Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 16
og getur því auðveldlega komið upp sú staða að þau líti á sjúkdóm- inn og sjúkrahúsdvölina sem refs- ingu fyrir misgerðir sínar. Mikil- vægt er því að orsakirnar séu út- skýrðar fyrir öllum börnum sem náð hafa þroska til að skilja aðstæð- urnar. Þegar barn hefur náð 5 ára aldri eru líkur á því að það geti skil- ið orsök og tilgang dvalarinnar. Það þarf einfaldar og raunsæjar upplýs- ingar, jafnvel að það fái að heim- sækja deildina áður ef þess er nokkur kostur. Gott er að ræða um almenn atriði og staðhætti á sjúkra- húsum svo þeim finnist þau ekki eins ókunnug. Við könnumst öll við óttann við hið óþekkta og vitum að þekking og skilningur getur bætt þar úr. Best er að geta undirbúið barnið með nokkurra daga fyrir- vara. J. Robertson telur vikur heppilegan tíma til undirbúnings en sumir telja að 2-4 dagar nægi. Forðast ber að draga upp óraun- hæfa mynd af sjúkrahúsinu fyrir barnið, t. d. með því að láta það halda að þar sé allt skemmtilegt og gott. Fleldur ætti að reyna að út- skýra fyrir barninu hvað það á í vændum án þess að hræða það (8 [106-108] og 7 [55]). Þegar barnið kemur á sjúkrahúsið þarf það að finna að þess hafi verið vænst og fagna því með hlýju og vingjarnleika. Foreldrar, eða þeir sem fylgja barninu, þurfa að fá að vera með (ekki ýtt til hliðar). Róleg og traustvekjandi framkoma starfs- fólksins er mikilvæg fyrir barnið. Veita þarf því góðar upplýsingar um deildina, leiktæki og aðra þá aðstöðu sem fyrir hendi er. Þá reynir mikið á aðlögunarhæfni barns þegar það er lagt inn á sjúkrahús. Það þarf að aðlagast nýju umhverfi, nýju fólki, jafnvel aðskilnaði við foreldrana svo og meðferðinni og sjúkdómnum. „Börn ættu alltaf að vera sett á deildir þar sem sérstaklega er hugs- að fyrir þörfum sjúkra barna“ (4 [3-4]). Samskipti foreldra og barns á sjúkrahúsi Breyting verður á foreldrum ef barn þeirra er veikt (sérstaklega ef um alvarleg veikindi er að ræða). Kvíði og þvinguð hegðun kemur auðveldlega fram sem ekki er ástæða til að ætla að fari fram hjá barninu. Fræðsla og stuðningur við foreldra eru því nauðsynleg því að í vandræðum sínum geta þau auð- veldlega komið af stað og/eða við- haldið vítahring tilfinningatruflana hjá barninu. Áður fyrr voru heim- sóknir foreldra taldar óæskilegar því að þær ollu oft gráti og gnístran tanna. Þær voru jafnvel ekki leyfðar nema einu sinni í viku. Nú er talið nauðsynlegt að viðhalda sambandi foreldra og barns meðan það dvelst á sjúkrahúsi og heimsóknir víðast frjálsar. Einnig færist það í vöxt að foreldri sé alveg hjá barninu. Barn- ið er oft erfiðara í viðurvist foreldr- anna en ella. En návist þeirra er ekki til þess ætluð að róa barnið um stundarsakir, heldur til að það fái möguleika á að tjá ótta, óróleika, sorg og verki auk þess sem henni er ætlað að koma í veg fyrir tilfinn- ingatruflanir sem leiða af aðskiln- aði þeirra. Fái þessar eðlilegu til- finningar ekki að koma skýrt fram eykst innri spenna hjá barninu er leiðir oft til siæmra afleiðinga sem koma jafnvel ekki fram fyrr en síð- ar (2 [174]). Því yngra sem barnið er þarf það meira á foreldri að halda og er jafnvel talið að ekkert geti komið í stað móður hjá barni innan 5 ára aldurs. Öryggið sem þau fá frá foreldrum sínum er talið undirstaða fyrir þroska þeirra og vellíðan. Og því yngra sem barnið er því alvarlegri og langvinnari áhrif getur aðskilnaðurinn haft á andlega líðan og heilsu þess. Börn lifa í nútímanum og eiga bágt með að skynja framtíð (4 [2]). Flestir foreldrar kannast við þann undra- lækningarmátt sem getur falist í einum kossi frá mömmu eða pabba. Starfsfólkið þarf að líta á viðveru foreldris eða ættingja hjá barninu því og deildinni í hag þannig að engin þvingun komi þar fram og ættingjum finnist þeir ekki óvel- komnir. Starfsfólk þarf að geta sinnt barninu óþvingað þótt ein- hver sé hjá því. Það á ekkert að vera í starfi hjúkrunarstarfsliðs sem leyna þarf fyrir foreldrum (7 [59]). Nauðsynlegt er að Ieyfa foreldrum að annast barn sitt sem mest (fer þó eftir veikindum þess). Það skal þó 14 HJÚKRUSf 1/m - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.