Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Qupperneq 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Qupperneq 15
sem þessi koma ekki fram hjá öllum börnum og síðar verður fjallað um leiðir til að koma í veg fyrir þau. Sjúkrahúsdeyfð: Þetta er hugtak sem notað hefur verið um geðræn áhrif á börn við langvarandi dvöl á sjúkrahúsi. Þau lýsa sér í skorti á líkamlegum, sál- rænum og félagslegum þroska sem stafar af mörgum óæskilegum þátt- um sem fram koma við dvöl á sjúkrahúsi og hefta barnið í full- nægingu á frumþörfum sínum. Eftir að ungbarnadauði á sjúkrahúsum minnkaði var farið að veita ýmsum sálrænum vandamálum athygli sem fram komu eftir langvarandi dvöl á sjúkrahúsi. Þessar sálrænu truflanir Iýstu sér m. a. í lélegri félagshæfni, geðsýki, vangefni eða börnin urðu vandræðabörn að öðru Ieyti. Upp úr 1933 var farið að rannsaka hvaða þættir orsökuðu þessar trufl- anir hjá börnum sem sett voru á stofnanir á fyrsta ári. Rannsókn- irnar leiddu í Ijós tvo meginorsaka- valda: skort á áreitni og fjarveru móður (7 [33]). Allar þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið á stofnanabörnum og börnum við ýmsar aðstæður hafa vissulega Ieitt til aukinnar þekkingar og úrbóta á meðferð barna. Þær sýna einnig hve nauðsynlegt þekking og menntun starfsfólks á sjúkrahúsum er og hvað ábyrgð þess er mikil og fjöl- þætt, bæði er varðar barnið sem einstakling og þjóðfélagið sem það lifir í. Fyrirbygging sjúkrahús- vistunar Sjúkrahúsdvöl virðist hafa mjög misjöfn áhrif á börn. Margt kemur þar til, svo sem aldur þeirra, dvalar- tími, sjúkdómurinn, fyrri reynsla þeirra, aðbúnaður og margt fleira. Við innlögn getur verið viss hætta á ýmsum truflunum eins og áður var vikið að og því yngra sem barnið er og á erfiðara með að skilja aðstæð- urnar, því meiri er hættan. Öll starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir sjúkrahúsvistanir barna, eða stytta þær, er því mikil- væg fyrirbyggjandi aðgerð. Slík starfsemi getur verið með ýmsu móti. Góð fræðsla fyrir foreldra um alla aldurshópa er nauðsynleg, heilsugæsla þarf að vera vel skipu- lögð (gott eftirlit), góður stuöning- ur við foreldra ungbarna og ná- kvæmt ungbarnaeftirlit. Kynna þarf algengustu slysavalda, fræða um slysavarnir og skyndihjálp og hvetja foreldra til að leita aðstoðar sem fyrst ef eitthvað bjátar á. Einnig er það spurning hvort öll börn, sem á sjúkrahús fara, þurfi á innlögn að halda og ennfremur hvort auka mætti dvalir heima fyrir börn sem dvelja langdvölum á sjúkrahúsum (7 [40] og 2 [171]). Þessi atriði og ýmis önnur tel ég að gætu í mörgum tilvikum komið í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús eða stytt þær til muna og fyrirbyggt þannig andlegar trufl- anir hjá börnum vegna sjúkrahús- dvalar. Innlögn og undirbúningur hennar Við getum ekki komið algerlega í veg fyrir að börn séu lögð inn á sjúkrahús. Þess vegna er æskilegt að hugleiða hvernig best megi að innlögn standa fyrir þau börn sem óhjákvæmilega þurfa hennar með. Misjafnt er hversu vel er hægt að undirbúa komu barnsins. Fyrirvar- ar eru t. d. mismunandi og aldur barnsins skiptir Iíka miklu máli hvað undirbúning varðar. Þá þurfa foreldrarnir góðar upplýsingar og verður vikið að því síðar. Þar sem skilningur barna undir 4 ára aldri er ekki nægilega þroskað- ur til að skilja aðstæðurnar er þeim hættast við tilfinningatruflunum. Þarna koma útskýringar oft að litlu gagni. Helstu ráðin við þennan undirbúning gætu því verið ýmsar leikaðferðir með börnunum. Má þá nota einfaldar sjúkrahússögur, leiki er varða sjúkrahúsdvalir og ekki má gleyma að taka heimkomuna inn í myndina (8 [108]). Börn á aldrinum 4-7 ára er hætt við að telja sig orsök alls sem gerist HJÚKRUN '/„ - 60. árgangur 1 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.