Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 23
dökkhærða með toppinn og svo voru a. m. k. þrjár ljóshærðar með sítt hár, o. s. frv. „En Lísa hjálpar mér, hún er búin að vera hér í viku og hefur mörg- urn sinnum sagt mér hvað þær heita. En það er ekki auðvelt að þekkja ykkur þegar allar eru í hvítu.-' Smám saman sagðist hún hafa lært fleiri nöfn. Það hafði mikla þýðingu fyrir hana að vita hvað við hétum. því að þá fannst henni hún þekkja okkur. Henni fannst best ef við sögðum hver okkar yrði á stofunni á morg- un og hvenær við hinar kæmum aftur, o. s. frv. Gréta lét það greini- lega í ljós að henni fannst ekki eins vont að fá sprautu ef hún „þekkti" þann sem gaf hana. Norbeck hefur skrifað grein. þar sem skýrt kemur fram að börn eiga erfitt með að þekkja starfsfólkið hvert frá öðru. Hún sýndi börnum myndir og börn undir þriggja ára aldri gátu ekki þekkt starfsfólkið aftur. Fimm ára börn voru betur í stakk búin til þess og öll börn u. þ. b. 7 ára og eldri þekktu starfs- fólkið í sjón aftur (Norbeck 1981). Ef barn á erfitt með að þekkja starfsfólk aftur sýnir það hversu þýðingarmikið það er að foreldr- arnir séu hjá því á sjúkrahúsinu til að veita því öryggi. Tillaga Óla, „Getum við ekki bara skipt á sárinu í þykistunni", eru ekki óalgengar hjá börnum. Þegar lítil börn verða fyrir miklum kröfum sem stangast á við þeirra eigin óskir á þeirri stundu, vilja flest að þeirra eigin óskir fái að ráða. Kreppan, sem þau geta lent í, getur verið sú að barnið verður að velja á milli eigin óska og krafna sem taka mið af kringumstæðunum, en slíkar aðstæður geta skapað kvíða hjá barninu (Lasarus 1966). Auðskilið er að þetta sé vandamál hjá börnum vegna þeirrar kröfu um hlýðni sem oftast nær er til staðar og vegna þeirra hugmynda sem þau gera sér um sársauka sem hegningu. Sú krafa er oft gerð til barna að þau takmarki leiki sína og getur reynst erfitt að setja hömlur á athafnir þeirra, en börn eru jafnan athafna- söm. Börn jafnt sem fullorðnir bregðast hart við því sem er vont ef þörf fyrir afþreyingu og athafna- semi er ekki sinnt. Litla reiða snáðanum rann reiðin þegar hann fékk bílana upp í til sín og fékk að leika sér að þeim í rúminu. Annar drengur á sama aldri hafði verið í aðgerð vegna „retentio testis“. Á þriðja degi, þegar hann átti enn að fara fram úr, vildi hann það ekki, því að það var svo sárt. Eftir að hafa talað svolítið við hann urðum við sammála um að ég skyldi lyfta honum niður á gólf — alveg eins og hann lagði til. Þegar hann var kominn niður á gólf vildi hann reyna að ganga nokkur skref og fara fram í and- dyrið. En þá var ekki lengur um það að ræða hvort þetta væri vont, hann vildi fara og leika sér við hin börnin. Þessir drengir höfðu aldrei legið á sjúkrahúsi og vissu því ekkert um stingi og sársauka eftir uppskurð. Reynsla getur verið góð í sumum tilvikum en slæm í öðrum. Sissel og Trína höfðu báðar fengið að kenna á sprautum og Sissel var viðbúin blóðsýnatökum. Hún sagði: „Ég fann bara pínulitla stungu.“ Trína, aftur á móti, sem hafði svo oft verið stungin, leið svo mikið fyrir það að hún var orðin alveg magnþrota. Það er líka erfitt þegar barn hefur séð andóf annarra gegn sársauka. Átta ára drengur með útbrot (eksem) var lagður inn á sjúkrahús til að komast að því hvað hann hefði ofnæmi fyrir. Eldri bróðir hans var með asma. Einu sinni þegar bróðir hans fékk asmaáfall heima var litli bróðir hjá honum og sá þá að bróðir hans fékk sprautu og svo var hringt á sjúkrabíl alveg um leið. Litli bróðir hélt að bróðir sinn hefði orðið svona miklu verri af sprautunni. Þessi 8 ára drengur þverneitaði nú að gangast undir ofnæmisaðgerðina og útskýrði hvorki fyrir mér né mömmu sinni hvernig á því stæði. Aftur á móti fékk gömul frænka hans að vita þetta um leið og hann sagði hve allt væri hættulegt á sjúkrahúsi. Sissel, sem var 12 ára, hafði verið boðin verkjasprauta því að hún kvartaði sáran eftir skurðaðgerð, en bað þá um að fá að sleppa við sprautu. Ástæðan var sú að hún hafði séð telpu á stofunni fá sprautu tveim dögum áður en Sissel var skorin upp, og telpan hafði grátið næstum alla nóttina eftir sprautuna. Sissel hélt að það hefði verið sprautan sem hefði haft svona slæma verkun. Eftir umræður og nánari útskýringar vildi Sissel fá verkjasprautu og það var heldur ekki svo slæmt. Þessi dæmi sýna að það getur valdið erfiðleikum þegar barnið hefur áður orðið fyrir þeirri reynslu að verða hrætt. Það getur líka verið erfitt fyrir barnið að standa frammi fyrir mörgum læknistækjum þegar að sýnatöku kemur. Sérstaklega á það við um börn sem eru reynslu- lítil í þessum efnum og eru í óvissu um hvað eigi að nota til sýnatöku og hvað til að skipta á umbúðum. Börn hafa látið í ljós að því fleiri áhöld sem þau sjá því meiri og hættulegri sé aðgerðin. Þau yngstu taka eftir hversu mörg rannsóknar- glös eru notuð fyrir blóðið, stærð- inni á sprautum, nálum o. s. frv. Það er ástæða til að ætla að þau miði sársaukann við glasafjöldann. Þetta sýnir teikningin af spraut- unni. Sprautan sem notuð var, var sú litla, en drengurinn teiknaði hina sprautuna svo stóra til að sýna hversu sárt það var að vera spraut- aður. Barnið getur ekki nema að tak- mörkuðu leyti gert sér grein fyrir hvað er í rauninni vont né heldur stigmun á sársauka. Og hjá litlu börnunum kemur hugarburður að auki sem getur hrætt þau. Hræðsla eykur á sársaukann. Fyrri reynsla barns af sársauka, þarfir þess, öryggi eða öryggisleysi á allt sinn þátt í að draga úr sársauka eða gera hann meiri. Foreldra sína þekkir barnið og þeir geta skapað öryggi í lífi þess. Hver er staða foreldra þegar börnin finna til? Það eru skiptar skoðanir meðal starfsfólks hvort ástæða sé til að foreldrar séu hjá barni sínu á sjúkrahúsi. Reynsla mín af foreldr- um er sú að þeir geta verið raun- HJÚKRUN Vx - 60. árgangur 2 1

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.