Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 13
Sigurlína Hilmarsdóttir geðhjúkrunarfræðingur Börn á sjúkrahúsum Inngangur Margt hefur verið ritað, rætt og rannsakað varðandi áhrif sjúkra- húsvistunar á börn og miklar breyt- ingar hafa orðið á meðferð barna á sjúkrahúsum í kjölfar þess. Málefni sem þessu er aldrei hægt að gera tæmandi skil og því eru sífelld um- ræða og rannsóknir nauðsynlegar. Þrátt fyrir allar framfarir sem orðið hafa má þó draga í efa að börnum sé veitt sú athygli og umhyggja sem þau verðskulda og þarfnast. Inn í þetta fléttast sífelldar þjóðfélags- breytingar, svo sem breytingar á högum fólks og hátterni, og hafa þær ekki síst áhrif á börnin og leiða til þess að sífelldrar árvekni er þörf varðandi þarfir þeirra. Börn eru dýrmæt eign foreldra sinna og hvers tíma því að barn líðandi stundar er sá fullorðni sem við ábyrgðinni mun taka. Ekki dreg ég í efa óskir allra foreldra og forráðamanna um það besta börnum sínum til handa og því ætla ég að fara nokkrum orðum um dvöl barna á sjúkrahús- um og áhrif hennar á þau. Börn undir 4 ára aldri eru talin stærsti áhættuhópurinn hvað varðar inn- lagnir á sjúkrahús og mun ég aðal- lega beina athyglinni að þeim ald- urshópi. Þessi orð sem hér fara á eftir eru ætluð til umhugsunar um það hvernig leitast megi við að vernda og styrkja börn á áhrifa- miklum stundum í lífi þeirra, sem ég tel að sjúkrahúsvist geti verið. Þroskaferill barnsins A þroskaferli barnsins verða miklar breytingar á andlegri og líkamlegri starfsemi þess. Það gefur auga leið að þegar svo margt er í mótun hjá barninu þarfnast það mikillar um- hyggju og verndar. Þarfir barna eru mjög mismunandi eftir því á hvaða þroskastigi þau eru. Starfsfólk sjúkrahúsanna þarf að þekkja þroskaferil barnsins til þess að geta sinnt þörfum hvers aldurshóps. Erfitt er að skilja á milli greindar og líkamsþroska barns á fyrsta ári. Eftir fæðinguna eru bragðskyn, lyktarskyn og sársaukaskyn best þroskuð hjá barninu. Það bregst hins vegar lítið við hljóðum fyrr en eftir mánaðar aldur. Þriggja vikna getur barnið myndað augnsamband og þriggja mánaða getur það greint á milli andlita. Fjarlæga hluti greinir barnið hins vegar ekki fyrr en um 1 árs gamalt. Um V2 árs eru bragð- og lyktarskyn fullmótuð hjá barninu. 3ja mánaða getur það haldið höfði og 6-8 mán- aða gamalt situr það óstutt. Flest börn ganga orðið óstudd 12-18 mánaða gömul. Jean Pieget hefur sett fram kenn- ingar um greindarþroska barna og talar í því sambandi um 4 stig: 1. stig: 0-2ja ára: Fyrstu árin er hreyfiþroskinn í mestri framför og hefur það mjög greinileg áhrif á greindarþroskann. Á þessu fyrsta stigi þroskast barnið frá algerri einhyggju (adualism), þar sem það getur ekki skilið á milli sinnar innri veraldar og hinnar ytri, til viss stigs af tvíhyggju (dualism) þar sem verður flokkun í huga barnsins af innri myndun og ytri veröld með hlutum og persónum. Um 6 mánaða gamalt fer barnið að þekkja hluta af eigin líkama og eftir 8 mánaöa aldur fer hræðslan við ókunnuga að koma í ljós. Skýringin á því gæti verið sú að þá hefur barnið gert greinarmun á vissum hlutum og persónum sem það þekkir og öðru því sem ókunnugt er. Á þessu stigi þar sem barnið tengist helst einni persónu (oftast móður) er mikilvægt að reynt sé að koma í veg fyrir aðskilnað þeirra eins og gerst getur þegar barn er lagt á sjúkrahús. 2. stig: 2ja—7 ára: Fyrri hluti þessa skeiðs einkennist af því að barnið lifir í sjálflægum (egosentrisk) heimi; hefur litla til- finningu fyrir því að aðstæður geti verið upplifaðar á annan hátt en það sjálft gerir í augnablikinu. Upplifun umhverfisins er oft óstöð- ug og breytileg. 4 ára er málþrosk- inn oft orðinn mikill og virðist þá skilningur nokkuð góður. Samt sem áður á barnið í erfiðleikum með að tengja saman atburði vegna þess að nútíðin er ríkjandi í huga þess. Venjuleg upplifun á orsök og af- leiðingu er ekki virk. Sterk tilhneig- ing er til þess að láta atburði sem fram koma samtímis vera orsök. 4 ára barn lifir í hugmyndaríkum heimi (kemur oft fram í teikningum HJÚKRUN ’/m - 60. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.