Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Page 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Page 8
Vaxtarseinkun án vansköpunar fannst þegar tíkunum var gefið 3.0—3.6 g/kg daglega. Tíkum sem gefið var 2.4 g/kg daglega fæddu fleiri andvana afkvæmi. Samt sem áður voru lifandi afkvæmin ekki smærri en þau sem fæddust í sam- anburðarhópnum. Þar sem áhrif vínanda í líkamanum eru svipuð hjá hundum og mönnum þá hafa tilraunir á hundum allmikla kosti fram yfir tilraunir á nagdýr- um. Ef áfengi er gefið dýrum „per os“ eru áhrif þess líkari því sem gerist hjá mannfólkinu og jafnframt ber að hafa í huga að gjöf beint í kvið- arholið getur haft skaðleg áhrif á legið. Áhrif af drykkju karldýra Sá möguleiki að mikil áfengisneyzla karla6 geti valdið fósturskaða er afar athyglisverður. Talið er að það sé vegna truflana áfengis á myndun sæðisfruma. Badr og Badr1 rann- sökuðu hæfileika áfengis til að breyta erfðaeiginleikum. Rann- sóknirnar gerðu þeir á karlkyns- músum og voru þær þannig að þeir gáfu hverri karlmús vissan skammt af vínanda á dag í þrjá daga sam- fleytt. Síðan var hver þessara músa sett í búr með ungri kvenmús sem ekki hafði fengið vínanda eða verið með karlmús áður. Vikulega voru karlmýsnar færðar milli annarra kvenmúsa. 13-15 dögum eftir getnað voru þær mýs sem voru með ungum deyddar. í þeim tilvikum sem getnaður átti sér stað 4-13 dögum eftir að karlmúsunum var gefið áfengið áttu kvenmýsnar 2-4 sinnum fleiri dauða unga. Þær niðurstöður sem fengust þarna sönnuðu að vínandi sem gefinn var í þessum skömmtum skapaði ríkj- andi banvæna breytingu á erfðavís- um. Áhrif áfengis á líffœrakerfi fósturs Áhrif áfengisins á fóstrið er mjög víðtækt. Móðir, placenta (legkak- an), og fóstrið mynda starfræna heild þar sem áfengið hefur áhrif á alla þætti. Þetta var sannað í kring- um 1900 í Frakklandi með því að sýna hve greiða leið áfengið átti í gegnum placentu inn í blóðrás fóst- ursins. Áfengi var til skamms tíma notað til að hindra fæðingu á þriðja tíma- bili meðgöngu þar sem það hefur áhrif á losun oxytocin úr heila- dingli. Þessi aðferð er nú aflögð vegna skaðlegra áhrifa áfengisins á fóstrið. Þar sem lifrin í fóstrinu hefur alls ekki fulla starfshæfni brýtur hún áfengið mun hægar niður en full- þroskaður einstaklingur. Árið 1971 sýndi Seppálá22 fram á það að áfengið hvarf helmingi hægar úr vefjum fósturs en móður. Upptaka súrefnis á heilavef fóstursins minnkar einnig stórlega.9 Við langvarandi notkun áfengisins eru mestu áhrifin á efnaskipti frum- anna einkum flutningur salta (Na + og K+) inn og út úr frumunni og riðlar þessu hárfína jafnvægi, sem verður að vera til staðar ef fruman á að geta starfað rétt. Áhrifin á uppbyggingu kolvetna, fitu og eggjahvítuefna (próteina) eru einnig mikil. Framleiðsla eggja- hvítuefna minnkar talsvert, m. a. vegna þess að áfengi lækkar líkams- hitann í fóstrinu.7 Er þetta ein af aðal ástæðunum fyrir minnkaðri fæðingarþyngd sem algeng er hjá börnum ofdrykkjukvenna eins og áður er nefnt. Áhrif á heilavef fósturs eru mikil og sýnt hefur verið fram á að yfirborð heila fjögurra nýbura ofdrykkju- kvenna hafði óeðlilega frumubygg- ingu.2 Jakobsen hefur árið 1978 sýnt fram á seinkun á myndun heilabarkar í rottum sem voru út- settar fyrir mikið magn áfengis í móðurlífi. Það er því ekki óeðlilegt að ímynda sér að þetta sé ein af ástæðum seinkunar í þroska og greindarfari barna ofdrykkju- mæðra. Áfengið hefur á ýmsan hátt áhrif á heilavef. Aðal áhrifin eru á flutningi salta inn og út úr frumunni en einnig verður að taka með í reikninginn áhrif vannæringar, sem oftast fylgir ofdrykkjunni. Thiamin, pyridoxin, fólínsýra og enn fremur kalsium, magnesium og zinc eru allt nauðsynleg hjálparefni fyrir hvata heilavefs. Minnkun á þessum efn- um eins og algengt er hjá vannærð- um drykkjusjúklingum hefur senni- lega áhrif á uppbyggingu heilavefs- ins. Aðrir áhœttuþœttir Vannæring, miklar reykingar, of- notkun lyfja og streita eru algengur fylgifiskur óhóflegrar áfengis- drykkju. Allir þessir þættir hafa skaðleg áhrif í meðgöngu. Þeir hafa allir verið rannsakaðir ýtarlega en hér ætla ég aðeins að geta þeirra í stuttu máli. Reykingar Sambandið á milli ofneyzlu áfengis og tóbaks hefur oft verið kannað en er nú staðfest samkvæmt nýlegum faraldursfræðilegum rannsóknum sem fram fóru í Boston og Seattle. Sambandið milli reykinga móður annars vegar og lágrar fæðingar- þyngdar og styttri líkamslengdar barnsins er löngu staðfest. Longo'5 hefur rannsakað þessi sem og önnur sambönd. Þar á meðal má nefna aukningu á ung- barnadauða í fæðingu, meðfædda hjartagalla og aðra erfiðleika í fæð- ingu, svo sem fylgjulos, fyrirsæta fylgju og legvatn fer of snemma. Með faraldursfræðilegum rann- sóknum á áhrif áfengis á með- göngutíma þá verður einnig að safna upplýsingum um reykingar og gera tölfræðilega grein fyrir áhrif- um hvors um sig ásamt hugsanleg- um samverkandi áhrifum. 6 HJÚKRUN l/u - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.