Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 29

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 29
getur legið stíft í rúminu. Eins og hjá fullorðnum er mikilvægt að barnið liggi í þægilegri hvíldarstell- ingu, þannig að það geti að nokkru leyti tekið þátt í skiptingunni. Pað tekur lengri tíma en um leið eru lík- urnar meiri að komast megi hjá ,,stríði“ milli hjúkrunarfræðings og barns. Það verður að gefa barninu tækifæri til að kynnast hjúkrunar- fræðingnum, og einnig að koma því í skilning um að það geti í raun og veru tekið þátt í aðgerðinni. Hjúkr- unarfræðingurinn getur stungið upp á hvernig þau eigi að fara að og segir barninu kannski sögur af öðr- um börnum og hvernig þau hafa viljað fara að þessu. Þannig getur barnið verið virkur þátttakandi þegar aðstæður leyfa. Þriggja ára drengur með beinverk (osteomyelit) í hægri handlegg fékk skipt á stóru sári tvisvar á dag. Foreldr- ar drengsins gátu ekki verið hjá honum eða komið í heimsókn. Drengurinn var vonsvikinn yfir því en reyndi að standa sig eftir bestu getu. Hann kaus að fjar- lægja umbúðirnar sjálfur eftir smáhjálp í byrjun. Á meðan hann hélt uppi hægri handlegg með vinstri hendi sagði hann hvað væri sárt og hvað ætti svo að gera eftir nokkra daga. Hann hafði reynslu af því sem gerst hafði. Sagt var við hverja skiptingu að sárið væri að lagast og fljótlega varð hann einnig á sama máli og fór að segja að sárið væri að gróa. Oli 5 ára var beðinn að taka þátt í skipt- ingunni eftir nokkra daga. í fyrstu vildi hann það ekki og var hræddur við sárið. Þegar átti að skipta fékk hann að sitja í fanginu á pabba sínum. Hann þvoði sér vel og fékk munnbindi. Smám saman fór hann að taka þátt í að taka umbúð- 'rnar af. Verkefni hans var í því fólgið að fá mér saltvatnsflöskuna. Hann skildi fljótlega að vökvinn á flöskunni varð að vera jafn líkamshitanum, því að hann vissi af reynslu að af köldum vökva svíður enn meir. Hann átti líka að sjá um að allt sem ég lagði til hliðar °g var notað yrði fleygt í ruslapokann. Eftir skiptinguna fékk hann gúmmí- hanska sem hann mátti blása upp eins °g blöðru. Smávegis hreyfing fyrir og eftir meðferð var til bóta ásamt því að halda fast í höndina á pabba sínum, þegar kom að því sem var sárt, hjálpaði það honum til að halda út. Ef ætlast er til að barnið hjálpi til er betra að það sitji í fanginu á ein- hverjum. Það kann að reynast erfitt, einkum fyrir lítil börn, að taka þannig þátt í þessu og ekki má gera of miklar kröfur til þeirra. Kosturinn við að láta barnið taka þátt í þessu held ég að sé í því fólg- inn að barnið sé með á nótunum og getur gripið inn í á réttan hátt þegar það þarfnast hvíldarstundar. Þetta á sinn þátt í að draga úr ótta. Óvænt og óundirbúin handtök geta hrætt barnið og haldið því í spennu miklu lengur en nauðsynlegt er. Menn verða að gera sér ljóst að það tekur tíma að fara að öllu með varkárni og ná samvinnu við barnið. Barnið öðlast öryggi ef ákveðnar reglur gilda og allt er gert eins í hvert skipti. Þess vegna er það líka mikil- vægt að þeir foreldrar, sem geta verið með, fái að vera með í hvert sinn sem aðgerð fer fram, og einnig að breytingar á starfsliði séu sem minnstar. Börn hafa þörf fyrir að gráta og leita huggunar hjá foreldrum sín- um. Um leið getur þetta verið eins konar ósigur fyrir barnið og álag fyrir foreldra. Hvers vegna við segjum sem oft heyrist: „Nú varst þú duglegur,“ læt ég liggja milli hluta. En það er í raun vel af sér vikið hjá mörgum börnum, þótt þau kunni að hafa mótmæli í frammi, að geta gert það sem er sárt. Þess vegna held ég að það að geta grátið og geta sagt allt af létta sé ein leið til að losa um spennu, en aftur á móti minnkar þrek barnsins ef það rembist við að standa gegn aðgerð- inni. Það álag, sem veikindi og meðferð er fyrir barnið, getur eins og hjá Pétri 10 ára og Trínu 6 ára krafist þreks sem við aðrar aðstæð- ur hefði gert þau hæf til að geta af- borið sársaukann hljóðalaust. Allir foreldrar sjá þetta ekki jafnskýrt og geta ætlast til of mikils. Foreldrar vilja einnig að hjúkrunarliði líki vel við barnið og hæli því. Fullorðnir sjá ekki alltaf ástæðu til þess að barn bregðist illa við því sem hjá fullorðnum eru hreinustu smámun- ir. Þannig getur mönnum mistekist ef þeir gera of miklar kröfur til barnsins í stað þess að hugga það og hughreysta. Eftirmáli Sársauka er aldrei hægt að útskýra alveg fyrir þeim sem ekki finnur til sjálfur. Hvað er sárt og hvað getur gert það verra er erfitt að segja fyrir þann sem þekkir ekki hugmyndir barnsins og reynslu þess. Samt sem áður er ástæða til að ætla að börn skynji oft sársauka sem eitthvað hættulegt og reyni að sjálfsögðu að komast hjá aðstæðum sem valda sársauka. Þetta á einnig við hinar mörgu „smávægilegu“ aðstæður þar sem hjúkrunarfræðingur neyð- ist til að valda sársauka. Sársauki hlýtur alltaf að verða sam- fara vissum hjúkrunaraðgerðum. Það á að vera markmið með hjúkr- un að útskýra að sá sársauki sé ekki hættulegur. Andsvar barns við því sem er sárt getur hjálpað okkur að skynja hvort barnið óttist að við ætlum að valda því skaða. Vitn- eskja um andsvar barns þegar það er heilbrigt heima er undirstaða fyrir réttu mati í þessum efnum. Þetta getum við metið með sam- ræðum og samstarfi við foreldrana. Til að milda hin mörgu smávægi- legu tilvik getur hjúkrunarfræðing- urinn fengið hjálp hjá foreldrum. En ef foreldrar eiga að hjálpa til verður hjúkrunin líka að fela í sér hjálp, stuðning og kennslu fyrir þá. Þannig geta bæði foreldri og barn verið í brennidepli þeirrar hjúkrun- ar sem stendur til boða. Á meðan á sjúkrahúsvist stendur verður barn að fá að vera barn og foreldrar eiga að vera foreldrar. (Pessi grein birtist í Arbok for syke- pleiere 1982 sem Universitetsfor- laget í Osló gefur út. Kristjana Jó- hannsdóttir þýddi með leyfi höf- undar og forlagsins). HJÚKRUN ‘/m - 60. árgangur 23

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.