Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 36
Minning Kveðja frá Hjúkrunarfélagi íslands. „Stráin sölna. Stofnar falla. Stormur dauðans næðir alla. Ljóselskandi, langan þrungið. Lífið fyllir öll þau skörð. Sækir fram í sigurvissu. Svo er strítt um alla jörð.“ Örn Arnarson Saga íslenskrar hjúkrunarstéttar er ekki gömul á mælistiku mannkyns- sögunnar, nær ekki lengra aftur í tímann en rétt um aldamót. Þeir stofnar sem hvað sterkast hafa staðið, og stuðlað að uppbyggingu hjúkrunarmála á íslandi eru því margir meðal okkar í dag, og geta miðlað okkur af reynslubrunni sín- um. Fyrir okkur hinar yngri er slíkt ómetanfegt, og nauðsynlegur hlekkur í þróun hjúkrunarstarfsins. Við kveðjum í dag eina slíka konu, Önnu Loftsdóttur, fyrrverandi for- mann Hjúkrunarfélags íslands. Anna Jórunn Loftsdóttir fæddist 21. júlí 1911 á Bakka í Austur- Landeyjum, Rangárvallasýslu, dóttir hjónanna Lofts Þórðarsonar bónda og konu hans, Kristínar Sig- urðardóttur, ljósmóður. Árið 1939 í maí lauk hún námi við Hjúkrun- arkvennaskóla íslands. Þetta var ár Ijóss og skugga. Ljósið var stéttar- innar, því ráðist var í það þrekvirki að halda hér sjötta mót hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum. Laugardaginn 22. júlí lagðist „Stav- angerfjord“ á ytri höfnina með 448 hjúkrunarkonur innanborðs. Mörg mál voru á dagskrá þingsins, og Ijóst að hér voru konur sem hugs- Anna Jórunn Loftsdóttir hjúkrunarkona Fœdd 21. júlí 1911 Dáin 14. janúar 1984 uðu stórt. Skugginn var ófriðurinn er grúfði yfir Evrópu um haustið og ísland fór ekki varhluta af. Að loknu hjúkrunarnámi hélt Anna til Danmerkur í framhaldsnám í geðhjúkrun. Þar stundaði hún einn- ig nám í spítalastjórn og hjúkrunar- kennslu við háskólann í Árósum. í Danmörku og Svíþjóð starfaði hún á hinum ýmsu sjúkrahúsum árin 1940-1945. Hér heima lærði hún og starfaði við skurðhjúkrun og röntgenhjúkrun á Landspítalanum, yfirhjúkrunar- kona á sjúkrahúsi Hvítabandsins 1955—1957 og síðast sem deildar- hjúkrunarkona við Vífilsstaðaspít- ala. Merkur og fjölbreytilegur starfs- ferill hæfrar konu sem sýnir vel hversu víðfeðm þekking hennar á hjúkrunarstarfinu var. Félagsmálum stéttarinnar sinnti hún einnig af kostgæfni, sat í stjórn Hjúkrunarfélags íslands 1950- 1954 og formaður þess 1961- 1965. Jafnframt sat hún í stjórn B.S.R.B. og Samvinnu hjúkrunar- fræðinga á Norðurlöndum. Eg vil að leiðarlokum þakka fyrir hönd okkar stéttarfélags merkt framlag til hjúkrunarmála á íslandi. Blessuð sé minning Önnu Lofts- dóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Anna Jórunn Loftsdóttir hjúkrun- arkona var kvödd hinstu kveðju fimmtudaginn 19. janúar í Foss- 30 HJÚKRUN ‘/m - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.