Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 33
Landssamtökin „Mitt Livstestament64 — Viljayfírlýsing varðandi líf mitt - Stutt greinargerð um norsku sam- tökin „Mitt Livstestament“. Rétt- urinn til að fá eðlilegan dauðdaga. Eftir N. Borge og C. Bruusgaard, formann og aðstoðarformann í norsku samtökunum. Samtökin „Mitt Livstestament" - Rétturinn til friðsæls dauða, voru stofnuð haustið 1977. Aðalhvati stofnunarinnar var hin mikla (vél- ræna) tæknivæðing sjúkrahúsa og annarrar heilsugæslu undanfarin 20 ár. Sú tækni sem veitir sjúkum manneskjum ómetanlega hjálp og bjargar mannslífum daglega. Eflaust vill enginn snúa þeirri þróun við, en með hinum tæknilegu möguleikum fyrir lengingu lífs með læknismeðferð fylgir einnig hætta á því að meðferðinni verði (einungis) beitt til að lengja dauðastríðið. Þá vaknar spurningin: „Hve lengi eig- um við að varðveita lífið? Hvað viljum við greiða fyrir það? Á hvaða forsendum er slíkri meðferð beitt, eða henni hætt?“ O. s. frv. Við þessum spurningum fást engin algild svör og umræður um þær hafa staðið í mörg ár. Árið 1976 ræddi Evrópuráðið réttindi hinna sjúku og dauðvona. Ráðið benti á að tækni og efnalegar framfarir hefðu skapað „vandamál" í læknis- fræðinni og að dauðvona sjúklingar ættu erfitt með að ná fram rétti sínum til sjálfsákvörðunar. Ráðið sagði einnig að það væri á engan hátt verkefni læknanna að draga dauðastríðið á langinn fram yfir skynsamleg mörk. Rétturinn til friðsæls dauða er enn til umræðu. Stofnuð hafa verið samtök og þrýstihópar í mörgum löndum um réttinn til friðsæls dauða. Á stofnfundi norsku samtakanna mættu fulltrúar frá sænsku og dönsku samtökunum og gerðu grein fyrir markmiðum og starfsemi samtaka sinna. Fyrsta verkefni samtakanna var að semja „Livstestament“, „Viljayfir- lýsingu varðandi líf eða dauða“, og ýmsar tillögur, sem samþykktar voru á ársfundi (aðalfundi) vorið 1978. Yfirlýsingin hljóðar svo: Til lækna, fjölskyldu og vina. Ég óska eftir að hljóta friðsælan dauða og bið þess innilega að eftirfarandi óskir verði uppfylltar: 1. Ef læknum ber saman um að ég geti ekki lifað eðlilegu lífi vegna slyss, ólæknandi sjúkdóms eða ellihrörnunar, óska ég þess að mér verði ekki haldið á lífi með alls kyns hjálpartækjum. Þar á ég við að blóðrás og öndun verði ekki haldið við með vélabúnaði, að gervinýrnavél verði ekki beitt, að gripið verði ekki til meirihátt- ar skurðaðgerða, næringargjafar í æð, blóðgjafa eða lyfjagjafa vegna sýkinga. 2. Valdi sjúkdómur minn mér miklum þjáningum, óska ég að mér verði gefin kvalastillandi lyf, þó svo að þau kunni að flýta fyrir dauða mínum. 3. Eigin athugasemdir ... 4. Ef þeir sem meðhöndla mig treysta sér ekki til að fylgja óskum mínum, bið ég þess að aðrir taki að sér meðferðina ef mögulegt er. Pýðingu annaðist starfsfólk öldr- unarlækningadeildar Landspítalans í Hátúni 10B. Greinin birtist í Syke- pleien 5. tölubl. 1978, bls. 262. Peir hjúkrunarfræðingar sem hug hafa á stofnun slíkra samtaka hér á landi geta skrifað til Estherar Magnúsdóttur, hjúkrunarfræðings, Hofteigi 38, 105 Reykjavík, sími 38276. HJÚKRUN 7m - 60. árgangur 27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.