Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 28
Ný túlkun varðandi yfirvinnu vaktavinnufólks Á viöræöufundum samstarfsnefndar fjármálaráö- herra og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í maí 1983 var samþykkt ný túlkun á útreikningi á 12 mín- útum v/yfirvinnu vaktavinnufólks sbr. 2.6.12 í aöal- kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra og farið fram á aö þær stofnanir sem hafa haft aðra fram- kvæmd taki upp þessa túlkun sem er eftirfarandi: Leggja skal saman alla aukatíma uppgjörstíma- bilsins (t. d. mánuður, hálfur mánuður eða vika) og reikna síðan 12 mínútur á þá heilu tíma, sem þá koma út. Hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu, sem taka auka- vaktir eða vinna yfirvinnu er bent á að fylgjast með að þessi framkvæmd sé höfð við talningu 12 mínútn- anna. Alþjóðleg ráðstefna um lög fyrir sjúkrahús Alþjóðleg ráðstefna um lög fyrir sjúkrahús, vinnuað- ferðir og siðfræði verður haldin í Tel Aviv, ísrael, 8- 12. september 1985. Ráðstefnan mun fjalla um hvernig heilbrigðis-, laga- leg- og siðferðileg sjónarmið tengjast stjórnun sjúkrahúsa. Ráðstefnan mun fara fram á ensku. Dagskrá og ferðaáætlanir munu liggja fyrir frá og með júlí 1984. Þeir sem hafa áhuga á að fá hann eða nánari upplýsingar snúi sér til: Peltours Ltd. Congress Department, P.O. Box 394, Tel Aviv, 61003 Israel. Alþjóðleg ráðstefna um „Kenningar í hjúkrun“ Haldin verður alþjóðleg ráðstefna í Edmonton, Alberta í Kanada, 2.-4. maí 1984, um „Kenningar í hjúkrun“ (Nurse Theorist Conference). Þátttökugjald er $150 - í því felst námskeiðsgögn, þátttökuskírteini og móttökukvöld. Tekin hafa verið frá hótel fyrir væntanlega ráðstefnu- gesti og í boði eru ýmsar skoðunarferðir um fallegt umhverfi. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. apríl 1984, ef viðkomandi vill notfæra sér afslátt, sem samið hefur verið um. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu HFÍ, Þing- holtsstræti 30. Námsheimsóknir og ráðstefnur í Bretlandi Royal College of Nursing hefur sent HFÍ skipulags- áætlun á námsheimsóknum til þeirra 1984. Fram kemur að vegna endurskipulagningar í breska heilbrigðiskerfinu, sem einkum hefur komið niður á mönnun spítalanna, verður að taka tillit til aukins álags á hjúkrunarfræðinga. Því er lögð fram ákveðin áætlun um skipulag sem haft verður fyrir þá sem hug hafa á námsheimsóknum. Farið er fram á að hjúkr- unarfræðingar miði námsheimsóknir sínar við þær dagsetningar sem gefnar eru upp og reyni að not- færa sér það sem í boði er í hvert sinn. í apríl nk. er t. d. haldin ráðstefna um hjúkrunarrannsóknir. Hinn Alþjóðlegi sumarskóli mun taka fyrir efnið ,,Heil- brigðisþjónusta og hjúkrun í Bretlandi". Umsóknir eru aðeins teknar gildar frá hjúkrunarfélagi viðkomandi hjúkrunarfræðings, á eyðublöðum er varða ICN - Nursing Abroad program. Þátttökugjald fyrir viku námsheimsókn (innifelur skipulagskostnað; er óendurkræft) er £20.00. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hjúkrunarfélags ís- lands, Þingholtsstræti 30, Rvk. Námsheimsóknir til Bretlands Dagsetning: 1984: Fjöldi þátttakenda.Annaó sem mögu- 9.-13. apríl 40 legt er að sækja í leiöinni: Alþjóöleg ráðst. um 16. júlí-10. ágúst Alþjóðlegur hjúkrunarrann- sóknir 11.-13. apríl. 5.-9. nóvember sumarskóli 40 3.-7. desember 40 Ráðstefna um hjúkr- un v. atvinnusjúk- dóma 6.-7. desem- ber, haldin í Bath. Leiðrétting v/upplýsinga um lánveitingar í Fréttablaði 28, janúar 1984 voru gefnar upplýsingar um lánveitingar úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar kom fram að sjóðfélagi á rétt á greiðslu úr sjóðn- um hafi hann greitt í sjóðinn í 2‘/i ár. í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna er greiðslutími aftur á móti 5 ár, enn sem komið er. Verið er að athuga hvort sjóðurinn standi undir því fjárhagslega að biðtími eftir láni verði 27* ár.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.