Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Side 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Side 32
María Heiðdal deildarstjóri Sýning á öryggisbúnaði barna í bílum — Hvernig er þessi sýning tilkom- in? Þegar við vorum að afla okkur efnis í slysafræðslu hér á barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar, þá fór- um við m. a. í Umferðarráð þeirra erinda. Þar hittum við Margréti Sæmundsdóttur fóstru, sem starfar hjá Umferðarráði og hefur með höndum umferðarfræðslu fyrir for- skólabörn. Síðan eru það þau Tryggvi Jakobsson sem koma með hugmynd um sýninguna og í raun- inni eiga þau veg og vanda af henni, með aðstoð okkar. Jafnframt er Umferðarráð með könnun á því hvernig búið er um barnið í bílnum. Ætlunin er að þessi sýning fari á fleiri staði og vonandi sem flesta, því hún er góð. Margrét Sæmundsdóttir hjá Um- ferðarráði hefur með dreifinguna að gera. - Hvenœr byrjaði slysafrœðslan sem þið eruð með? Síðastliðið vor byrjuðum við á barnadeild Heilsuverndarstöðvar- innar með hópfræðslu um slysa- í nóvember sl. gekkst Um- ferðarráð og Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur fyrir sýningu á öryggisbúnaði barna í bílum. María Heiðdal deildarstjóri var ein þeirra sem stóðu fyrir sýningunni og leitaði blaðið upplýsinga hjá henni. varnir fyrir foreldra 8-10 mánaða barna og eldri. Okkur langaði til að reyna þetta því að enn er mikið um slys á börnum hérlendis, bæði innan og utan dyra. En það má segja að utan dyra og í umferðinni verða oft afdrifaríkustu slysin. Sem dæmi um slys á börnum má nefna að um 20% af þeim sem komu á slysadeild árið 1982 voru börn innan 10 ára og um helmingur af þeim börn innan fjög- urra ára. Það er e. t. v. alvarlegast, að oftast er það vegna þess að eftirlit með barninu hefur ekki verið nóg, eða að foreldrarnir eða aðrir fullorðnir í návist barnsins hafa ekki verið nægilega varkárir. — Hver er tilgangurinn? Tilgangurinn er að fækka slysum á börnum með því að vekja athygli foreldra á slysagildrum í umhverf- um og benda á að hætturnar eru mismunandi eftir því á hvaða þroskaskeiði barnið er. Einnig með því að gera fólk ábyrgara fyrir því sem aflaga fer og að hvetja fólk til að gera umhverfi barna eins hættu- lítið og kostur er. Það er líka þörf að vekja for- eldra fyrir því sem betur má fara svo þeir veki athygli yfirvalda á því sem laga þarf. Það er líka gott að fólk hittist og tali saman og miðli hvert öðru af eigin reynslu. Það hefur komið ýmislegt fram í slíkum hópum. Það á að reyna að draga úr slysum með fræðslu og upplýsingum er í rauninni okkar starf, sem störfum við heilsuvernd. Það er líka þjóðhagslega hagkvæmt að fækka slysum. Þau kosta mikið í peningum og valda þjáningum. □ Hvaða útbúnað á að nota fyrir mismunandi aldur? Myndin sýnir hvaða öryggisbúnað er œskilegl að nota fyrir mismunandi aldur. 26 HJÚKRUN '/«- 60. árgangur Ungbörn fram að 9 mánaða aldri, eða þangað til þau geta setið ein og óstudd, eiga aö liggja i burðarrúmi eða efri hlutu barnavagns, sem komið hefttr verið fyrir þversum í aftursœlinu.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.