Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 12
Á geðdeildum Þar er yfirleitt einnig mikil þörf fyrir fræðslu um FAS. Oft eru drykkjuvandamál samhliða öðrum geðrænum vandamálum eins og þunglyndi, nevrósum o. fl. Þeir sem eru haldnir miklum kvíða eins og við kvíðanevrósur grípa oft til áfengis til þess að lægja kvíðann en eru þá um leið komnir inn í víta- hring sem ekki er svo auðvelt að losna úr. Þó áfengið lækki kvíðann rétt á meðan þess er neytt verður líðanin aðeins verri á eftir. Á öllum framantöldum deildum tel ég þörf á vel hæfu og sérmenntuðu starfsliði til þess að hafa forystu í allri meðferð og fræðslu. Fyrirlestr- ar og námskeið fyrir starfsfólk kæmu þarna að góðum nótum og gætum við geðhjúkrunarfræðingar lagt þar gjörva hönd á plóginn. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa yfirleitt yfir nægri faglegri þekkingu að ráða til þess að veita þeim einstaklingi sem á þarf að halda stuðning þannig að hann geti minnkað áfengisneyzlu sína. Þessir sérfræðingar geta einnig vegna sambanda sinna við félagslega þjónustu og meðferðarstöðvar fyrir drykkjusjúka veitt hagnýta hjálp þeim sem við erfið Iífsskilyrði búa. / skólum Þar tel ég að fræðsla um þessi mál eigi að fara fram samhliða heilsu- fræðikennslunni. Kenna þarf líf- færafræði kynfæranna og veita fræðslu um það hvernig fæðing fer fram en talsverð fáfræði hefur ríkt um þessi mál allt fram á þennan dag. Skýringarmynd á starfsemi fylgj- unnar er mjög gagnieg til þess að útskýra á hvern hátt áfengið kemst inn í fóstrið. Einnig er mikilvægt að uppfræða nemendur um hin hugs- anlegu óhagstæðu áhrif áfengis og annarra Iyfja- og vímuefna. Hjúkr- unarfræðingur skólans á að fræða skólanemendur um drykkjusýki og FAS. Fræðslan á að vera þannig að 10 HJÚKRUN '/m - 60. árgangur hún höfði til ábyrgðar einstakl- ingsins sjálfs og að það sé hans að velja eða hafna. Gæta þarf þess vandlega að fræðslan sé ekki í formi „predikana", boða eða banna. Það þarf að vekja áhuga unglinganna á eigin heilbrigði og afkomenda þeirra. Vekja athygli þeirra á því að það sé mikið í húfi fyrir þjóðfélagið í heild því ef allt gengur vel þá hljótum við heilbrigt þjóðfélag og með heilbrigðu þjóðfélagi öðlumst við fjárhagslegan ávinning sem aftur gæti þá nýst til betri lífskjara. Ef aftur á móti gengur illa þá verður þjóðfélagið sjúkt sem leiðir til fjárhagslegra útgjalda og það aftur til versnandi lífskjara. Námskeið fyrír verðandi foreldra Námskeið fyrir verðandi foreldra eru nauðsynleg og þar er hægt að kynna FAS og vekja athygli á hætt- unum. Þarna er sérstaklega áríð- andi að benda á að það er undir báðum foreldrum komið hvernig til tekst. Eins og áöur hefur verið skýrt frá þá er áfengi skaðlegt bæði fyrir sæðið og eggið. Hvað aöra fræðslu varðar vísa ég til hugmynda sem ég hef áður komið fram með. Frœðsla í fjölmiðlum Fræðsla í fjölmiðlum er afar þýð- ingarmikil vegna þess að hún nær svo víða. í sjónvarpi efast ég ekki um að vel gerður og fræðilegur þáttur um þessi mál mundi vekja mikla athygli. I sjónvarpi og útvarpi náum við til fjölda fólks sem yfir- leitt les ekki um nein fræðileg mál- efni og tel ég að stór hluti drykkju- sjúkra sé í þeim hópi en það er einmitt þetta fólk sem áríðandi er að ná til og miðla því fræðslu. Skrifa þarf góðar greinar í blöð og tímarit og vekja athygli á þessu mikla vandamáli. Fræðslu um FAS þarf að taka með í alla kennslu sem fram fer á heil- brigðissviðinu. AUir sem hyggja á starf innan heilbrigðiskerfisins þurfa að vita um hættuna sem er samfara ofdrykkju á meðgöngutíma og þekkja einkenni FAS þannig að þeir séu betur í stakk búnir til þess að veita skjólstæðingum sínum við- eigandi ráðleggingar. í framtíðinni væri hugsanlegt og áreiðanlega áhrifaríkt að merkja allar áfengisflöskur þannig: VANFÆRA KONA! ÁFENGI ER SKAÐLEGT FYRIR BARNIÐ PITT. Lokaorð Hvers vegna ég valdi þetta verk- efni. Geðhjúkrun er sérhæft hjúkrunar- svið sem felur í sér geðheilsuvernd, hún beinist að hvoru tveggja fyrir- byggjandi og endurbætandi aðgerð- um og vill stuðla að sem beztri geð- heilsu fyrir samfélagið, einstaklinga og fjölskyldur sem mynda það. Er það þá ekki einmitt mikilvægt að vekja athygli almennings á efni þar sem um svo til óplægðan akur er að ræða en jafnframt sá akur þar sem hlutverk geðhjúkrunarfræðings gæti orðið stórt og þýðingarmikið.2 Það að vinna að því að koma í veg fyrir að börn framtíðarinnar fæðist með FAS varðar þjóðfélagið í heild og mannkyn allt. Fóstrið er undirstaða hverrar manneskju og því hljótum við að hlúa að því og vernda það frá skað- legum utanaðkomandi hættum. Þannig stuðlum við að betra og heilbrigðara þjóðfélagi sem leiðir til fjárhagslegs ávinnings sem kemur mannkyni í heild til góða með bætt- um lífskjörum. Þetta efni var samið 1983 á haust- önn (okt.—des.) geðhjúkrunarnáms í Nýja hjúkrunarskólanum. HEIMILDASKRÁ 1 Badr F. M. and Badr R. S. 1975. „In- duction of dominant lethal mutation in male mice by ethyl alcohol". Nature 253: 134-136. Framh. á bls. 43.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.