Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 38
Björg Pétursdóttir Bachmann var fædd 17. september 1898 í Geirs- hlíð, Flókadal í Borgarfirði. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Katrín Jónsdóttir og Pétur Þor- steinsson, bóndi í Geirshlíð. Þor- steinn, faðir Péturs í Geirshlíð, var Þorsteinsson frá Hurðarbaki í Reykholtsdal, Þiðrikssonar. Kona Þorsteins Þorsteinssonar var Ingi- björg Jónsdóttir frá Miðteigi, en kona Þorsteins Þiðrikssonar var Steinunn Ásmundsdóttir frá Mið- vogi, Jörgenssonar Klingenbergs. Stór ættbogi er kominn frá Kling- enberg, hinum þýsk-danska barón. Jón, faðir Önnu Katrínar, var Guð- laugsson frá Götuhúsum á Akra- nesi, bróðursonur Þórðar Svein- björnssonar, háyfirdómara, í Nesi. Guðlaugur bjó á Bárustöðum og átti Sigríði, dóttur sr. Jóns Bach- manns, Hallgrímssonar fjórðungs- læknis. Kona Hallgríms var Hall- dóra Skúladóttir, landfógeta Magnússonar. Björg var því 6. maður frá Skúla, er kallaður hefur verið „faðir Reykjavíkur". Pétur Þorsteinsson varð ekki gam- all maður. Hann lést árið 1905 í Geirshlíð, 44 ára að aldri, frá konu og 8 börnum. Eitt barn misstu þau hjón í bernsku. Jón, sem þá var 18 ára gamall, og næstelstur systkina sinna, tók við forstöðu heimilisins með móður sinni, en fimm barn- anna, þar á meðal Björg, voru þá innan við fermingaraldur. Jón varð gildur bóndi í sinni sveit, hörkuduglegur, sjálfstæður og verkhygginn svo sem hann átti kyn til. Systkini Bjargar auk Jóns voru Steinunn, húsfreyja á Skjálg á Snæ- fellsnesi, Ragnheiður, húsfreyja á Heiði á Langanesi, Geir, bóndi á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, Þorsteinn, smiður í Reykjavík, Margrét, húsfreyja á Akranesi og Sigríður, iðnverkakona í Reykja- vík. Einn dreng eignaðist Pétur Þorsteinsson utan hjónabands; það var faðir minn, Magnús, sem var 32 HJÚKRUN Vm - 60. árgangur Kveðjuorð Björg Pétursdóttir Bachmann hjúkrunarkona Fædd 17. september 1898 Dáin 24. desember 1983 kennari um hálfrar aldar skeið, fyrst á Hvítárbakka í Borgarfirði, en lengst af á Akureyri. Þegar Björg var 14 ára fór hún að heiman. Skömmu síðar hóf hún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan brottfararprófi. Hún fór til náms í hjúkrunarfræði í Árósum í Danmörku og lauk þaðan prófi árið 1927. Síöar fór hún til framhaldsnáms við Bedford Coll- ege í London og lauk þaðan prófi í hjúkrunarkennslu og spítalastjórn árið 1934. Björg tók upp ættar- nafnið Bachmann, sem var í móðurætt hennar, notaði það er hún stundaði nám erlendis og lengi síðar er heim kom. Hún var for- stöðukona við Landspítalann ásamt Vilborgu Stefánsdóttur, hjúkrunar- fræðingi, fyrsta árið sem Land- spítalinn starfaði árið 1930-1931. Þá hafði tekið við stöðu forstöðu- konu Kristín Thoroddsen, en hún dvaldist við nám erlendis þetta fyrsta ár. Eftir að Kristín kom heim tók Björg við starfi deildarstjóra á lyflækningadeild Landspítalans og starfaði þar tii ársins 1949. Þá fór hún til starfa á fæðingadeild Land- spítalans og var þar til ársins 1956, í Arnarholti starfaði hún í hálft ár, en tók síðan við starfi hjúkrunar- fræðings við Holdsveikraspítalann í Kópavogi. Þar var hún til haustsins 1963, hjúkraði þeim sem margir hræddust og flestir gleymdu. Síð- ustu árin starfaði Björg nokkuð við heimilishjúkrun hér í Reykjavík. Björg var prýðisvel greind, námfús og vel lesin. Hún varð snemma mjög sjálfstæð, fór ekki troðnar slóðir, var framúrstefnukona. Hún var mjög vel menntuð í hjúkrunar- fræðum, kunni vel til verka, var ár- vökul og farsæl í starfi. Björg var fáskiptin og hlédræg, dul í skapi, gat verið kaldranaleg í svörum ef henni þótti umræðuefni eða með- ferð mála yfirborðsleg. Hún var trygglynd, greiðvikin og hjálpsöm, en átti bágt með að þiggja hjálp annarra, hvort heldur var frá vandamönnum eða öðrum, vildi heldur gefa en þiggja. Hún tranaði sér aldrei fram, en hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, skoðanir myndaðar af sjálfstæðri hugsun sem lítt varð haggað. Björg var ógift og barnlaus. Hún bjó Iengst af á Freyjugötu 30 hjá bróður sínum Þorsteini og Kristínu konu hans. Síðustu árin bjó hún í Árbæjarhverfi, þar sem hún átti íbúð. Fyrir andlát sitt gaf Björg Hallgrímskirkju allar eigur sínar og er það ein stærsta gjöf er þeirri kirkju hefur áskotnast. Það var gaman að Björg skyldi velja Hall- grímskirkju, hinn fagra minnis- varða um andans manninn Hall- grím Pétursson. Það sýndi og tryggð hennar við þann bæjarhluta og kirkjuna sem hún hafði lengstum tilheyrt.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.