Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 42

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 42
Tafla 1 sýnir samanburð á aldursdreifingu úrtaks og svarenda. í fljótu bragði virðist vera áberandi mest brottfall hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem komnir eru yfir fimmtugt eða 3%, en hér verðum við að hafa í huga að ákveðið var að taka elstu árgangana ekki með. Pegar tekið er tillit til þess minnkar bilið milli úrtaks og svarenda niður fyrir 1%. Á sama hátt virðist vera minnst brottfall hjá yngsta aldurshópnum. Hlutfallstala svarenda í þeim hópi er 2.9 prósentustigum hærri en í úrtaki. Þegar tekið er tillit til þess að eldri árgöngunum var sleppt minnkar þessi munur niður í u. þ. b. 2%. Þessi munur er ekki marktækur. Samanburður á ald- ursdreifingu í úrtaki og hjá svarendum leiðir m. ö. o. ekki í ljós neina marktæka brottfallsskekkju. Tafla 2 sýnir samanburð á búsetu þeirra sem þátt tóku í könnuninni við upphaflegt úrtak. Taflan sýnir að brott- fali er heldur meira hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem búa á landsbyggðinni heldur en þeim sem búa á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þannig er hlutfall hjúkrunarfræð- inga á Stór-Reykjavíkursvæðinu 68.6% í úrtaki en rúmlega 73% af svarendum. Það lætur því nærri að brottfallið skekki hlutföllin á milli landsbyggðarinnar og Stór-Reykjavíkursvæðisins um 5%. Menntunarmál hjúkrunarfrœðinga Það er kunnara en frá þurfi að segja að langflestir fé- lagar í Hjúkrunarfélagi íslands (93%) hafa hlotið grunnmenntun sína í Hjúkrunarskóla íslands. Eins og sjá má á Töflu 3 eru hjúkrunarfræðingar frekar ánægðir með hjúkrunarnámið. Þannig telja 45.2% að námið sé mjög gott eða gott, en aðeins 3.6% telja námið slæmt eða mjög slæmt. Tafla 4 sýnir að meirihluti hjúkrunar- fræðinga virðist telja námið hæfilega þungt (65.2%). Tæplega fjórðungur telur námið létt og 11.6% telja það þungt. Helstu breytingar sem hjúkrunarfræðingar vilja gera á náminu er að auka við bóklegan þátt námsins. Nálega 90 af hundraði vilja auka bóknámið. Það er athyglis- vert í þessu sambandi að rúmlega 71% þeirra 276 hjúkrunarfræðinga, sem afstöðu taka, vilja auka bók- námið á kostnað verklega námsins (sjá súlurit á Mynd 1). Þar af taka 111 hjúkrunarfræðingar (rúmlega 40% þessara 276 einstaklinga) ennþá dýpra í árinni og leggja þunga áherslu á að verklega námið verði minnk- að en bóknámið aukið. Til samanburðar má geta þess að aðeins 2.9% vilja auka verklega námið á kostnað þess bóklega, en enginn einstaklingur leggur þó á það þunga áherslu. Að lokum má nefna að 18.5% telja að auka beri bæði bóklegt og verklegt nám, en 7.4% að draga eigi bæði úr verklegu og bóklegu námi. Önnur meginbreyting sem hjúkrunarfræðingar vilja gera á hjúkrunarfræðináminu er að gera það fræði- 36 HJÚKRUN 7« - 60. árgangur Tafla 1. Samanburóur á aldursdreifingu úrtaks og svarenda Aldur Upphaflegt úrtak (%) Svarendur (%; 23-29 24,8 27,7 30-39 38,4 40,0 40-49 21,8 20,3 50 - 15,0 12,0 Samtals: 100 100 Tafla 2. Samanburóur á búsetu úrtaks og svarenda Búseta Upphaflegt úrtak (%) Svarendur (%> Stór-Reykjavikursvæói 68,8 73,2 Landsbyggó 31,2 26,8 Samtals: 100 100 Tafla 3. Hversu gott er hjúkrunarfræóinámió aó dómi hjúkrunarfræóinga? Fjöldi % Leióréttar hlutfallstölur (%) Mjög gott 49 15,1 16,3 Gott 87 ro a\ 00 28,9 Frekar gott 104 32,0 34,6 Frekar slæmt 50 15,4 16,6 Slæmt 10 3,1 3,3 Mjög slæmt 1 0,3 0,3 Taka ekki afstöóu 24 7,4 Samtals: 325 100 100 Tafla 4. Hversu þungt er hjúkrunarnámió aó dómi hjúkrunarfræóinga? Fjöldi % Leiórétt hlutfallstala (%) Mjög létt 17 5,2 6,2 Létt 47 14,5 17,0 Frekar létt 81 24,9 29,3 Frekar þungt 99 30,5 35,9 Þungt 25 7,7 9,1 Mjög þungt 7 2,2 2,5 Taka ekki afstöóu 49 15,1 Samtals: 325 100 100

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.