alveg kyrrum er hætt við að hörundið rispist þegar nálin er tek- in út. Góð áætlun, gerð í samein- ingu, og rétt leiðbeining um það sem gera skal, léttir undir hjá báð- um aðilum. Ég hef áður bent á að sársauki á hörundi veldur miklum óþægind- um. Börn með opin sár þjást því mikið og vilja gera hvað sem er til að lina sársaukann, svo sem að liggja hreyfingarlaus í rúminu. Um leið beinist athyglin að sviðanum í sárinu. Það er þess vegna ráðlegt að verkjalyf, sem nota skal, sé gefið tímanlega fyrir skiptingu á umbúð- um til að draga úr sársaukanum. Barnið er að sjálfsögðu hrætt og

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.