Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 31
YFIRLIT UM BRJOSTAGJOF 1970-1982 Fjöldi barna XXX) 500 Á brjósti: skemur en 2 mán. 2-4 mán. lengur en 4 mán. 1970 1975 1980 Ar Línurit þetta sýnir fjölda barna á brjósti (í Reykjavík) á tímabilinu 1970-1982 og hefur það verið unnið af barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Á árinu 1970 var skráð 1401 barn á brjósti á barnadeild Heilsuverndarstöðvar- innar. Af þeim voru 69 eða tœp 5% lengur en fjóra mánuði á brjósti. 117 börn eða 8% fengu pela frá fœðingu. Samsvarandi tölur fyrir árið 1982 á barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar og í ungbarnaeftirliti heilsugœslustöðva í Reykjavík eru 1376 börn eða 96% af heild- inni. Afþeim vortt 510 lengur á brjósti en 4 mánuði eða rúmlega 37%. 54 börn eða 4% fengu pela frá fœðingtt. mér enn vera til staðar, að foreldrar gefi börnum sínunt snemma graut- mat, áður en meltingarfæri þeirra eru nægilega þroskuð til að melta hann. Þeir Eggert og Bjarni komust að þeirri niðurstöðu, að barnadauði sé mestur á 1. og 2. aldursári, en ef börn lifa af fyrstu 3-4 aldursárin komist þau venjulega til fullorðins- ára, en oft komst ekki nema um einn þriðji þeirra barna, sem kona fæðir, til fullorðinsára. Þá segja þeir, að „dæmi séu til þess, að mæður hafi misst öll þau börn sín, sem fengu þess konar mjólk (það er kúamjólk), en ef þær hafi hins vegar haft eitt barn á brjósti af ein- hverjum ástæðum, þá hafi engra kvilla orðið vart í því og það náð háum aldri“. Ymsir hafa fjallað um brjóstagjöf á Islandi á fyrri tímum. Sigríður Sig- urðardóttir hefur nýlega ritað ágæta samantekt um sögu þessa máls í tímaritið „Sagnir“, 3. tbl. Margir lærðir menn börðust fyrir því á 18. og 19. öld, að mæður ælu ungbörn sín á brjósti. Má þar sér- staklega nefna séra Björn Halldórs- son, sem skrifaði tvö hvatningarrit um það efni. í Ferðabók Dufferins lávarðar, sem út kom 1857, en Dufferin ferðaðist um landið árið áður, segir blátt áfram, „að barna- dauðinn á íslandi sé svo mikill vegna hinnar föstu reglu, að mæður hætti að gefa börnum sínum brjóst, þegar þau eru orðin 3 daga gömul og gefi þeim kúamjólk í staðinn. Smám saman virðast hvatningar um brjóstagjöf hafa haft nokkur áhrif, eða þegar á 19. öld, og árangurinn lét ekki á sér standa. Framtíðin Vissulega er það svo, að aðstæður á Islandi eru allt aðrar í dag en þær voru á 17„ 18. og 19. öld. Á þeim tíma var hreinlæti og hreinlætisað- stöðu oft alvarlega ábótavant og það er ef til vill sambland þess og hins ranga fæðuvals, sem var megin- orsök hins mikla ungbarnadauða. Þessi gamla reynsla okkar íslend- inga og árangur af hvatningu ýmissa lærðra manna, mætti þó vera okkur þörf upprifjun, sérstak- lega þegar horft er til ýmissa þróun- arlanda, þar sem ungbarnadauði er mikill, svo og næringarskortur og mæður hafa tilhneigingu til að gefa börnum sínum þurrmjólk fremur en brjóstamjólk. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna bendir til þess, að mæðrum á ís- landi gangi betur að hafa börn sín á brjósti, afli þær sér upplýsinga um brjóstagjöf og aðra þætti í mataræði og meðferð ungbarna. Móður- mjólkin er besta fæðan sem hver móðir getur veitt nýfæddu barni sínu. I dag er mikilvægast að hvetja mæður til að fræðast um brjóstagjöf og næringarþörf ungbarna til þess að sú hagstæða þróun, sem sýnd var á línuritinu hér að framan, haldi áfram. □ HJÚKRUN 'U - 60. árgangur 25

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.