Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 44
framan og benda enn til þess að hjúkrunarfræðingar telji sig þurfa á meiri almennri menntun að halda. Það kemur fram í könnuninni að mjög mikill áhugi er á framhaldsnámi meðal hjúkrunarfræðinga. Aðeins 6.6% hjúkrunarfræðinga, sem ekki hafa þegar farið í sérnám, hafa ekki áhuga á sérnámi. Mynd 3 sýnir á hvers konar sérnámi hjúkrunarfræðingar hafa mestan áhuga. Hér eru ekki teknir með þeir hjúkrunarfræð- ingar sem þegar hafa farið í sérnám. Eins og sjá má hefur u. þ. b. fjórðungur þeirra sem áhuga hafa á sér- námi ekki gert upp við sig hvaða sérnám þeir vildu helst leggja stund á. Hjá þeim sem þegar hafa ákveðið sig virðist mestur áhugi vera á heilsugæslu og félags- hjúkrun (23%). Næst á vinsældalistanum kemur svo hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og Iyflækninga- deildum (11.6%). í þriðja sæti er svo stjórnun (10.6%). En hverjar skyldu vera helstu ástæður þess að hjúkrun- arfræðingar fara í framhaldsnám? Til þess að ganga úr skugga um það fengum við þá þátttakendur í könnun- inni, sem farið höfðu í framhaldsnám, til þess að raða þeim ástæðum, sem við töldum helst koma til greina, í forgangsröð. Niðurstöður er að finna í A-hluta í Töflu 7. Við báðum þátttakendur einnig um að segja til um hvort þeir teldu þessi sömu atriði mikilvæg fyrir þá ákvörðun þeirra að fara í framhaldsnám. Niðurstöður úr þessari spurningu er að finna í B-hluta í Töflu 7. Þótt bæði A- og B-hluti í Töflu 7 veiti því sem næst sömu upplýsingar þá er rétt að hafa í huga að þær eru byggðar á ólíkum forsendum. Hluti A er byggður á spurningu þar sem þátttakendur voru neyddir til þess að gera upp á milli þeirra atriða sem talin voru upp, velja þrjú þeirra og raða þeim í forgangsröð. Hluti B krafðist þess aðeins að svarendur tækju afstöðu til mikilvægis hvers atriðis fyrir sig. Svarendur hefðu þess vegna getað sagt að öll atriðin skiptu litlu máli. A-hluti Töflu 7 sýnir að.þátttakendur telja þörf fyrir meiri fag- lega þekkingu meginástæðu þess að þeir fóru í fram- haldsnám. Þannig nefna 71% þeirra 106 einstaklinga, er afstöðu tóku til þessarar spurningar, það sem megin- ástæðu þess að þeir fóru í framhaldsnám. U. þ. b. 19% nefna betri vinnutíma sem meginástæðu, 2% nefna betri laun og 8% nefna ýmsar aðrar ástæður. Um 10% virðast telja að þörfin fyrir faglega þekkingu skipti ekki meginmáli í þessu sambandi. Nú, þegar raktar hafa verið helstu ástæður þess að hjúkrunarfræðingar fara í framhaldsnám, er ekki úr vegi að snúa blaðinu við og spyrja hvaða ástæður það séu sem hindra hjúkrunarfræðinga einkum í því að fara í framhaldsnám. Tafla 8 sýnir helstu niðurstöður varð- andi þessa spurningu. Flestir svarenda eða 28% nefna fjárhagsástæður sem meginástæðu þess að þeir hafi ekki farið í framhaldsnám. í öðru sæti kemur svo MYND 3. 100 — 75 — ÞAD SÉRNÁM SEM HJÚKRUNARFRiDINGAR HAFA MESTAN ÁHUGA Á (ÞAÐ NÁM, SEM FÆRRl EN 3% NEFNA, EKKI TEKIÐ MEÐ) H L U T (55)50 - F A L L FÉLAGSHJÚKRUN OG LYFLÆKNINGAR E STJÓRNUN HGJÖRGÆSLA ffl BARNAHJÚKRUN ffiGED- HöLDRUNAR- HJÚKRUN HJÚKRUN □ SVÆFINGA— HJÚKRUN Tafla 7. Helstu ástæóur þess aö hjúkrunarfræóingar fara i framhaldsnám Hluti A Bundió val Raöar nr.l (%) Raóar nr.2-3 (%) Nefnir ekki (%) Þörf fyrir meiri faglega þekkingu 71 19 10 Betri vinnutimi 19 39 42 Betri laun 2 57 41 Hluti B óbundið val mjög mikilvægt mikilvægt ekki mikilvægt Þörf fyrir meiri faglega þekkingu 89 10 1 Betri vinnutimi 54 26 20 Betri laun 42 44 14 Tafla 8. Helstu ástæöur þess aó hjúkrunarfræóingar fara ekki i sérnám Raðar nr.l (%) Raóar nr.2-3 (%) Nefnir ekki (%) Hef ekki áhuga/ hef ekki þörf á framhaldsnámi 9 3 88 Fjárhagsástæóur 28 37 35 Vandamál i sambandi viö barnagæslu 18 41 41 Vegna búsetu 22 19 59 Nám ekki fyrir hendi á Islandi 4 8 88 Heilsufarsástæóur 1 3 96 Ýmsar aórar orsakir 8 41 51 38 HJÚKRUN V« - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.