Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Síða 48

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Síða 48
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir __________________________________________£9 Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ Aðalfundur Reykjavíkurdeildar var haldinn 26. janúar síðastliðinn, að Grettisgötu 89 og sóttu hann um 60 manns. Formaður flutti ársskýrslu deildar- stjórnar og gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum deildarinnar. Lögð var fram og samþykkt fjár- hagsáætlun fyrir árið 1984. Sigþrúður Ingimundardóttir gerði grein fyrir störfum nefndar, er skip- uð var á félagsfundi 21. febr. 1983, og tók saman álit varðandi frum- varp til laga um breytingar á lögum um fóstureyðingar o. fl. Þá fóru fram kosningar. Að þessu sinni voru kosnir 15 nýir fulltrúar, en deildin á 27 fulltrúa á næsta full- trúafundi HFÍ. Stjórnarkjör: Formaður var kosinn fyrir ári síðan til tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn höfðu lokið kjörtíma- bili sínu. Stjórn deildarinnar er nú þannig skipuð: Jón Karlsson formaður Ragnheiður Sigurðardóttir vara- formaður Lilja Steingrímsdóttir ritari Sigurbjörg Ólafsdóttir gjaldkeri, Hrafnhildur Baldursdóttir með- stjórnandi. Varumenn: Áslaug Björnsdóttir, Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjálmarsdóttir. í lok fundar gerði Ólöf Björg Ein- arsdóttir, fulltrúi kjaramálanefnd- ar, grein fyrir stöðu samningamála og Sigurveig Sigurðardóttir ræddi um sjúklingaskatt o. fl. Á fundinum voru samþykktar eftir- farandi tillögur: „Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfélags íslands, haldinn þann 26. janúar 1984, mótmælir eindregið framkomnum hugmynd- Ragnhildur Helgadóuir menntamálarád- herra. Ljósm.: Kopia. Sigþrúður Ingimundardóttir formaður HFÍ. Ljósm.: Kopia. Fréttir frá Nýja hjúkrunarskólanum • 107. fundur skólanefndar sem haldinn var l.febrúar 1984varfrá- sagnarverður viðburður vegna þess að í fyrsta sinn var hjúkrunarfræð- ingur í forsæti. Menntamálaráðherra Ragnhildur Helgadóttir fór að óskum hjúkrun- arstéttarinnar og skipaði Sigþrúði Ingimundardóttur, formann HFÍ, formann skólanefndar. Ráðamenn höfðu fram til þessa ekki talið koma til greina annað en að velja lækna til forustu, í skólanefnd. Það hefur verið lán skólans að læknar þeir er völdust til að gegna þessu þýðingar- mikla hlutverki hafa haft góðan áhuga á málefnum skólans, verið til- lögugóðir og starfsfúsir. Á skólinn þeim mikið að þakka. • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir lyfjafræðingur, hefur fengið til liðs við sig 7 lyfjafræðinga til að kenna í námskeiðinu, hagnýt lytjafræði, sem auglýst var í síðasta tölublaði Hjúkrunar. Umsækjendur urðu á 9. tug og féllust lyfjafræðingarnir á að kenna 2 bekkjum samtímis, um 30 nemendum í hvorum bekk. Skólinn mun leitast við að fá þau aftur til kennslu næsta haust og mæta óskum allra þeirra er sækja um þetta nám, en komast ekki, að þessu sinni. um stjórnvalda þess efnis að fólk sem þarf á sjúkrahúsvist að halda verði látið taka á sig að hluta kostn- aðar, sem af þeirri dvöl leiðir. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfélags fslands mótmælir harðlega kjaraskerðingu ríkis- stjórnarinnar. Fundurinn lýsir furðu sinni á viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar við hógværri kröfu- gerð BSRB í yfirstandandi kjara- deilu. Fundurinn krefst þess að ríkisstjórnin semji nú þegar um fimmtán þúsund króna lágmarks- laun.“ Jón Karlsson Hvað er næringarráðgjöf? í lok apríl kemur hingað til landsins í boði Manneldisfélags íslands, sænskur næringarráðgjafi og doktor í næringarfræði, Brittmarie Sand- ström. Hún mun halda fyrirlestur um starf næringarráðgjafa á sjúkra- húsum og nám þeirra. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að mæta á þennan fyrirlestur þar eð næringarráðgjafar starfa í náinni samvinnu við hjúkrunarfræðinga á sjúkradeildum. Fyrirlesturinn verður auglýstur síðar í fjölmiðlum. 42 HJÚKRUN */m - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.