Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 14
barna), hver hlutur er lifandi og hefur tilfinningar eins og barnið sjálft. Barn á þessum aldri ein- kennist af valdbundnum tilfinning- um (autoritær moral) og reglur eru meira og minna heilagar og ófrá- víkjanlegar. Þó að barnið geri ekki alltaf eins og foreldrarnir segja efast það ekki um að þeir hafi rétt fyrir sér. Ef eitthvað slæmt hendir upplifa þau það gjarnan sem hegn- ingu fyrir eigin mistök eða óhlýðni (Iíta á sig sem orsakavald). Á þessu verða breytingar frá 5-7 ára aldri. Hugsanagangurinn verður sveigj- anlegri og óhlutstæðari (abstrakt). 3. stig: 7-11 ára: Þetta stig einkennist af raunsæis- eða veruleikastefnu (realisme). Barnið hugsar og hegðar sér sem fullorðnir við hlutstæðar aðstæður, hinn óhlutbundni hugsanagangur er ekki orðinn afgerandi. 4. stig: 11-16 ára: Það mikilvægasta á þessu stigi er að hugsanagangur barnsins er ekki Iengur bundinn aðstæðum og barn- ið er fært um að vinna með mögu- Ieika eða tilgátur sem ná út fyrir staðbundnar hlutstæðar aðstæður. Á þessum aldri þróast orðaforðinn mikið (6 [68-71]). Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkrum atriðum sem varða pers- ónuleikaþroska barna til að vekja athygli á því hve þekking á þessum þáttum er mikilvæg varðandi með- höndlun barna á mismunandi aldri. Geðtengsl og geðtengslarof: Börn fæðast ósjálfbjarga og alger- lega háð umhverfinu. Foreldrarnir eru venjulega þeir sem annast það og halda í því lífinu (þáttur móður venjulega meiri fyrst í stað). „Eftir fæðinguna er barnið næsta lítið breytt frá því sem það var fyrir hana. Það greinir ekki á milli hluta, skynjar ekki sjálft sig eða heiminn sem ytri veruleika. Það skynjar að- eins hin þægilegu áreiti hlýju og matar en greinir enn ekki hlýju og mat frá uppsprettu þessara hluta, móðurinni“ (3 [42]). Sannað þykir að geðheilsu þeirra barna, sem ekki njóta umhyggju ntóður eða staðgengils hennar, sé stefnt í voða og dæmi eru til þess að þau hætti að taka framförum ef þeim er ekki sýnd móðurleg blíða. Þá er talið að skortur á nákvæmni og ástúð gagnvart ungabörnum geti leitt til þess að þau tengist ekki öðr- um mönnum og umhverfinu á rétt- an hátt síðar á ævinni og geti þetta verið byrjun á myndun djúpstæðs vantrausts og öryggisleysiskenndar (10 [4-5]). Líklegt má telja að máltækið „Lengi býr að fyrstu gerð“ sé enn í fullu gildi og að geðheilsa og and- legur þroski barnsins geti verið undir því kominn að það finni sig öruggt og geti treyst þeim sem ann- ast það. Verði þau tengsl sem barn hefur myndað skyndilega rofin, s. s. við innlögn á sjúkrahús, er öryggi þess stefnt í hættu og getur það haft alvarlegar afleiðingar. Skoski fé- lagsfræðingurinn James Robertson hefur rannsakað áhrif sjúkrahúss- dvalar á yngstu aldurshópana. Hann skiptir áhrifum þessum í þrjú stig: 1. stig: mótmœli: Fyrsta tímabilið getur varað frá nokkrum klukkustundum upp í marga daga. Barnið sýnir sterka og ákveðna þrá eftir móður sinni. Af fyrri reynslu gerir það ráð fyrir að hún komi þegar það grætur. Það verður máttvana af sorg yfir að hafa misst hana og hrætt við hið ókunn- uga umhverfi. Það reynir að ná til hennar aftur með þeim ráðum sem það býr yfir, skilur ekki aðstæðurn- ar og grætur oft hátt, hristir rúmið, kastar sér til og hlustar spennt eftir hverju hljóði sem gæti gefið til kynna að mamma væri að koma aftur. Oftast vill það ekkert þiggja af hjúkrunarfólkinu. Eftir því sem barnið er eldra verður það þögulla og fylgist með hverri hreyfingu þeirra sem koma og fara og horfir stöðugt á dyrnar. 2. stig: örvænting: Smátt og smátt kemur örvæntingar- tímabilið til sögunnar og þá færist vonleysið yfir barnið sem stöðugt þráir móður sína. Það er athafna- ntinna en áður, grætur hljóðlega af og til og er afskiptalaust. Barnið hefur engar óskir og er yfirkomið af djúpri sorg. Þetta ástand er oft mis- skilið og Iitið svo á að barnið hafi róast. Hér áður fyrr olli þetta oft deilunt um gildi tíðra heimsókna foreldra til barna sinna. Staðreynd- in er sú að við heimsóknirnar brjót- ast fram þær áköfu tilfinningar sorgar og reiði sem voru rétt undir yfirborðinu og fer barnið þá á mót- mælastig aftur. ílengist barnið á sjúkrahúsinu, og margt fólk hugsar um það, þá flyst það með tímanum yfir á 3. stig. 3. stig: Afneitun: Þá fer barnið aftur að sýna meiri áhuga á umhverfinu. Oft er þetta misskilið á þann veg að barnið sé orðið ánægt og glatt aftur en er í raun hættumerki. Barnið heldur ekki lengur út hina sterku innri spennu og örvæntingu. Það bælir niður tilfinningar gagnvart móður- inni, ýtir henni úr huga sér til að minnka vanlíðan sína, grætur ekki lengur þegar hún fer og allt er með ró og spekt. Barnið sýnir gjöfum sem móðirin færir því meiri áhuga en henni. Gjöfin hefur komið í stað kærleika sem rofnað hefur. Þetta getur haft þau áhrif á mótun per- sónuleika barnsins að það sýni mik- inn áhuga á veraldlegum hlutum samfara skorti á heitum tilfinning- um og hæfni til að tengjast öðrum. Hætt er við að slík hegðun sé talin æskileg af starfsfólki en er mjög óæskileg fyrir lítið barn (7 [45-48] og 8 [28-33]). Það skal tekið fram að einkenni 12 HJÚKRUN ‘/m - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.