Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 3
FORSÍÐA: Barn í bíl. Samkvæmt finnskri könnun var þessi búnaður talinn sá besti á markaðnum. Sjá stöðu stólsins. 1. tölublað - mars 1984 60. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622. RITSTJÓRN: ÁSLAUG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 27417. ÁSA ST. ATLADÓTTIR, Sl'MI 51128 SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, SÍMI 99-1300. AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR. SÍMI 15316 OG 21177. BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA. PRENTUN: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. EFNISYFIRLIT Áhrif áfengis á óborna einstaklinga 2 Börn á sjúkrahúsum 11 ,,Farðu varlega - þetta er sárt“ 18 Móðurmjólkin 24 Sýning á öryggisútbúnaði barna í bílum 26 Landssamtökin ,,Mitt Livstestament" 27 Upplýsingarum heimilisdýrin 28 Minning - Anna Loftsdóttir 30 Kveðjuorð - Björg P. Bachmann 32 Nýting hjúkrunarrannsókna 33 Um menntamál hjúkrunarfræðinga 34 Ritkynning 40 Brautskráning frá NHS 41 Fréttir 42 Börn og velferð þeirra Þetta blað er tileinkað börnum, í því er fjallað um óborna einstaklinga, börn á sjúkrahúsum, sárs- aukaskyn, gildi móðurmjólkur/brjóstagjöf, slysa- fræðsla og gæludýr barnanna svo nokkuð sé nefnt. Öryggisbúnaður barna í bílum hefur víða verið tekinn sérstaklega til umfjöllunar og ekki að ástæðulausu, því enn er það daglegur viðburður að sjá börn farþega í bílum, án alls öryggisbúnað- ar. Það væri hægt að koma í veg fyrir mörg slys og draga úr öðrum ef börn væru vel varin. Öryggisbúnaður fyrir börn hefur lengi verið til og verður sífellt betri og öruggari. Gæðaprófanir fara fram í flestum þeim löndum sem framleiða t. d. barnabílstóla og barnabílbelti. Þær styðjast við nokkrar meginreglur sem slysasérfræðingar víða um heim eru sammála um. Mikilvægast er að barniö sé ekki laust í bílnum. Þetta er svo brýnt að talið er betra að barn noti fullorðinsbílbelti, t. d. neðri ólina á þriggja punkta belti, en að það sé laust. í nóvember sl. gekkst Umferðarráð og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur fyrir sýningu á slíkum búnaði. Um farandsýningu er að ræða sem heilsugæslu- stöðvum um land allt gefst kostur á. Hjúkrunarfræðingar þurfa seint og snemma, m. a. vegna óreglulegs vinnutíma, að ferðast með börn sín. Þeir þekkja vandamálin og eiga því auðvelt með að leiðbeina öðrum. Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hóf sl. vor hópfræðslu um almennar slysavarnir. Til- gangurinn var að ná til foreldra og vekja athygli þeirra á hinum mörgu slysagildrum í umhverfinu, sem oft eru ærið mismunandi allt eftir þroska barnsins. Öryggi barna í bílum og í umhverfinu í heild er mál sem snertir okkur öll. Verum vakandi yfir því sem betur má fara og gerum umhverfí barnsins eins hættulítið og kostur er. IÁ LANOS0CKASAF N HJÚKRUN '/„ - 60. árgangur 1

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.