Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 18
á barnadeildum ætti að temja sér og minnast þess að hegðun barnanna er ekki alltaf í samræmi við líðan þeirra. Meðferð og rannsóknir: Drepið hefur verið á ýmsa þætti sem eru álagsvaldar fyrir barn á sjúkrahúsi. Þar við bætast svo ýmsar rannsóknir og meðferð sem geta haft óþægindi í för með sér. Barnið þarf góðar útskýringar sem í senn eru sannar og settar fram á skiljanlegan hátt fyrir það. Þess ber þó að gæta að of mikið umtal getur orðið til þess að auka kvíða. Ég tel að návist foreldra sé barninu nauð- synleg til halds og trausts, einkum fyrir þau börn sem hafa ekki þroska til að taka við útskýringum og skilja aðstæður. „Þegar um svæfingar er að ræða ætti það að vera lágmarks- krafa að foreldri sé hjá barni sínu þegar það sofnar og vaknar aftur“ (7 [57]). Vissulega getur verið erfitt fyrir foreldra að horfa upp á börn sín ganga í gegnum erfiðar rannsóknir og meðferð, en með góðum stuðningi og fræðslu þeim til handa ætti það að auðvelda þeim slíkar aðstæður. Mest er þó um vert að það hlýtur alltaf að vera stuðn- ingur fyrir barnið. Leikir og verkefni: Öll heilbrigð börn leika sér. Leik- þörfin er sterkur þáttur í eðli barns- ins og leikurinn mikilvægur í þroskaferli þess (7 [63]). Barn sem leggst inn á sjúkrahús þarf að fá þörfum sínum fullnægt og tækifæri til að þroskast áfram. „Skapandi afl (creativity) felur í sér margbreyti- leika, persónulega framleiðslu, áframhaldandi þróun, rannsókn og uppfinningu“ (9). Eigið skapandi afl er undirstaða eðlilegs þroska og barn, sem tjáir hugmyndir sínar og tilfinningar, getur létt á kvíða, hræðslu og reiði og komist í nánari tengsl við veruleikann (9). Það ætti því að vera réttur barna á sjúkra- 16 HJÚKRUN'/m-60. árgangur húsum að njóta leiðsagnar og hafa nægilegan efnivið til að vinna að skapandi viðfangsefni. Einnig þarf að veita þeim börnum aðstöðu sem eru rúmföst og þar með svipt þeim forréttindum að fá að bjástra á leik- stofunum við nám og leik. Við þekkjum erfiðleika okkar fullorð- inna við að tjá okkur í orðum, ekki síst þegar um vanlíðan er að ræða. Myndræn tjáning getur hjálpað barni jafnvel þótt það sé ekki búið að ná fullu valdi yfir málinu. Þá eru kennarar nauðsynlegir á barna- deildum til aðstoðar þeim börnum sem komin eru á skólaskyldualdur. Deyjandi barn og foreldrar þess Það er ánægjulegt að geta útskrifað barn af sjúkrahúsi sem hefur náð sér eftir veikindi. En því miður eiga ekki öll börn afturkvæmt þaðan. í slíkum tilfellum reynir mjög á hæfni starfsfólks. Auk þess að horfa upp á deyjandi barn og syrgjandi foreldra fylgir því mikið álag að veita aðstoð við slíkar aðstæður. Þó að hjúkrun í tilvikum sem þessum sé alltaf ein- staklingsbundin, og verði ekki ein- göngu lærð af bókum, þarf hjúkr- unarfólkið að vera vel að sér, hafa lesið sér til og kynnt sér kenningar sem settar hafa verið fram um þessi efni. í því sambandi má nefna E. Kúbler Ross sem skrifað hefur um 5 sálræn stig sem hinn deyjandi gengur í gegnum (sjá ýtarefni). Þetta þarf hjúkrunarfólk að þekkja og geta áttað sig á aðstæðum sjúkl- ings og aðstandenda hans. Tilfinn- ingar starfsfólks gagnvart dauðan- um þurfa að vera sem Ijósastar. Að geta talað um dauðann og rætt til- finningar sínar, t. d. í starfshópum, er Iíklegt til að auðvelda starfsfólki aðstoð við þann deyjandi og að- standendur hans. Börn skynja dauðann á mismun- andi hátt. Það er margt sem hefur áhrif á það eins og félagslegur bak- grunnur, fyrri lífsreynsla, greind, aldur o. fl. Börn á aldrinum 3-6 ára skynja dauðann sem tímabund- ið fyrirbæri, eins og einhver hvílist eða fari í ferðalag. í hugmyndarík- um heimi þeirra verður dauðinn oft eitthvað sem þau telja að geti geng- ið til baka og að sá sem deyr muni koma aftur. Fram til 10 ára aldurs ímynda börn sér dauðann gjarnan sem beinagrind eða draug sem klædd eru í hvítt. Um og eftir 10 ára aldur skilja flest börn að dauö- inn er ekki persóna, heldur líffræði- legt fyrirbæri sem táknar endalok. Lögð hefur verið áhersla á að svara spurningum barna um dauðann skýrt og rétt og draga þau ekki á tálar með furðusögum sem ekki eiga við rök að styðjast. Annað getur auðveldlega leitt til rangtúlk- ana og aukið þar með ótta þeirra og öryggisleysi (5 [6. kafli]). Oft hefur komið í ljós að börn, sem vænta dauða síns, eru sér þess með- vitandi áður en hinum fullorðnu er ljós skilningur þeirra. Sum börn hafa jafnvel forðast að tala um dauðann til að hlífa foreldrum sín- um. Ef barn getur ekki rætt um dauðann, þótt það viti að hverju stefnir, leiðir það oft til mikillar einmanakenndar hjá því. Tjáning og túlkun tilfinninga getur minnkað spennu hjá barninu. Gott er að hafa það í huga og leggja rækt við þá þætti sem geta aukið tjáningar- möguleika barnsins eins og t. d. alla skapandi vinnu. Vonin vegur einnig þungt á metunum og gildir um hana hið sama og hjá fullorðnum; ekki er rétt að taka vonina frá hinum deyj- andi þótt óraunhæf bjartsýni og lof- orð um bata, sem ekki fá staðist, séu líklegri til að auka vanlíðan. Draga þarf fram allar mögulegar já- kvæðar hliðar og fræða um væntan- lega meðferð eins og hægt er (1 [23]). Þegar líður að dauðastundinni er mikilvægt að foreldrarnir séu í ná- vist barnsins til að auka öryggis- kennd þess eins og hægt er. Talið er að fjölskylda deyjandi barns gangi

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.