Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 17
haft í huga að foreldrar eru ekki til þess að leysa starfsfólkið undan störfum sínum. Þeir þurfa mikinn stuðning og uppörvun og skulu hvorki skildir eftir í óvissu með mikið veikt barn né öll ábyrgð af þeim tekin svo þeir finni til van- kunnáttu og séu ófær um að annast barn sitt. „Þegar ungu barni líður mjög illa er mjög erfitt fyrir ókunn- uga að veita því þá huggun sem það þarf með, það er helst á færi for- eldra“ (7 [57]). Ekkert má koma í veg fyrir að for- eldri og barn séu eðlileg eining inni á sjúkrahúsinu. Við höfum heyrt talað um erfiðu foreldrana, t. d. þá sem eru neikvæðir, nöldra sífellt eða æsa barnið upp. Stundum hætt- ir starfsfólki til að afgreiða slík mál með umtali og fjasi eða það snið- gengur viðkomandi foreldra. Þetta eru oft ótvíræð einkenni þess að þarna sé eitthvað að. í mörgum til- vikum má ráða á þessu bót með aukinni samvinnu og upplýsingum á báða bóga. Því má ekki gleyma að mistökin geta jafn auðveldlega ver- ið í röðum starfsfólksins eins og foreldranna. í slíkum tilfellum get- ur stuðningur og samvinna starfs- fólks við foreldrana verið forsenda þess aö vel geti tekist til með barn- ið. Parfir og réttur foreldra Eins og fyrr segir er einn liðurinn í að fyrirbyggja áfall hjá barni að sinna foreldrum þess vel. Þennan lið tel ég mjög veigamikinn og sennilega oft vanræktan. Nóg er álagið á lítið barn sem liggur á spítala þótt á það sé ekki líka lögð sú kvöð að þjást vegna vanlíðunar pabba og mömmu. J. Robertson leggur áherslu á það að foreldrar fái góðar og raunhæfar upplýsingar áður en barnið er lagt inn. Þeir þurfa góðar upplýsingar um stofn- unina og gang mála innan hennar. Einnig þurfa þeir að vita við hverju þeir geta búist af barninu og þeirri hættu sem er á sálrænum truflunum hjá því. Robertson bendir á mjög mismunandi viðbrögð foreldra, jafnvel sektarkennd yfir að hafa svikið barnið með því að koma því í þessa aðstöðu. Foreldrar lenda oft í vítahring þegar heim kemur ef þeir skilja ekki þau viðbrögð barnsins sem upp geta komið, en þau geta verið margvísleg (8 [111-114]). Svo virðist sem foreldrar vilji fá svör við nokkrum einföldum spurn- ingum svo sem: Batnar barninu mínu? Verður barnið mitt eðlilegt á nýjan leik? Munu veikindin hafa áhrif á líkamlegt og/eða andlegt at- gervi barnsins? Hvernig verður framhaldið eftir að barnið útskrif- ast, t. d. varðandi meðferð eða þjálfun? Oft eru foreldrar í vafa um til hvers þeir ætlast með innlögn og sjúkra- húsvist hjá barni sínu og því óvissir um hvers þeir eigi að spyrja. Það er því oftast nauðsynlegt fyrir starfs- fólk og lækna að gera sér grein fyrir öryggisleysi foreldra og veita upp- lýsingar að fyrra bragði. Foreldrar eiga rétt á að vita hvað er að barn- inu, hverjar verði væntanlegar rannsóknir og meðferð og þá ætti að upplýsa og undirbúa fyrir út- skrift (1 [22-25]). Það er mikið álag fyrir foreldra að leggja barn sitt á sjúkrahús og því meira sem óvissan er meiri, t. d. óvissan um hvað ami að barninu eða óvissan um batahorfur. Þarna reynir mikið á starfsfólkið að veita fræðslu og stuðning og vinna með foreldrum. Það þarf einnig að gera foreldrum kleift að taka sem mestan þátt í meðferðinni því að ólíklegt er að betra sé fyrir þá að bíða þegar gerð er sársaukafull rannsókn á barninu en vera viðstadda og fá að gera allt sem þeir geta fyrir barnið (7 [57]). Ég tel það ótvíræðan rétt allra for- eldra að fá að fýlgjast með hvað fyrir barn þeirra er gert og að ekk- ert sé framkvæmt án vitundar þeirra og samþykkis þótt velferð barnsins sé alltaf efst í huga. Dvöl barnsins á sjúkrahúsinu Umhverfi barnsins: Eins og fram hefur komið er skort- ur á áreiti talinn einn af þáttunum sem leitt getur til geðrænna truflana hjá börnum við langvarandi sjúkra- húsdvöl. Á sjúkrahúsum þurfa að vera sérstakar og sérhannaðar barnadeildir. Á okkar tímum er mun meira lagt upp úr fallegum lit- um en áður var gert. Umhverfi hef- ur áhrif á fólk og það er margsann- að að það getur bæði verið heilsu- bætandi og heilsuspillandi. Ekki ætti að líta á það sem bruðl þegar fjármunir eru lagðir í góðan aðbún- að á barnadeildum, heldur sem einn veigamikinn þátt í velferð barnsins og þroska þess. Tengsl starfsfólks og barns á sjúkra- húsi: Til að starfsfólk geti myndað tengsl við barnið þarf að ríkja gagnkvæmt traust á milli þeirra og foreldrarnir þurfa að koma þar til skjalanna. Róleg og traustvekjandi framkoma starfsfólksins, þar sem hlýja er höfð í fyrirrúmi, hjálpar við myndun slíkra tengsla. Starfsfólk þarf að afla góðra upplýsinga um venjur barnsins og leyfa því að halda svo mörgum þeirra sem hægt er. Með því að athuga og fylgjast með sam- skiptum barnsins við foreldrana, og hvernig þeir annast það, er hægt að verða margs vísari um barnið og bæta umönnun þess og vellíðan. Æskilegt er að það sé sem mest sama fólkið sem annast barnið (stundum erfitt í framkvæmd). Þá þarf starfsfólkið að gæta þess að gefa barninu alltaf réttar upplýs- ingar til að vekja ekki vantraust þess. Starfsfólk ætti að forðast að koma sér í þá aðstöðu að vera ekki í návist barnsins nema þegar fram- kvæma þarf eitthvað óþægilegt eins og að gefa sprautu, vond lyf o. s. frv., annað gerir það að stöðugum ógnvaldi í augum barnsins. Hlýja og þolinmæði eru þættir sem starfsfólk HJÚKRUN ’/„ - 60. árgangur 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.