Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 20
VonT Anna María Frantsen ^ „Fardu yarlega rí -þetta er sárt“ i Sársaukavandamálið í barnahjúkrun p£ Hjá mörgum börnum er sársauki það erfiðasta á sjúkrahúsi. Sársauki er allt sem barninu þykir vont. Það sýna meðfylgjandi teikningar, sem gerðar eru af 8 og 12 ára börnum. Foreldrar barnsins eru óttaslegnir vegna þess sársauka sem það verð- ur að þola og þetta bætist ofan á allt annað sem veldur áhyggjum vegna veikinda barnsins. Tvö dæmi sýna hvernig sársauki barnsins eykur spennu foreldranna: Móðir Jórunnar segist finna til sektar- kenndar af því að Jórunn þurfti að gangast undir uppskurð og búa við van- líðan á eftir. Það var hún og faðir barns- ins sem höfðu tekið ákvörðunina fyrir hönd þess. Faðir Friðriks sagðist hafa verið alveg hjálparvana er hann var í heimsókn hjá honum daginn eftir aðgerðina. Hann sá hvað drengnum leið illa en gat sjálfur svo lítið gert til að hjálpa honum. Hon- um fannst hann ætti að biðja um verkja- lyf en fannst jafnframt að hann væri að trufla starfsfólkið ef hann gerði það. Starfsfólkið veit að verkir geta verið mikið aukaálag fyrir barnið. Við einstaka kringumstæður er ástæða til að spyrja um heilsufars- legar afleiðingar þegar andsvarið verður mjög mikið. Þess vegna er það takmark hjúkrunar að lina sársauka. Það eru ekki þessar „rniklu" þján- ingar sem ég vil leggja áherslu á. Ég vil beina athyglinni að hinum mörgu tilvikum á sjúkrahúsum sem við fullorðna fólkið gerum oft lítið úr. Hjúkrun er oft ekki síður mik- ilsverð í slíkum tilvikum. Af tveim ástæðum vil ég beina 18 HJÚKRUN '/m - 60. árgangur athygli að þeim tilvikum þar sem hjúkrun veldur einnig sársauka. í fyrsta lagi hef ég tekið eftir, þegar börn segja að það sé svo „ægilega vont“ að vera á spítala, þá vísa þau oft til sérstakra hjúkrunaraðgerða. í öðru lagi hafa börn oft sínar eigin hugmyndir um það sem er verst af öllu. Fví vil ég segja frá athugunum mín- um í sambandi við hjúkrun barna sem þurfti að sprauta og urðu að þola skiptingar á sáraumbúðum. Pessi „vondu“ en nauðsynleg verk eru líka oft vandamál hjá okkur sem berum ábyrgð á hjúkrun. Stundum neyðumst við til að halda barninu þéttingsfast til að geta sprautað eða skipt á sárum, sbr. það sem drengur einn sagði: „Mér líkar ekki að vera fjötraður." Oft verður það að vera haldið föstum eins og hluti sársaukans. Andsvar gegn því að vera haldið getur því verið andsvar gegn sársauka. Viðbrögð barna við sársauka- fullri hjúkrunaraðgerð Til að gera grein fyrir hvernig and- svar barna getur verið við sársauka- fullri aðgerð vísa ég til atviks frá barnadeild. Óli 5 ára var á barnadeild eftir umferð- arslys. Húð á brjósti og maga var sködduð og búið að binda um sárin. Kvöld eitt, er ég átti að skipta á sárun- um, sagði Óli: „Það er búið að hreinsa sárin.“ Ég minnti hann á að sárin væru hreinsuð bæði kvölds og morgna, og nú væri orðið framorðið. Óli fór að gráta og sagði: „Getum við ekki bara verið búin að gera það í þykistunni?" Þegar 5y PiuSe't það var ekki hægt bað hann: „Farðu varlega svo að það svíði ekki, gerðu það ofsalega varlega." Óli reynir fyrst aö koma sér undan skiptingunni af því að það er sárt. Þegar það tekst ekki biður hann um að þetta verði gert án þess að það sé sárt. Savedra (1977) rannsakaði fimm börn á aldrinum 6 til 9 ára með þriðja stigs brunasár. Hún tók m. a. eftir því að viðbrögð þessara barna við skiptingum var nístandi grátur. Eftir því sem affluttua húðin festist varð sársaukinn minni á bruna- svæðinu, en sviðinn á því svæði sem húðin var flutt af varð meiri. Þar að auki varð hún þess vís að þol var mjög takmarkað gagnvart þeim sársauka sem stóð lengi. Viðbrögð Óla við skiptingum gátu líka bent á að þol væri takmarkað gagnvart sársauka sem stóð lengi. Ég athug- aði þrjú börn á aldrinum 6 til 12 ára sem urðu að þola margar blóðsýna- tökur á nokkrum mánuðum, auk þess sem þau fengu oft vökva í æð. Börnin voru þessi: Sissel 12 ára, Jórunn 7 ára, Trína 6 ára og Gréta 9 ára. Tekið var blóðsýni hjá Sissel á undan aðgerð í þvagrás. Spurningu um hvort það hefði verið vont að vera stungin, svaraði hún: „Þær komu inn í morgun og tóku blóðsýni. Það var ekki mjög vont, enda hef ég verið stungin svona áður í læknisskoðun í skólanum. Þær sögðu mér líka frá því í gærkvöldi. Það var bara að snúa sér undan þegar nálin kom. Ég fann bara pínulítinn sting." Jórunn 7 ára sagði hið sama og Sissel fyrstu tvær vikurnar um blóðsýnin og vökva í æð. En þá fóru viðbrögðin að verða önnur eins og: „Ekki halda mér“,

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.