Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 45
Tafla 9. Hvar vilja hjúkrunarfræóingar hafa hjúkrunarnámió? % Eramhaldsskólastig 1,9 Hjúkrunarskóli íslands 32,5 Háskólastig 59,9 Annars staóar 5,7 Samtals: ÍOO Tafla 10. Aldursdreifing þeirra er vilja aó hjúkrunarnám sé á háskólastigi Aldur Hjúkrunarnám sé á % háskólastigi 20-29 (63) 70,8 30-39 (76) 58,9 40-4 9 (32) 51,6 50 - (19) 51,4 Samtals: (190) — 59,9 búseta, en 22% nefna búsetu sem meginhindrun í þessu efni. U. þ. b. 18% nefna vandamál í sambandi við barnagæslu. 35% þeirra sem spurðir voru telja fjár- hagsástæður ekki vera neina hindrun í þessu sambandi, 41% telja barnagæslu ekki vera vandamál og 59% telja búsetu ekki skipta meginmáli í þessu sambandi. Eins °g við var að búast eru nær allir þeir sem nefna búsetu sem vandamál búsettir utan Stór-Reykjavíkursvæðis- >ns. Þegar þetta er haft í huga, og eins það að við erum hér aðeins að fjalla um þá hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa farið í framhaldsnám, verður ljóst að langmestur hluti þeirra sem á landsbyggðinni búa telja sig ekki eiga aðgang að framhaldsnámi á sama hátt og þeir sem búa a Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ekki er hægt að skilja svo við þessa umræðu um ^nenntunarmál hjúkrunarfræðinga að ekki sé minnst á það á hvaða stigi hjúkrunarfræðingar vilja hafa hjúkr- nnarnámið. Það hefur verið mjög til umræðu á undan- förnum árum hvort færa eigi hjúkrunarfræðinámið inn a framhaldsskólastigið, kenna hjúkrunarfræðina áfram 1 Hjúkrunarskóla íslands eða flytja hana yfir á háskóla- stig. Svarendur í könnuninni voru fengnir til þess að raða þessum skólastigum í forgangsröð. Niðurstöðu gefur að líta í Töflu 9. Eins og sjá má nýtur sú skoðun niests fylgis að námið skuli vera á háskólastigi. Tæplega 60% þeirra sem afstöðu taka til þessarar spurningar telja að námið sé best komið á háskólastigi. 32.5% vilja helst hafa námið í Hjúkrunarskóla íslands en hjúkrun- arnám á framhaldsskólastigi nýtur ekki neins fylgis (1.9%). Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að hjúkr- unarnám á háskólastigi nýtur einkum fylgis hjá yngri hjúkrunarfræðingum (sjá Töflu 10). Tæplega 71% hjúkrunarfræðinga á aldrinum 20-29 ára vilja að hjúkrunarnámið sé á háskólastigi. Samsvarandi tala fyrir hjúkrunarfræðinga 50 ára og eldri, svo dæmi sé tekið, er 51.4%. Lokaorð Hér að framan hefur verið drepið á nokkrar þær niður- stöður úr könnun á högum hjúkrunarfræðinga í Hjúkr- unarfélagi íslands sem einkum snerta viðhorf hjúkrun- arfræðinga til hjúkrunarmenntunarinnar. Þótt það kenni efalaust ýmissa grasa í þessum niðurstöðum eins og gengur þá er samt sem áður ljóst að þær benda allar til þess að það sé meginkrafa hjúkrunarfræðinga að bókleg menntun, bæði fagleg og almenn, verði efld verulega. Hvernig ber að túlka það að hjúkrunarfræð- ingar í starfi, jafnt ungir sem aldnir, vilji auka við bók- legt nám? Er ekki hjúkrunarfræði fyrst og fremst hag- nýtt starfsnám? Það er ekki ætlun mín að svara þessari spurningu hér á neinn afgerandi hátt eða reyna að ráða í það á einhvern annan hátt hvað hér býr undir. Mér datt þó einna helst í hug að hér séu hjúkrunarfræðingar einfaldlega að segja að í heimi örra breytinga verður svokallað hagnýtt nám, nám sem er bundið stað og stund, óhagnýtt vegna þess að það úreldist fljótt. í heimi örra breytinga er hagnýtt að hafa góða almenna undirstöðumenntun sem ekki er svo mjög bundin við stað og stund. Slík menntun gefur betra tækifæri til þess að halda sér við og að afla sér nýrrar þekkingar eftir því sem við á. HEIMILDIR Heberlein, T. og Baumgartner, R. 1978. „Factors Affecting Res- ponse Rates to Mailed Questionaires: A Quantitative Analysis of Published Literature" í American Sociological Revue, vol 43, ágúst, bls. 447-462. Ingibjörg R. Magnúsdóttir 1978. „Könnun ástörfum hjúkrunarfræð- inga árin 1974—1975“ í Hjúkrunarmál, Rit heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, 1/1978, bls. 47-65. HJÚKRUN 1/m - 60. árgangur 39

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.