Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 37
vogskirkju. Athöfnin var látlaus en innileg og aö athöfn lokinni var kistan borin út af systkinum hinnar látnu. Systkinakærleikurinn og samheldni þessa fólks leyndi sér ekki. Anna var fædd á Bakka í Austur- Landeyjum í Rangárvallasýslu 21. júlí 1911 og var dóttir hjónanna Lofts Þórðarsonar bónda og Krist- ínar Sigurðardóttur ljósmóður. Hún ólst upp í föðurhúsum og voru þau systkinin átta. Ekki var Anna langskólagengin, frekar en margar kynsystur hennar frá þeirri tíð, en frá traustu og merku æskuheimili fékk hún veganesti sem reyndist henni drjúgt. Anna hóf hjúkrunarnám 1934 en veiktist á námstímanum og lauk því ekki námi fyrr en 1939. Þá heldur hún þegar í stað utan til frekara náms. Nemur geðhjúkrun í Dan- mörku og röntgenfræði í Svíþjóð og vinnur erlendis öll stríðsárin. Heim til íslands kemur hún aftur að stríðinu loknu 1945 og vinnur lengst af á röntgendeild Landspítal- ans utan ársins 1948-1949 en þá dvelst hún í Árósum og tekur fyrir nám í kennsluhjúkrun og spítala- stjórn. Yfirhjúkrunarkona Hvíta- bandsins er hún frá 1955-1957. Hún vinnur aftur á Landspítalanum eftir að hún fer frá Hvítabandinu og á árunum 1961-1964 er hún á skurðstofu Landspítalans og bætir við sig skurðstofunámi. En 1964 söðlar hún alveg um og fer til vinnu á Vífilsstaðaspítala og er deildar- stjóri þar til 1978 að hún lætur af störfum. Það er á engan hallað þó að því sé haldið fram að fáir í íslenzkri hjúkr- unarstétt hafi lagt á sig eins mikið til að öðlast jafn víðtæka starfs- reynslu og hjúkrunarmenntun og Anna, hún var hjúkrunarkona af lífi og sál, gaf sig alla í starfið, sparaði ekki kraftana. Mér er kunnugt um að þeir voru margir, sem hún hafði stutt í erfiðu veikindastríði, hjúkrað og styrkt með ráðum og dáð, bæði hér heima og einnig er hún var á hinum ýmsu sjúkrahúsum í Danmörku og Sví- þjóð. Þeir eru margir, sem vilja þakka henni. Vil ég leyfa mér að nefna slíkt tilfelli. Það var um þetta leyti árs 1956, fyrir 28 árum, er Anna var yfirhjúkrunarkona á Hvítabandinu að hún bað mig að koma til starfa þar. Á sjúkrahúsi Hvítabandsins var einvalalið hjúkr- unarkvenna og lækna og Anna í forsæti. Það var í senn lærdómsríkt og ógleymanlegt að vinna með þessu fólki og læra af því. Anna var vakin og sofin yfir velferð sjúklinga og starfsfólks. Hún bjó í húsinu og það var ómetanlegt að geta leitað til hennar og fá aðstoð og ráð, en það taldi hún sjálfsagt, hvort heldur var að degi eða nóttu. Þessi vetur var viðburðaríkur og einmitt þá kom hún nafna hennar litla, Anna Guðmundsdóttir, inn til okkar illa haldin eftir bruna. Ég vakti yfir litlu Önnu ásamt Önnu og varð vitni að svo frábæru hjúkrunarstarfi og hæfileikum Önnu Loftsdóttur að ekki líður mér úr minni. Þá gleym- ist mér heldur ekki gleði Önnu Loftsdóttur né stolt, þegar hlutirnir fóru að snúast á betri veginn og sú stutta að taka við sér. Anna Lofts- dóttir var án nokkurs efa bjarg- vættur litlu stúlkunnar, enda tengd- ust þær órofa böndum. Anna vann mikið að félagsmálum stéttarinnar og það var einnig lær- dómsríkt að starfa með henni á því sviði og fyrir það vil ég þakka henni. Við vorum að vísu ekki alltaf sammála, en hún var svo heilsteypt og hreinskilin að ég hef fáa hennar líka fyrirhitt. Anna var í stjórn H.F.Í. 1950-1954 og formaður 1961-1965 en þá reis hæst þáttur hennar í félagsmálum. Það er krefj- andi starf að vera formaður í stétt- arfélagi og það var ekki sízt á þeim árum, þegar aðstaðan var engin og sinnt var fullu starfi samtímis. Það þýddi einfaldlega það, að þú vannst allt í sjálfboðaliðsvinnu, kauplaust og stundum fékkstu ekkert fyrir nema vanþakklæti. Það var oft erfitt eða jafnvel ómögulegt að fá skipt á vöktum til að mæta á þýð- ingarmiklum fundum, enda aðrir tímar en nú. Þá var áreiðanlega efst á blaði: Þú ert til fyrir félagið en ekki félagið fyrir þig. í stjórnartt'ð Önnu keypti Hjúkrunarfélag fs- lands efstu hæðina í Þingholtsstræti 30 og fluttist þangað. Ég leyfi mér að halda því fram að daginn sem við gengum frá kaupunum, frú Sig- ríður Eiríksdóttir, Anna Loftsdóttir og undirrituð, hafi verið stigið eitt- hvert merkasta sporið í sögu Hjúkr- unarfélags íslands. Fyrsti stjórnar- fundurinn í eigin húsnæði var ógleymanlegur og að vera komin með eigið símanúmer var merkur áfangi. Anna var umdeildur formaður og það vissi hún vel. Hún tók ákvarð- anir samkvæmt viti og samvizku og stóð og féll með þeim. Árum saman var hún fulltrúi í S.S.N. (Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlönd- um). Þá var hún fulltrúi félagsins í B.S.R.B. og vann þar sem annars staðar ötullega fyrir stéttina að framgangi hinna ýmsu mála. Anna vakti allsstaðar athygli, ekki sízt er við sóttum fundi og mót stéttarfé- laga okkar á Norðurlöndum. Og nú er ævisól hennar hnigin til viðar. Veikindum sínum tók hún með æðruleysi og stillingu. Enginn má sköpum renna. Við, sem unnum með henni og nutum samfylgdar hennar, þökkum henni samstarfið og það sem hún var íslenzkri hjúkr- unarstétt. Sé ég veg og vörður vísa upp í móti. Styrk þarf til að standa, stikla á eggjagrjóti. Uppi á bláu bergi blikar óskalindin. Blessun bíður þeirra sem brjótast upp á tindinn. (D.S.) Hvíl í friði. Ingibjörg Ólafsdóttir HJÚKRUN >/« - 60. árgungur 3 1

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.