Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 40
Þórólfur Þórlindsson Um menntamál hjúkrunarfræðinga Niðurstöður úr könnun á málefnum hjúkrunarfræðinga í Hjúkrunarfélagi íslands Allmiklar umræður voru fyrir 3—4 árum um skort á hjúkrunarfrœðingum til starfa. Sem dæmi um skortinn má nefna, að 1981 þurfti að loka deildum að hluta á Borgarspítalanum. Ýmsar skoðanir voru á lofti um ástæður þess hversu illa gekk að fá hjúkrunarfræðinga í fullt starf. Margir álitu, að lág laun og erfið vinna væru helstu ástæðurnar. Óhætt er að segja, að óvenjuleg samstaða hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttunni 1982 hafi styrkt þessa skoðun. Hins vegar vantaði áreiðanlegar upplýsingar um þessi mál. Sú hugmynd var rædd í stjórn Hjúkrunarfélags íslands 1981, að æskilegt væri að kanna afstöðu hjúkr- unarfræðinga til starfsins, varðandi laun, vinnuálag o. m. fl. Pað var svo afráðið síðari hluta árs 1981, að fela Þórólfi Þórlindssyni, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands, aðframkvœma þessa könnun. Verkið var unnið þannig að þrír félagar úr stjórn HFÍ, Sigrún Óskarsdóttir, Anna Sigríður Indriðadóttir, Sigríður Austmann Jóhannsdóttir ásamt Björgu Guðmundsdóttur, gerðu uppkast að spurningalista, sem Þórólfur studdist við, við gerð hins endanlega lista. Hjúkrunarforstjórum Borgarspítala, Landakotsspítala og Landspítala var gefinn kostur á að koma á framfæri spurningum á listann. Um það bil 500 félagsmenn HFÍ fengu spurningalistann sendan eftir að könnunin hafði verið rækilega kynnt í fréttablöðum HFÍ. Þá var hringt tvisvar sinnum til allra og þeir hvattir til þátttöku. Þrátt fyrir þetta voru heimtur á útfylltum listum ekki eins góðar og vonir stóðu til. Þórólfur hefur nú unnið úr spurningalistunum margvíslegar upplýsingar. Hann hefur fallist á að skrifa tvær greinar í „Hjúkrun“ og birtist sú fyrri íþessu blaði. Anna Sigríður Indriðadóttir Eins og mörgum hjúkrunarfræðingum mun vera kunn- ugt hefur stjórn Hjúkrunarfélags íslands látið gera könnun á högum félaga sinna. Niðurstöður könnunar- innar liggja nú fyrir og verða þær kynntar í næstu heft- um Hjúkrunar. Umrædd könnun er all umfangsmikil eins og sjá má af því að hún tekur til 338 atriða (vari- ables). Það gefur því auga leið að ekki er hlaupið að því að gefa stutt yfirlit yfir niðurstöður. Slík umfjöllun yrði óhjákvæmilega heldur yfirborðskennd. Það bætir ekki úr skák að flestir grundvallarþættir rannsóknarinnar eru innbyrðis nátengdir og fléttast þannig saman í raunveruleikanum að erfitt er að draga skynsamlegar ályktanir af einstökum einangruðum niðurstöðum. Skynsamlegar heildarniðurstöður fást því aðeins að 34 HJÚKRUN 7m - 60. árgangur tekið sé tillit til margra þátta samtímis. Slík umfjöllun tekur óhjákvæmilega allmikið rúm. Ég hef því brugðið á það ráð að skipta rannsókninni upp í nokkra megin- kafla eða svið. Niðurstöður verða kynntar þannig að eitt svið verður tekið fyrir í einu og því gerð nokkur skil. Eins og ráða má af framansögðu hefur þessi að- ferð þær takmarkanir að tekið er tillit til færri þátta en æskilegt væri. í þessari grein ætla ég að fjalla um framkvæmd könnunarinnar og nokkrar niðurstöður er tengjast menntamálum hjúkrunarfræðinga. í næstu grein verður síðan fjallað um vinnuskilyrði og ýmsa þætti sem tengjast atvinnumálum hjúkrunarfræðinga og um hjúkrunarfræðingaskortinn.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.