Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 50
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Fundir um launamál kvenna Fundir Framkvæmdanefndar um launamál kvenna laugardaginn 18. febrúar sl., á átta stöðum á landinu, voru fjölsóttir. Skipst var á skoðun- um og mikill hugur í konum að halda áfram á sömu braut. Fram- undan hjá nefndinni er að dreifa bæklingi á vinnustöðum, en nefndin gaf þennan bækling út. Þar koma fram helstu niðurstöður úr nýjustu könnunum um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Framkvæmdanefndinni hafa borist beiðnir um að senda fulltrúa á fundi hjá stéttarfélögum og á starfs- mannafundi. Nefndarmenn hafa þegar sótt nokkra slíka fundi og all- margir eru framundan. Fundaherferð sú sem framkvæmda- nefndin efndi til 18. febrúar var til- raun til að kanna, hvort grundvöll- ur væri fyrir fundum af þessu tagi með konum víðs vegar um landið. í framhaldi af þeirri jákvæðu reynslu sem fékkst verður á næstunni skipulögð önnur fundaferð um landið. Framkvæmdanefndinni hafa þegar borist óskir frá fólki á stöðum, sem taldi sig afskipt að þessu sinni. Leiðrétting í 3.-4. tölubl. 1983, með frétt á bls. 47, frá afhendingu málverks af Þor- björgu Jónsdóttur skólastjóra, mis- ritaðist nafn Jónínu Guðmunds- dóttur. Blaðið biður velvirðingar á þessu. Ógreidd félagsgjöid frá 1983 Enn eiga nokkrir þeirra hjúkrunar- fræðinga, sem ekki voru starfandi á árinu 1983, eftir að greiða félags- gjald sitt til HFÍ. I nóvember sl. voru sendir út gíró- seðlar, og eru þeir sem ekki hafa greitt ennþá, vinsamlegast beðnir að senda greiðsluna sem fyrst. Félagsgjaldið hækkaði um 10% 1. jan. 1984 í kr. 550.00 fyrir árið 1983. EVERYDAY EEALÍTY' Xi T Ri- NURSE A STUDY OF CÖMMUNICATjQNPATTERNS BETWE6N 'THE SCHIZOPHRENIC ANO THE' Pövj.'HiA' ru' i "<J"< "'r Boken er et forskningsarbeid - doktorgrad i sykepleievitenskap avlagt ved University of California. Forfatteren behandler særlig hvordan avvikende schizofren kommunikasjon virker inn pá sykepleier - pasientforholdet i en lukket psykiatrisk avdeling. Forskningsmetoden er en kvalitativ komparativ analyse og deltakende observasjon (Grounded Theory). Mange av de omráder boken tar opp vil ogsá kunne anvendes av sykepleiere som arbeider med andre pasientkategorier. Boken er utgitt pá engelsk. ISBN 82-05-14419-2 kr. 120,- /GYLDENDAL NORSK FORLAG^ u 092 . Undervisningsavd. Tlf. 02/20 07 10 * ^ 44 HJÚKRUN V« - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.